Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1945, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.11.1945, Blaðsíða 5
181 gjört um launin. Nú sem stendur veit eg ekkert, sérðu, annað en að þetta svæði þarf hjálpar við. O.g svo er annað; er hann hátt eða lágt settur í mannfélaginu, þessi leiðandi leik- maður í ykkar hópi? Það er alls ekki lítilvægt atriði. Og er söfnuðurinn vel skipaður til starfa? Fyrir skömmu fékk eg ágætt tilboð um að hverfa til Antiokkíu aftur, með talsverðri launahækkun; og mér er sagt, að safnaðarmönnum í Jesúsalem hafi getist vel að mér þegar eg var þar um daginn. Þú mættir hafa orð á þessu þarna í Makedóníu; það gæti orðið nefndinni til liðs; og svo mættir þú líka hafa það eftir sumum bræðrunum í Júdeu, að ef eg haldi nú áfram eins og byrjað er, þá muni eg bráðum eiga völ á því bezta, sem kirkjan hefir að bjóða. Og það get eg sagt, að eg er mannblendinn með af- brigðum, og að kappræða snið á prédikunum lætur mér sérstaklega vel. Þinn einlægur, Páll” Hvað hefði orðið um kirkju Krists, ef Páll hefði skrifað og starfað í þessum anda? Það er umhugsunarvert. G. G. Séra Fnðrik Hallgrímsson lætur af prestsstörfum Bréf að heiman og blöð frá íslandi herma þá fregn, að séra Friðrik Hallgrímsson dómprófastur í Reykjavík láti af prests og prófasts störfum frá 1. des. næstkomandi að telja. Er hann, sem alkunnugt er, þjóðfcunnur maður og á langan og merkilegan starfsferil að baki sér. Séra Friðrik er fæddur í Reykjavík, 9. júní 1872, for- eldrar hans voru Hallgrímur Sveinsson biskup og kona hans Elina Marie Bolette (f. Fevejle). Hann útskrifaðist úr Reykjavíkurskóla 1891, með 1. einkunn (92. stig), sigldi samsumars til háskólans í Kaupmannahöfn og tók þar próf í heimspeki 9. júní 1892, með ágætiseinkunn, en sérstabt próf í hebresku 23. s. m. með einkunninni “admissus”, próf

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.