Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1945, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.11.1945, Blaðsíða 13
189 Þessa kveðju mína sendi eg ykkur með vini mínum, prófessor Ás-mundi Guðmundssyni. Eg gleðst af því, að hann hefir verið til þess kjörinn að flytja ykkur kveðjur móður- kirkjunnar hér á íslandi; því að bæði þekki eg af all-langri og ljúfri samvinnu við hann áhuga hans fyrir eflingu kristindómsins og kristilegrar menningar hjá okkar þjóð, og eins þann hlýja hug sem hann ber til ykkar. Kona mín og börnin senda ykkur ásamt mér hjartan- legustu kveðjur sínar og árnaðaróskir. Guð blessi Kirkju- félagið og efli það til blessunarríks starfs öllum Vestur- íslendingum til heilla. Guð blessi ykkur öll og alla Vestur- íslendinga. Ykkar einlægur vinur og bróðir Friðrik Hallgrímsson. Kveðja frá séra Jakob Jónsynni Lesin af Próf. Á. Guðmundssyni. Reykjavík, 18. júní, 1945. Með þökk fyrir samverustundirnar á júbilþinginu fyrir tíu árum, er eg naut gestrisni Kirkjufélagsins, og minnugur þeirrar velvildar og trausts, sem Immanúelssöfnuður í Wynyard bar til mín, er eg um skeið hafði prestsþjónustu hjá honum ásamt Sambandssöfnuðunum, sendi eg kirkju- þingi hins evangelisk lúterska kirkjufélags, heillaóskir mín- ar og bið því blessunar Guðs. Jakob Jónsson. Kveðja Flutt Hinu Evangelisk Lúterska Kirkjufélagi fyrir hönd Hins Sameinaða Kirkjufélags, af séra Philip M. Péturssyni, föstudagskvöldið, 22. júní, 1945. Lesin af séra Philip M. Péturssyni. Mér hefir verið falið það hlutverk af kirkjufélagsnefnd- inni, sem eg tilheyri, Iiins Sameinaða Kirkjufélags íslend- inga í Norður Ameríku, að bera þessu kirkjufélagi, Hinu Evangelisk Lúterska Kirkjufélagi íslendinga í Vesturheimi,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.