Sameiningin - 01.12.1951, Síða 11
Sameiningin
89
London Life lífsábyrgðarfélagsins. Um mörg síðari ár var
hann þjónandi prestur í söfnuðum United Lutheran Church
in America: í Seattle, Washington, Foam Lake, Sask., Flin
Flon, Man., og í Stanford og Columbus í Nebraska-ríki í
Bandaríkjunum.
Árið 1913 kvæntist hann Ólöfu Sveinfríði Sveinsson frá
Gimli, hún andaðist 31. des. 1925. — Þann 4. ágúst 1942
kvæntist hann Ástu Laufey Johnson frá Selkirk, er syrgir
hann ásamt fjórum börnum af fyrra hjónabandi. Þau eru:
Katrín Margaret, Winnipeg; Ingibjörg Lillian, Mrs. A.
Lane, Ottawa; Carl Jónas, Winnipeg; og Gísli Robert,
Ottawa; og einn bróður O. G. Olson, Henning, Minn. —
Séra Carl var alla ævi heitur og ákveðinn trúmaður;
ljós trúarinnar hafði göfug kristin móðir tendrað honum
í brjósti; var trúin á Guð og handleiðslu hans honum jafnan
ljós á leið í breytilegri ævireynslu hans, jafnt í einstæðings-
skap lífsins og sorgum þess sem á björtum dögum, er alt
lék í lyndi; jafnt í breytilegum kjörum og óvissu lífs og
aðkasti þess og dómum — sem prestar ekki síður en aðrir
menn verða að þola. Öllu því er lífið að honum rétti, mætti
hann með hugprýði þess manns er Guði treystir — og veit.
að dómar hans einir hafa varanlegt gildi.
Séra Carl var um margt óvenjulegur maður; ávalt
hress og glaður í viðmóti, hinn glæsilegasti í háttum og
framkomu. Til daganna enda réði áhugi og bjartsýni lögum
og lofum í huga hans. Yér sem áttum óslitin og náin kynni
af honum um mörg hjáliðin ár söknum vinar í stað þar
sem hann er nú genginn grafarveg — autt sæti í hópi vina
er eftirskilið við burtför hans.
Það var alkunnugt vor á meðal að séra Carl var óvenju-
lega mælskur og áhrifamikill kennimaður; evangelískur í
anda og kenningu, hjartahlýr prestur, er taldi það jafnan
æðstu gleði að boða samtíð sinni fagnaðarerindi Jesú. —
Hann var dáður af mörgu safnaðarfólki sínu hvar sem
hann var þjónandi prestur, elskaður af ungu fólki er hann
uppfræddi og fermdi. Mjög ákveðnar skoðanir hafði hann
á hverju máli er hann lét sig skipta og fús til baráttu í
þarfir þess, án alls tillits til afleiðinga slíkrar varnar fyrir
sjálfan hann eða framtíð hans.
Þótt fæddur væri hann og uppalinn hér vestra, bar
hann djúpa ást í brjósti til ættlands síns og erfða þeirra,