Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.09.1953, Page 9

Sameiningin - 01.09.1953, Page 9
Sameiningin 55 Bókin byrjar á kafla um nútímarannsóknir á æfi Jesú. Kemur þar fyrst til skjala Reimarus nokkur, sem um miðbik átjándu aldar samdi ritsmíð um Krist, skynsemistrúarpistil svo neikvæðan, að sumir leiðandi guðfræðingar, skynsemis- menn sjálfir, voru knúðir til að andmæla. Hófst þá Krists- sagnaritun vorra tíma og þar með rannsóknir á heim- ildunum. Höfundurinn fer fljótt yfir þessa sögu og nefnir helzt þá höfunda, sem voru meir eða minna lausir við gamlan rétttrúnað. Hann er einna fjölorðastur um David Strauss og Ernest Renan. Kristssögur þeirra, samdar á síðustu öld, mæltust misjafnlega fyrir og gáfu rannsókninni byr undir báða vængi. Sumir eftirmenn þeirra fóru svo langt í neitunarátt, að þeir höfnuðu sannsögulegri tilveru Jesú Krists. Þar kom til varnar nýguðfræðin, sem svo er kölluð. Áhugamál þeirrar andastefnu var að svifta í burt „öllu því moldviðri kreddna og kennisetninga,“ sem áður hafði skygt á meistarann. Hér mætti bæta örlitlu við, Nýguðfræðingar héldu því fram yfirleitt, að Páll postuli hefði að vissu leyti verið óþarfur sönnum kristindómi; hefði blandað óskyldu máli saman við kenningu Jesú. Aftur til Krists! var viðkvæðið hjá þeim. Og nú voru menn í vinstra armi liðsins farnir að kenna það, að Jesús hefði aldrei verið til! Nýfræðingar voru nú knúðir til að verja grundvöllinn og sanna það, að saga guðspjallanna væri áreiðanleg að meginmáli. Og það gjörðu þeir röggsamlega. „Náðu fullum sigri.“ Síðan hefir rannsóknin yfirleitt verið jákvæðari en áður. Þó eru skiftar skoðanir á ýmsu, einkum á Messíasar- tign Jesú, og kenningu hans um sjálfan sig og hlutverk s,tt. Svo hljóðar í örstuttu máli greinargjörð höfundar á þessum efnum. En hvar stendur hann sjálfur? Játning hans er hiklaus: „Ef Jesús er ekki sá, sem hann sagðist vera, þá er engin leið til þess að skilja hann. Og ekki kristnina heldur.“- „Var Jesús aðeins maður eins og vér og vissi fátt um eilífðina og himneska hluti?“ „Eða var hann mönnunum meiri?“ „Við því hafa guðfræðivísindin nú, bæði gömul guð-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.