Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1945, Blaðsíða 32

Sameiningin - 01.11.1945, Blaðsíða 32
208 ár þjónað söfnuðinum í Winnipegosis meðfram prestakalli sínu i Þingvallanýlendu. Formaður Trúboðsnefndarinnar, Séra Egill H. Fáfnis, gjörir ráð fyrir að fara í heimsókn til Winnipegosis einhverntíma í næsta mánuði og flytja þar guðsþjónustu einnig. Trúboðsnefndinni var það mikið ánægjuefni að geta samið við ungan og efnilegan prestlærðan mann frá Íslandi um nokkurra mánaða starf á komandi mánuðum. Sonur íslands biskupsins vinsæla og göfuga, cand. theol. Pétur Sigurgeirsson, varði undanförnu ári til áframhaldandi náms við Mt. Airy prestaskólann lúterska í Philadeilphia. Hefir hann nú lokið námi þar og hlotið lærdómsgráðuna “Master of Sacred theology” (S.T.M.). Hefir hann meðfram námi sínu unnið ágætt trúboðsstarf meðal íslendinga í New York borg. Nú hefir hann, sem sagt, tekið að sér starf á vegum Trúboðsnefndarinnar og Kirkjufélagsins á komandi mánuðum. Bjóðum við hann hjartanlega velkominn til okk- ar, og árnum honum blessunar og heilla í starfinu meðal okkar. Vér væntum góðs af viðkynningu og starfi þessa efnilega unga prests. Séra S. Octavius Thorlakson hefir á árinu verið í þjón- ustu hjá Northern California Council of Churches sem framkvæmdarstjóri starfs þess, sem sá stóri félagsskapur kristinna kirkjufélaga í norðurhluta Californiu-ríkis hefir unnið meða-1 hermanna. Er það mjög umfangsmikið starf sem þessi bróðir okkar hefir þar með höndum, og hefir það að sjálfsögðu afar mikla þýðingu fyrir framtíð kirkju og kristindóms á þeim stöðvum. Hefir hann þar yfirumsjón á öllu kristilegu starfi Prótestanta kirkjunnar í þarfir hinna miklu herfylkinga Bandaríkjanna og Bandamanna sem streyma út og inn í gegnum aðlhafnirnar í San Francisco og grend. Samkvæmt skýrslu hefir þetta starf afar víðtæk og djúptæk áhrif til blessunar hinum ungu mönnum, sem kallaðir eru til valstefnu á þessum ægilegu tímamótum stríðs og friðar. fklæddir alvæpni Guðs munu þeir sigurinn hljóta, mannkyninu til blessunar. Vér ár-um séra Octavíusi til blessunar í starfinu góða; og vér hlökkum til þess að fá aftur að njóta hans ágætu starfskrafta innan Kirkju- félagsins á komandi friðarárum. Að lokum, látum við hér með fylgja skýrslu yfir fjár- framlög Board of American Missions til heimatrúboðs kirkjufélagsins á árinu sem endar 30. júní 1945:

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.