Sameiningin - 01.09.1953, Qupperneq 7
Sameiningin
53
oss að tala? Nei. Ef vér þegðum, mundu steinarnir hrópa,
Og hvað þekkjum vér þessu meira, að fá að bera Jesú Kristi
vitni, fá að gerast vottar hans og þjónar í ríki kærleikans?
Fá að bera öðrum ljós og yl, gleði, huggun og gæfu?
Hvort þekkjum vér ekki sorgir mannanna og raunir?
Þekkjum það hyldýpi örvæntingar og kvíða, það regin-
myrkur, sem sálir sumra manna eru sokknar í? Eigum vér
að trúa því, að ekki sé hægt að hleypa geisla inn í það
grafarhúm, og ekki sé hægt að grynnka það mikla sorgar-
haf?
Eigum vér ekki heldur að verða samferða til Jesú og
heyra hvað hann segir? „Heyra hvað hann kenndi,“ að „hér
þó lífið endi, rís það upp í drottins dýrðarhendi.11
Er hann ekki að kalla á einhvern? Er ekki verið að kalla
til vor á hverri stundu neðan úr undirdjúpum mannlegra
þjáninga og sorgar? Er ekki hinn upprisni og uppstigni
drottinn kærleikans að kalla til þín og til mín á þessari
stundu? Veiztu nema hann hafi ætlað þér að bera Ijós sitt
inn í sorgarhúmið, sem kann að umlykja náunga þinn, —
eða dreifa áhyggjuskýinu, sem byrgir fyrir honum fegurð
lífsins, eða létta á einhvern hátt undir lífsbyrðina hans,
sem hann veldur ekki einn? — „Það, sem þér hafið gjört
einum þessara minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört
mér,“ sagði Jesús.
Það kann að verða örugt til að byrja með, að kafa
reynslu- og harmadjúpið, — taka á sig kross þjónustunnar
við aðra. En er það ekki einmitt fyrst á þeirri leið, sem
tekur að grisja gegnum skýið dökka, er lengstum hylur
fyrir oss dýrð hins eilífa lífs? Er það ekki í þjónustunni við
bræður vora og systur á jörðinni, — í veikri kærleiksfórn
fyrir þá líðandi og smáðu, sem vér finnum hinn heilaga
tilgang lífsins og sjáum og skynjum, að líf og dauði er eitt;
að engill dauðans er sendiboði guðs eins og engill lífsins;
báðir í þjónustu allífsins og alkærleikans?
Finnum vér ekki þar og þá, sem vottar Jesú og veikir
þjónar, að það er yfir oss öllum vakað, og að lífið er eitt,
hér og hinum megin grafar, en enginn múr, sem heimana
skilur?
Megi guð í hæstum hæðum gefa oss líf og þroska til að
skilja það og vaxa í náð og þekking um ár og eilífð.
—AMEN