Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.09.1953, Page 19

Sameiningin - 01.09.1953, Page 19
Sameiningin 65 hugsanirnar ef til vill orðið nokkuð dreifðar; en upphaíið var boð Calvary (Hallgríms) safnaðar í Seattle til kirkju- félagsins að halda kirkjuþing í kirkju hans, og nú vil ég hverfa aftur til Seattle og láta lokahugsunina hvíla þar. Prestshjónin í Seattle, séra Eric Sigmar og kona hans, ásamt söfnuðinum í heild og bæjarfólkinu íslenzka gjörðu alt sem þeim var unt til að gjöra þetta mót unaðslegt og uppbyggilegt. Kirkjuþingsmenn fengu ágæt dvalarheimili í borginni, sömuleiðis ljúffengar máltíðir í samkomusal kirkjunnar. Söngflokkur safnaðarins með fögrum, unaðs- legum söng sínum gaf kirkjuþinginu dásamlegan blæ og lyfti hug og hjarta á hærra svið. Andlega og líkamlega var alt gjört gestunum til ánægju og málefni kirkjunnar til blessunar. Allir þátttakendur voru þakklátir fyrir komuna til Seattle og ánægðir með veruna þar. Þau prestshjónin, séra Eric og kona hans, fengu ársfrí frá safnaðarstarfinu. Þau dvelja nokkra mánuði á íslandi og ferðast víðar um Norðurálfuna. í fjarveru þeirra þjónar séra Octavíus Thorlakson, frá Berkeley, California, móður- bróðir séra Erics, söfnuðinum. Guð blessi söfnuðinn og starfið í Seattle og ferðalag þeirra hjónanna. Guði sé lof fyrir kirkjuþingið hjá Calvary söfnuði í Seattle. Rúnólfur Marteinsson Sáimur 150 Hallelújah. Lofið Guð í helgidómi hans, lofið Guð í himingeimi hans. Lofið hann vegna hárrar tignar hans, lofið hann vegna mikils máttar hans. Lofið hann með lúðurhljómi, lofið hann með symfonsómi. Lofið hann með lofsöngshætti, lofið hann með gígjuslætti. Lofið hann með strengleik stríðum, lofið hann með bumbum þýðum. Lofi Guð allt sem andann dregur, lofi Guð allt sem tilvist hefur. Hallelújah. Ásgeir Magnússon

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.