Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1945, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.11.1945, Blaðsíða 12
188 Sennilega er ekki hægt að segja það með orðum, hve rnikil blessun hefir af því starfi hlotist, í erfiðleikum í gleði og í sorg. Þú skilar kveðju minni og hamingjuóskum til þeirra allra sem þú hittir á kirkjuþinginu og annarsstaðar. Til barnanna og unga fólksins, sem mér féll svo einkar vel við, ,til þeirra sem fulltíða eru og aldraða fólksins, sem eins og eðlilegt er horfir oftast í anda heim til Islands með heitum tilfinningum. íslendingar vestan hafs eiga mínar innilegustu blessun- aróskir og fyrirbænir. Þinn Pabbi. ðja frá séra Friðrik Hallgrímssynni Lesin af Próf. Á. Guðmundssyni. Reykjavík, 12. júní 1945. Kæru bræður og systur í Hinu Evangeliska Lúterska Kirkjufélagi íslendinga í Vesturheimi. Ljúft hefði mér verið að geta haldið þessa sextíu ára afmælishátíð með y.kkur. En eg er nú farinn að gj örast aldr- aður og hefi ekki sama áræði og þrek til ferðalaga og eg hafði meðan eg var samverkamaður ykkar. En eg hugsa til ykkar á þessari hátíð. Því að hugljúft var mér starfið með ykkur árin mörgu sem eg var hjá ykk- ur, og margar góðar minningar geymi eg frá þeim árum. Eg minnist margra góðra samverkamanna, leikra og lærðra, sem eg var þá í náinni samvinnu við, og reyndust mér aílir sem bræður. Sumir þeirra eru enn starfandi í Kirkjufélaginu, en margir 'eru horfnir ú bópnum. Guð blessi þá alla, lífs og liðna! — Og eg minnist margra ánægjulegra kirkjuþinga og prestafunda, þar sem sameiginlegur áhugi fyrir eflingu guðsríkis hjá þjóðarbrotinu íslenzka vestan hafs sameinaði okkur til samstarfs og treysti vináttuböndin okkar á milli. Oft hugsa eg til ykkar.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.