Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1945, Blaðsíða 34

Sameiningin - 01.11.1945, Blaðsíða 34
210 bornar, fái ekki notið sín meðal áheyrendanna. Líka geta hleypidómar gegn mönnum og málefnum komið hér til greina, og margt fleira. Minnist eg sögu, sem gerðist á ís- landi fyrir allmörgum árum. Prestur flutti stólræðu á sunnudag; tveir af safnaðar- mönnum töluðu um ræðuna í áheyrn prestsins af ásettu ráði, og létu lítið yfir. Lítið lagði prestur til þeirra rnála, en sagði: “Það verður ekki sáð í steininn.” Það er almenn reynsla ræðumanna, að erindi sem flutt 'er fyrir mönnum á einum stað hefir eins mikil áhrif eins og það væri flutt köldum steingervingum; á öðrum stað er það þegið með ljúfleik og heilum huga, þar sem áhrif ræðunnar njóta sín til fulls. Margir hlýddu á orð frelsara vors með mikilli gleði sumir hverjir; aftur kom það fyrir að orð hans bárust að afturluktum eyrum. Saga er til af konu, sem fór í kirkju til að hlusta á fræg- an pródikara í fyrsta sinn; fanst henni mikið til um ræðuna. Næsta sunnudag hlýddi hún aftur á hann, og fanst þá miklu minna til um að hlýða á hann; mintist hún á þetta við prest- inn og innti hann eftir ástæðunni. Svaraði hann á þá leið: “Fyrra sunnudag komst þú af nýungagirni til þess að hlusta á mig sem mann, en í dag komst þú án þess að hafa mig svo mj ög í huga, en þér fanst ekki til um efnið, sem eg flutti; þess vegna fanst þér miklu minna til mín koma í seinna skiftið.” Þar sem heilleiki er á báðar síður, á sér samvinna stað milli þess sem ræðir og þess sem hlýðir á. Sá, sem gengur í guðshús með þeim einlæga ásetningi, að leita sér andlegrar uppbyggingar, mun alls ekki hverfa heim aftur svo búinn, hvað sem annars erindinu líður. Sá, sem gengur með þeim ásetningi í guðshús kemur með mikið, og mikið mun hann fara með heim til sín. Siður var það eitt sinn á íslandi — er vonandi enn, að þegar kirkjufólk lagði upp frá heimili sínu, að flytja stutta bæn. Þessi fagri siður hefir ævarandi gildi, og er hinn bezti undirbúningur til að ganga í guðshús. Það er því tvent sem kemur hér til greina. Sá, sem vill flytja erindi fyrir öðrum, verður að vanda það að efni og frágangi sem bezt má verða á sama hátt verða þeir að búa sig út sem bezt, og með heilhuga ásetningi að hlýða með athygli því sem fram fer; mun þá ávinningur af ferðinni. S. S. C.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.