Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.12.1951, Qupperneq 13

Sameiningin - 01.12.1951, Qupperneq 13
Sameiningin 91 Sálmur Eftir WILLIAM WALSHAM HOW biskup (1823—1897) Fyrir þá alla; er fá nú hvíld hjá þér, en forðum trúarstyrkir börðust hér, þér vegsemd, Jesú, þökk og heiður ber. Hallelúja, hallelúja. Þú varst þeim sjálfur varnarskjólið traust, á voðans stund þeir heyrðu þína raust, og geisli frá þér gegnum sortann brauzt. Hallelúja, hallelúja. Ó, mættum vér gegn heimi heyja stríð sem helgir vottar þínir fyrr og síð, og öðlast krónu lífs, er lýkur hríð. Hallelúja, hallelúja. Ó, helga sveit, — þér háu dýrðarmenn, þér hljótið hvíld, — vér berjast þuríum enn, í Guði eitt vér erum þó í senn Hallelúja, hallelúja. Þótt hugdirfð bregðizt, hjartans kólni glóð, ó, heyr! I fjarska ómar sigurljóð, sem hjörtun styrkir, hressir dapran móð. Hallelúja, hallelúja. í vestri kveldsins bjarmi boðar frið, og brátt fær hvíld hið þreytta, trúa lið, og Paradísar heilagt opnast hlið. Hallelúja, hallelúja. En sjá þó, — ennþá dýrri dagur skín, er Drottinn kallar trúu börnin sín til lífs í sælu, sem ei framar dvín. Hallelúja, hallelúja. Af sæ og landi, suðri’ og norðri frá, í sigurgöngu mætzt er himnum á og sungið Föður, Syni’ og Anda þá: Hallelúja, hallelúja. Vald. V. Snævarr, þýddi

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.