Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1945, Blaðsíða 26

Sameiningin - 01.11.1945, Blaðsíða 26
202 Ársskýrsla trúboðsnefndar 1 945 TrúboSsnefnd Kirkjufélagsins hefir starfað áfram á hinu liðna ári í sama anda og endranær, og sýnt viðleitni í þá átt að sinna þörfum hins víðlenda trúboðsakurs eftir beztu getu. Þörfin er afar mikil, og möguleikarnir til að sinna þörfinni allir fyrir hendi í ríkum mæli, ■— að einu undan- teknu. Bæði áhugi og peningar eru fyrirliggjandi hjá Kirkju- félaginu, Trúboðsnefndinni og Heimatrúboðsnefnd hinnar miklu kirkjuheildar (United Lutheran Church in America) til að fullnægja öllum okkar trúboðsþörfum alt til yztu endimarka hinnar miklu dreifingar íslendinga í Vestur- heimi. Akurinn er hvítur til uppskeru, en starfsmennirnir eru of fáir. Hefðum við a. m. k. sex unga og hæfa presta til að bæta við hóp kennimanna vorra, gæti Trúboðsnefndin gefið ykkur margfalt glæsilegri skýrslur en henni er nú mögulegt. Á þeim svæðum, sem starfrækt hafa verið, hefir árang- urinn orðið mikill og blessunarríkur. Þau héruð, sem ekki hafa getað notið fastrar prestsþj ónustu, hafa tekið með fögnuði á móti þeirn prestum, sem nefndin hefir sent til þeirra með fagnaðarerindið. Nefndin leyfir sér nú að leggja fyrir kirkjuþing greinar- gjörð af ráðsmensku sinni, starfi og trúboðsviðhorfi á hinum ýmsu héruðum sem tilheyra hennar verkahring. Seattle, Washington. Ágætt samstarf prests og safnaðar hefir ummyndað Hallgrímssöfnuð (Calvary Lutheran Church) 1 Seattle. Síðan séra Haraldur S. Sigmar hóf þar starf fyrir tveimur árum, hefir tala safnaðarmeðlima farið vaxandi, og teljast alls í lok apríl mánaðar s. 1. 248, en af þeirri tölu eru 175 fermdir meðlimir, og af þeim hafa 106 gengið til altaris á árinu. Söfnuðurinn greiddi s. 1. ár, helming af launum prestsins, en Board of American Missions hinn helminginn. Á yfir- standandi ári greiðir söfnuðurinn tvo þriðju af prests- launum, en B.A.M. einn þriðjung. Einnig hefir söfnuðurinn tekið að sér að borga leiguna á prestshúsinu. Til að byggja prestshús, sem skuli vera eign safnaðarins, hefir sjóður

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.