Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1945, Blaðsíða 18

Sameiningin - 01.11.1945, Blaðsíða 18
194 “Saga er minnug sinna manna. Á sigurspj öldum minninganna hvert nafn er römmum rúnum fest.” Þannig komst Valdimar V. Snævar sálmaskáld að orði í hinum fagra lofsöng sínum í lýðveldis-hátíðarhefti Kirkju- ritsins í fyrra. Skylt er oss einnig að geyma í þakklátum huga minninguna um þá, sem hæst hafa borið merki mann- dóms og menningarerfða vorra á hérlendum vettvangi. Slík ræktarsemi er trúmenska við hið besta í sjálfum oss. En óhögguð standa orð Jóns Magnússonar skálds: “Sú þjóð, sem tignar trúmenskuna í verki, hún tendrar eilíf blys á sinni gröf.” Vér lifum á tímum hinna örlagaríkustu atburða. Aldrei hafa vorar borgaralegu skyldur lagt oss þyngri byrði á herðar; aldrei hafa meiri kröfur verið til vor gerðar sem kistinna manna og kvenna. Mættum vér verða sem drengi- legast við, þeim kvöðum og kröfum samtíðarinnar. Og eg á ekki betri ósk kirkjufélaginu til handa en þá, að það megi enn um langt skeið leggja sem drýgstan og marg- þættastan skerf til hinna íslenzku félagsmála í landi hér og til auðugra menningarlífs þeirra landa, sem vér búum í, Canada og Bandaríkjunum. Ég lýk máli mínu með orðum sálmaskáldsins ódauðlega: Faðir andanna, frelsi landanna, Ijós í lýðanna stríði, send oss þitt frelsi, synda slít helsi, líkna stríðanda lýði. Faðir ljósanna, lífsins rósanna, lýstu landinu kalda. Vertu oss fáum, fátækum, smáum, líkn í lífstríði alda.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.