Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1951, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.12.1951, Blaðsíða 12
90 Sameiningin er íslendingum hafa í hlut fallið; hann unni íslenzku máli, gætti orðgnóttar hans þar litlu miður en í meðferð enskrar tungu. Á þessu vori voru 40 ár liðin frá prestsvígslu hans. Hafði hann átt margbreytilega reynslu sem prestur safn- aða, í sveitum, bæjum og borgum. Starf hans í Columbus, í stækkandi bæ, fór stöðugt varxandi; inntu þau hjónin þar af hendi mikið starf, undir örðugum kringumstæðum. Það sýnir tiltrú þá er séra Carl naut meðal starfsbræðra sinna, að er hann lézt var hann forseti Lúterska prestafélagsins í Mid-Nebraskaríki (8 counties), en einnig forseti Almenna prestafélagsins í heimabæ sínum og umhverfi. — Hann háði langt sjúkdómsstríð er leiddi til dauða hans, er bar að höndum 10. sept. árdegis; mætti hann sjúkdóms- stríði sínu og dauða með karlmennsku og ró. Deyjandi mað- ur boðaði hann gleðiboðskapinn sem hann unni á hverjum helgum degi. Síðustu messugjörð flutti hann 1. júlí s.l. — Við hlið hans í hinu síðasta stríði, sem og í starfi síðari ára stóð eiginkona hans og létti byrði hans að því leyti sem hún var megnug til — og lagði fram ítrustu krafta sína. — Kveðjuathöfn fór fram í Columbus, miðvikud. 12. sept. undir stjórn forseta Nebraska Synod, en ýmsir prestar voru þátttakendur. Útför hans fór fram frá útfararstofunni í Selkirk og lútersku kirkjunni 15. sept. Hann var jarðsunginn af sóknar- presti þar, einnig talaði Dr. Rúnólfur Marteinsson, en Miss Ingibjörg Bjarnason söng einsöngva. Jarðsett var í grafreit Selkirksafnaðar. Á ö'Örum staÖ hér í blaÖinu birtist grein eftir frú Jakobínu Johnson í Seattle, Wash. um dr. Frederick A. Olafson, yngsta son séra Kristins K. Olafson, og látinnar konu hans, FriÖriku. Birtist grein þessi nýlega í ,,Kvöldvöku“ hinu spánýja en gagnmerka bókmenntatímariti Snæ- bjarnar Jónssonar, fyrrum bóksala í Reykjavík. Sameiningunni er einkar ljúft aÖ endurprenta þessa grein, og samgleÖst fyrverandi rit- stjóra sínum, og fööur hins unga manns meÖ hinn glæsilega og sér- stæÖa námsferil sonarins. pað bar snemma á því aÖ Frederick var öðruvísi en almennt gerist um börn. Stilling hans, skarpleiki og at- hyglisgáfa var frábær. Undrar oss því ekki að frétta um óvenjuleg námsafrek hans nú, eða um fræðimannleg afköst hans síðar. Saiiieiiiiiigin óskar honum láns og langra lífdaga.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.