Sameiningin - 01.12.1951, Side 4
82
Sameiningin
að mestu á mis við alla formlega menntun, en með stöðugri
ástundun og eftirtekt tókst honum að afla sér mikillar
fræðslu. Átta ára gamall var hann settur á smalaþúfuna í
heimasveit sinni, og sat hana jafnan síðan á meðan að hann
dvaldi á ættjörðinni, að undanteknum nokkrum síðustu ár-
unum er hann stundaði almenna bændavinnu í sveit. Er
hann hafði keypt farbréfið til Ameríku, sumarið 1886, átti
hann bókstaflega ekkert til nema fötin sem hann stóð í og
litla ferðaskrínu, en hið eina verðmæta í henni var eintak
af Prédikunum Helga biskups Thordarsen. Hér lagði hann
margt á gjörva hönd fyrstu árin. Hann vann við lagningu
járnbrauta, gerðist vinnumaður bænda, varð eldiviðarsali,
hjarðmaður, kolamokari, flutningsmaður á fólki og farangri,
og síðast brautryðjandi á sviði sem engum íslenzkum manni
hafði áður hugkvæmst að gera að aðalatvinnugrein og ævi-
starfi, hann gerðist útfararstjóri.
Þetta fyrirtæki, sem nú mun eitt af þeim glæsilegustu
þeirrar tegundar í Vestur-Canada, mun lengi varðveita nafn
hans frá fyrnsku. En þeir sem áttu samleið með honum ein-
hvern hluta æviskeiðsins minnast hans sem hins mikla
dugnaðarmanns og mannvinar. Hérlendir menn virtu hann
og viðurkendu hæfileika hans ekki síður en landar hans.
Ýmsar stöður og embætti sem hann var kjörinn til báru
þessa vott. Um tuttugu og fimm ára skeið var hann Stór
Templar I.O.G.T. reglunnar, og sat á alþjóðaþingum hennar
sem fulltrúi Canada á ýmsum árum bæði í Noregi, Dan-
mörku, Svíþjóð, Englandi og Hollandi. Þótt hann væri farinn
að kenna vanheilsu tók hann sér ferð á hendur til Minne-
apolis, seint í júnímánuði í sumar til að sitja þar hundrað ára
afmæli reglunnar. í seytján ár var hann bæjarráðsmaður
fyrir North Kildonan, og um nokkur ár var hann einnig
formaður Útfararstjóra-sambands Manitoba fylkis. Forseti
Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg var hann einnig um
skeið.
Arinbjörn var gæddur miklu líkamsþreki. Hann gekk
jafnan berhöfðaður að hætti ungra manna hvernig sem
viðraði. Hann stundaði íþróttir af kappi, boltaleik á sumrin
og grjótkast (curling) á vetrum. Á hverju hausti fór hann
á dýra og fuglaveiðar, var hann þá oft fengsæll. Var harð-
fengi hans og áhugi á slíkum ferðum oft svo mikið að helm-
ingi yngri menn áttu fult í fangi með að fylgjast með
honum.