Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1945, Blaðsíða 21

Sameiningin - 01.11.1945, Blaðsíða 21
197 Væri eitthvað, sem hægt væri að gera í þá átt mætti snúa sér til forstöðukonu þeirrar nefndar, Mrs. H. G. Hen- rickson. Kvendjáknastarf U.L.C.A. var tekið upp á dagskrá þings- ins í sumar og væntum við að geta vakið áhuga á því máli. Vera má að svarið komi úr þessari átt og öflugt starf megi í framtíðinni vera uppskera Bandalagsins. Við sáum — en Guð gefur uppskeruna. Á þessu demantsafmæli kirkjufélagsins er efst í huga þær hugsjónir, sem feður okkar báru sér í hjarta. Látum okkur af fremsta megni, gera alt sem í okkar valdi stendur til að riðja þessum hugsjónum braut; leggja fram fé eftir megni og sí-vaxandi áhuga og einlægan vilja til fram- 'kvæmda. Elliheimilið Betel er ein slík hugsjón og það er líka sómi íslendinga í þessu landi að þeir sjá fyrir sín.um öldnu sonum og dætrum. Látum okkur nú taka saman höndum og byggja fyrir hina uppvaxandi kynslóð sem bráðum tekur við okkar starfi. Guð gefi sú hugsjón rætist. Virðingarfyllst, Margrét Stephensen. Skýrsla yfir bindindisstarfsemina, gefin af Mrs. A. S. Bardal á þingi Hins Evangelisk Lúterska Kirkjufélags ís- lendinga í Vesturheimi, haldið í Winnipeg 21.—26. júní, 1945. Forseti og kirkjuþings-fulltrúar: Eg legg hér fram mína skýrslu, sem erindreki yðar í Manitoba Temperance Alliance. Það, að eg hefi verið ú-t- nefnd ár eftir ár, sannar, að okkar lúterska kirkjufélag ber bindindi fyrir brjósti, en kristnu bræður og systur, það er ekki nóg að bara kjósa erindreka til að gefa skýrslu á hverju ári um starfið. Það þarf að vera sýnt í verkinu í öllu starfi okkar þinganna á milli, eins og önnur deildar- störf, sem þetta þing tekur upp á sína dagskrá. Það þarf að

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.