Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1945, Blaðsíða 27

Sameiningin - 01.11.1945, Blaðsíða 27
203 verið myndaður af tillögum meðlima og *vina safnaðarins, og mun sjóður þessi vera eitthvað kominn á þriðja þúsund dollara. Samskot við messur og sérstakar athafnir á árinu hafa numið $880.57, en tekjur safnaðarins alls 2,498.72 í almennan sjóð. Tillög til utansafnaðarstarfs (trúboð, líknar- starf, o. s. frv.) að upphæð $173.85 hefir söfnuðurinn safnað og sent í almennan “Benevolence” sjóð kirkjuheildarinnar. Aðsókn að messum er að jafnaði um 100 manns. Sunnu- dagsskólinn telur 92 skrásetta nemendur, en meðaltal skóla- só<knar 82 nemendur. Kvenfélagið telur 52 meðlimi, og ung- mennafélag safnaðarins hefir 25 ungmenni á meðlimaskrá sinni. Á stríðsárunum hefir fjöldi fólks streymt inn í hina miklu hafnar- 'og iðnaðarborg á Kyrrahafsströndinni, og sezt að í Seattle og umhverfi. Þar með er hópur af fólki, sem áður var starfandi í söfnuðum Kirkjufélagsins í Nbrður- Dakota og annarsstaðar. Hefir þetta fólk að jafnaði leitað kirkjuheimilis hjá Hallgrímssöfnuði. Einnig hefir söfnuð- urinn tekið inn nokkra meðlimi, sem ekki eru af íslenzku ætterni, en hafa fundið sig heima hjá okkar safnaðarfólki. Hefir þetta sennilega greitt fyrir vexti safnaðarins; en hitt ier þó engu síður víst, að án áhuga og ötuls starfs af hálfu prests og safnaðarfólks er ekki um framför að ræða í safnaðarlífi. Naumast munu séra Harald S. Sigmar eða Hallgrímssöfnuður vera taldir sekir að því að hafa legið á liði sínu. Blaine, Washington. Ummæli nefndarinnar í ársskýrslunni í fyrra um Blaine söfnuð og prest safnaðarins, séra Guðmund P. Johnson, gildir nú í dag nákvæmlega eins og þá. Trú- boðsnefndin hefir fundið til þess hversu erfiðum starfs- kjörum séra Guðmundur hefir rnátt mæta, og það án mögl- unar, þar sem starfslaunin eru ekki nægileg til lífsviður- væris. Hefir hann því haldið áfram að sinna handiðnaðar- starfi meðfram prestsþjónustunni. Frá þeim tilraunum, sem~ Trúboðsnefndin hefir gjört til að hagnýta sér betur starfs- krafta þessa áhugasama prests, verður meira sagt síðar og undir öðrum lið í þessari skýrslu. Point Roberts, Washington. Rev. J. S. Neff, enskumælandi prestur frá Vancouver, þjónaði um tíma Þrenningarsöfnuði í Point Roberts, og hlaut

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.