Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.09.1953, Page 25

Sameiningin - 01.09.1953, Page 25
Sameiningin 71 legar mannraunir væri samfara þessari töf, en ýmisleg óþægindi hafði hún þó í för með sér, og nokkurn auka- kostnað. Við slík tækifæri má margt læra um mannlegt eðli. Ekki má mikið út af bera fyrir okkur flestum að ekki komi snurða á hugsunarháttinn og málfarið. Þessi kynslóð hefir líklega aðra kosti til að bera fremur en þolinmæði. Allir vilja komast áfram sem hraðast og fyrst. En þegar á áfangastaðinn kemur, hvað tekur þá við? Þegar heim var komið átti hið eiginlega sumarfrí að taka við, en viti menn, það var þegar afstaðið. Starfið kallaði, og ekki tjáir að daufheyrast við kalli þess. Jarðarfarir, skírnir, giftingar, sjúkravitjanir, heimsóknir, fundir, gestir. Alt gott og blessað, en þó ekki hentugt þeim, sem á að efla anda sinn, til að geta hrist fram úr ermi sinni tvær til fimm ræður vikulega í tíu mánuði, auk annara starfa. En hver trúir því annars að prestar eigi yfirleitt nokkurntíma ann- ríkt? Þó það standi í sjálfri „Sameiningunni,“ gildir einu! Tvo sérstaklega góða gesti bar að garði hér í sumar. Annar þeirra, Ólafur Ólafsson, kristniboði, fyrrum 14 ár í Kína, en nú um langt skeið búsettur á íslandi, var á ferð vestanhafs á vegum Gideon biblíufélagsins, og brá sér norður hingað. Hann flutti erindi á Betel, Gimli, og pré- dikaði í Fyrstu lútersku kirkju, og einnig í Dakota byggð- unum. Ólafur kristniboði er postullegur maður að elju og áhuga, og gróði hverjum manni að kynnast honum. Hinn gesturinn, sem mun verða Vestur-íslendingum yfirleitt minnisstæður frá þessu sumri, er séra Einar Stur- laugsson, prófastur frá Patreksfirði, sem nú er nýlega horf- inn af þessum slóðum, eftir tveggja mánaða dvöl hér vestan hafs. Svo sem kunnugt er, var hann gestur Manitobaháskól- ans, og hingað kominn í tilefni af því að taka skyldi til notkunar hið mikla og glæsilega bókasafnshús skólans. Bauð háskólinn honum að vera þar viðstaddur, og sæmdi hann við það tækifæri mjög skrautlegu skjali með þakkarávarpi fyrir blaða og tímaritagjöf hans til stofnunarinnar. Hefir þetta mál verið rækilega rætt í blöðunum. En um hitt hefir verið fremur hljótt, að séra Einar lagði á sig meiri ferðalög til að heimsækja byggðir okkar víðsvegar, en nokkur annar maður á jafn skömmum tíma, og það algjörlega kauplaust. Þetta gerði hann fyrir tilhlutun Þjóðræknisfélags íslend- inga í Vesturheimi, sem að vísu greiddi ferðakostnað hans,

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.