Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1945, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.11.1945, Blaðsíða 10
186 félagsins lagði fram ferðakostnaðinn. Eg er henni þakklátur fyrir það góða verk og söfnuðinum í Vancouver þótti mjög vænt um þessa velvild, sem féll þeim í skaut. Það er fallegt að leggja rækt við lítið blóm. Söfnuður- inn er ungur og smár í örðugum verkahring. Svo kom dagurinn, sunnudagurinn, 9. sept. guðdómlega fagur sólskinsdagur frá byrjun til enda. Guðsþjónustan hófst kl. 7 að kvöldinu og fór fram í dönsku kirkjunni í Vancouver. Mr. L. H. Thorlaksson var söngflokksstjóri, Mrs. H. N. Sumar- lidason organisti. Fólkið fylti kirkjuna. Fimm prestar voru þar viðstaddir: Dr. Haraldur Sigmar, séra Rúnólfur Mar- teinsson, séra H. S. Sigmar, séra Guðmundur P. Johnson, og séra T. A. Hartig. Að guðsþjónustunni lokinni komu menn saman í neðri sal kirkjunnar. Kvenfélag safnaðarins bauð öllum ágætar góðgjörðir. Menn skemtu sér við samtal og kyntust nýju prestshjónunum, séra Haraldi og frú Margréti Sigmar, ásamt börnum þeirra. Loftið var þrungið af ánægju og vinsemd. Guð blessi mikillega þetta nauðsynlega, dýrmæta starf. Rúnólfur Marteinsson. Séra Sigurður Olafsson Eg tek það fram, að ritstjóri “Sameiningarinnar” hefir ekki beðið mig að skrifa þetta; en eg veit að margir hafa frétt um veikindi séra Sigurðar og að þá fýsir að fá fréttir af honum. Hann kom heim veikur af ferð sinni til Saskatche- wan í sumar, var fáeina daga heima, en fór svo á Almenna sjúkrahúsið í Winnipeg. Þar var hann 7 vikur. Var þar gjörður uppskurður á honum og hepnaðist hann vel. Hann kom heim um miðjan október, er á góðum batavegi, og er nú í þann veginn að taka aftur við starfi sínu í söfnuðinum. Endurfengin heilsa hans er öllum, sem honum eru kunn- ugir, mikið fagnaðarefni. Við biðjum Guð að gefa honum góða heilsu og vellíðan í hvívetna. Rúnólfur Marteinsson.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.