Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1945, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.11.1945, Blaðsíða 8
184 búin að þynna íslenzka blóðið, svo að þar gæti ekki mikið hins upprtxnalega eðlis, en má vera, að hitt sé ekki víst, að það sé með öllu horfið. Á fyrstu árum Vesturheimsferðanna hugsuðu menn til að stofna íslenzka nýlendu í Alaska, síðar í Nova Scotia. Hin fyrri komst aldrei í framkvæmd, hin síðari hvarf úr sögunni eftir fáein ár. En menn stofnuðu ís- lenzka bygð við strendur Winnipegvatns. Þar var þó að minsta kosti vatn, þó það væri ekki saltur sjór, og þar varð fiskað. Engir aðrir hafa verið betri fiskimenn á Winnipeg- vatni en íslendingar. Að nokkru leyti sami hugurinn flutti íslendinga vestur á strönd. Víst er um það, að fjöldi íslend- inga, sem þangað kom eða flutti, fann, að ströndin minti sig á ísland. Vegalengdin, þegar þangað kom var meiri frá fs- landi, en andlegi skyldleikinn hafði vaxið að stórum mun. Og þeir kunnu vel við sig þar sem öldur Kyrrahafsins brotn- uðu við strönd. Andlegt líf þessara fslendinga var óefað ekkert blóm- legra en í öðrum vestur-íslenzkum bygðum, en ekki var það heldur dautt þar, nema hjá sumum, eins og tilfellið er al- staðar meðal vor. Söfnuðir voru stofnaðir og kirkjur reistar. íslenzk-lúterskar kirkjur eru nú í. Seattle, Blaine og á Point Roberts. Allir eru þessir staðir í Washington-ríki Banda- ríkjanna. Tveir öflugir prestar eru þar nú starfandi: séra Haraldur Sigmar í Seattle og séra Guðmundur P. Johnson í Blaine. Prestur frá Sambands kirkjufélaginu hefir einnig starfað þar vestra mörg ár, séra Albert Kristjánsson. í Vancouver-borg gjörðist kirkjumálasagan þar töluvert seinna. Að vísu var þar fyrir mörgum árum, söfnuður til- heyrandi kirkjufélagi voru. Séra Sigurður Ólafsson þjónaði honum frá Blaine meðan hann var þar prestur. Hann fór austur í bygðir; íslendingar voru fámennir í Vancouver; söfnuður hætti að vera þar til. Nokkru seinna fór séra Kristinn K. Ólafson, sem þá var prestur í Seattle, að flytja þar guðsþjónustur á íslenzku; en ekki varð af safnaðarmynd- un. Einhvern styrk fékk þessi hreyfing frá félagi ungra ís- lenzkra kvenna, sem nefndist Ljómalind. Sumarið 1941 kvaddi trúboðsnefnd kirkjufélags vors, þann sem þessar línur ritar, til þess að fara vestur og kynn- ast ástandinu í því augnamiði, að stofna þar kristilegt starf, ef þess væri nokkur kostur. Eg tók þessari köllun og og trúboðsnefnd United Lutheran Church veitti þriggja mán- aða styrk þann vetur og svo 3 næstu árin. Starf mitt hélt

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.