Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1945, Blaðsíða 19

Sameiningin - 01.11.1945, Blaðsíða 19
195 Skýrsla yfir starf Bandalags Lúterskra Kvenna s. I. ár. Herra forseti og erindrekar: Áður en eg skýri frá starfi Bandalagsins á hinu liðna ári, vil eg færa þessu sextugasta og fyrsta kirkjuþingi Hins Evangelisk Lúterska Kirkjufélagi árnaðar- og blessunar- óskir frá systurfélaginu B.L.K. Við lítum ætíð til baka á öllum merkum tímamótum, og við þetta tækifæri viljum við minnast þeirra sem á fyrstu árunum lögðu grundvöllinn, traustan og guði þókn- anlegan grundvöi! ulndir starf kirkjufélagsins. Á þeim grundvelli hefir, einn mansaldur eftir annan, verið byggt og starfið blessast — og á þessu aldarafmæli Dr. Jóns Bjarna- sonar vildum við líka minnast með lotningu hins ógleyman- lega, andlega leiðtoga sem átti svo drjúgan þátt í að leggja þann grundvöll. Starf Bandalags lút. kvenna hefir á s. 1. ári miðað að því að koma á stofn hinum fyrirhuguðu sumarbúðum Engin kristindómskensla starfrækt í s. 1. 2 ár, vegna þess að ómögulegt var að fá leigðan “Camp”. Árið 1942 var, fyrir ötula frammistöðu séra Egils Fáfnis, staríræktur “Camp” að Rock Lake í Argyle bygð, en því miður fékst ekki það pláss 1943. Ómögulegt var, vegna stríðsins að hefja neina framkvæmd í Árnes, þar sem keyptur hafði verið blettur fyrir “Camp”. Vakti það töluvert mikið um- tal að ekki var hægt að koma þar á neinum framkvæmd- um og almenn óánægja gerði nauðsynlegt að ræða um hvort heppilegra væri að breyta til. I vor kom boð frá manni, Sem bauð tvær ekrur af landi rétt sunnan við Gimli. Þetta þótti mjög lítið pláss og að mörgu leyti alls ekki ákjósanlegt, en forseti kallaði fund með stjórnar- nefnd B.L.K. til að ráðstafa boðinu. Var plássið skoðað, en með því að nefndin sem staðið hafði fyrir kaupum á Árnes landinu, fannst engin bót í að eignast þetta pláss, var ekki gengið til atkvæða, en boðið féll í gegn af sjálfu sér. í fyrstunni þegar farið var að hugsa um land fyrir sumarbúðir, hafði oft verið minst á Húsavík, sem ákjósan-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.