Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1945, Blaðsíða 29

Sameiningin - 01.11.1945, Blaðsíða 29
205 erindreki safnaðarins í Vancouver. Hafa konurnar starfað vel og skörulega söfnuðinum til heilla. Þær hafa lagt til sálmabækur og miklar peningagjafir til safnaðarins. Gjafir til safnaðarins hafa komið að úr ýmsurn áttum. Board ofAmerican Missions hefir gefið söfnuðinum upplag af enskum sálmabókum -og altarisáhöld. Altarisdúkar hafa komið frá söfnuði í New York ríki. Ekkja Sigfúsar F. Páls- son sál. gaf söfnuðinum bókasafn hans, og hefir það verið af hendi látið fyrir peninga, sem gengið hafa í kirkjubygg- ingarsjóð safnaðarins, sem er nýmyndaður. Aðrar mynd- arlegar gjafir hafa komið frá ýmsum nær og fjær. Gjafir og samskot á jólum námu $265.00. Samskot til trúboðs vors voru $30.00. Aðsókn að messum virðist hafa farið vaxandi. Meðaltal kirkjusóknar á ársfjórðungi fram að september-lokum s. 1. var 62 manns; fyrir ársfjórðunginn fram að 31. des. 83; en fyrir tímabilið á þessu ári fram að 31. maí, 141. Jólamessan var sótt af 275 manns. Meðlimatala safnaðarins hefir hækkað. Fermdir með- limir eru nú 139. Meðlimir sem hafa gengið til altaris síðasta ársfjórðung eru 60. Tuttugu börn voru skírð á árinu. Tuttugu og tvær messur voru fluttar á sama tímabili. Samkvæmt gefnum skýrslum hafa heimsóknir prestsins á árinu numið 168 al'ls. í samanlögðum sjóðum safnaðarins og kvenfélagsins voru $1,200 í byrjun ársins 1945, þar af í byggingarsjóði $733.51. Af fyrirhuguðum prestslaunum hefir söfnuðurinn tekið að sér að greiða einn þriðja part, en Board of American Missions leggur til afganginn. Er gjört ráð fyrir að þessi styrkur fari minkandi um 10% á ári hverju, og að söfn- uðurinn taki að sér afgreiðslu þeirra hlutfalla. Er þannig fyrirhugað, samkvæmt þessari áætlun, að söfnuðurinn verði orðinn fjárhagslega sjálfstæður eftir tíu ár. Vatnabyggðir í Saskatchewan. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir undanfarin ár, hefir Trúboðsnefndinni ekki auðnast að sjá framtíð þessa stóra og fjölmenna prestakalls borgið. En ekki mun nefndinni finnast mál komið að leggja árar í bát. Þvert á móti, gjörir nefndin ráð fyrir áframhaldandi viðleitni til að leggja grund- völl undir varanlegt framtíðarstarf eftir því sem framast er unt.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.