Sameiningin - 01.09.1953, Page 5
Sameiningin
51
hans og fyrirheit rættust öll. Hann birtist þeim upprisinn
oft og mörgum sinnum. Þeir lifðu sína gleðidaga. En gleði
þeirra var skammvinn, eins og öll jarðnesk gleði jafnan er.
Þeir fengu þó enn að líta meistara sinn í andlegri sýn.
Hann birtist þeim á sumum þeim stöðum, sem tengdir voru
helgustum minningum frá jarðlífi hans. Betaníu, — hinn
heilaga bænastað, þar sem allt talaði ljúfum minningum og
helgum, — valdi hann svo til síðustu samfundanna, þar
sem hann birtist þeim hinzta sinn upprisinn og hvarf þeim
sýnum í skýi.
Undarleg reynsla, en sjálfri sér samkvæm þó frá öld
til aldar í lífi ófullkominna manna. Harmi lostnir stóðu
þeir, lærisveinarnir, og horfðu til himins. Harmi lostin og
skefld stöndum vér enn í dag, mannanna börn, og horfum
eftir ástvinum vorum, sem hverfa oss sjónum inn í ský hins
óþekkta, inn í skýjabakka dauðans.
Þótt milli lífs og dauða sé ekki nema fótmál eitt, þá eru
þau landamæri þó jafnan þeirri móðu hulin, sem mannleg
augu fá ekki séð í gegnum. Þar hvílir það ský yfir, sem
byrgir oss sýn inn á framtíðarlandið og vekur flestum geig
í barmi. Þar nemur hjól tímans staðar. Þar stöðvast alira
spor. Þar er Betanía aldanna, — kynslóðanna bæna- og
helgilundur, en orðinn oft að þeim skýjabakka, sem reynist
oss óyfirstíganlegur múr. Gagnstætt því, sem vera ætti, er
á þeim landamærum sá veggur, sem jarðnesk augu vor fá
hvorki séð yfir né í gegnum, — aldanna og kynslóðanna
mikli grátmúr, segja þeir, sem horfa á efnið eitt og telja
það upphaf og endi allrar tilveru.
„Hvað veldur?“ spyr fávís maður, sem langar til að
þekkja alla hluti.
Já, hvað veldur mannlegri þjáning og hjartakvöl? Hví
gráta menn og stara stjörfum augum í skýið? — „Alfaðir,
taktu ekki aleiguna mína! Alfaðir, réttu fram hönd.ina
þína!“ •— Hve margur mun ekki bera fram þetta bænar-
andvarp við Heljarhlið, ■— við aldanna dökka grátmúr, þar
sem ástvinirnir hverfa inn í ský dauðans?
Hve daprir voru þeir ekki forðum, lærisveinarnir, er
þeir misstu sjónar af drottni sínum, bæði í Heljarraun hans
á Golgata og eins þá, er ský nam hann frá augum þeirra á
hinum helga bænastað þeirra, Betaníu. Og hann hvarf til
himins.