Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1945, Blaðsíða 30

Sameiningin - 01.11.1945, Blaðsíða 30
206 Tilraun var gjörð, sem reyndist árangurslaus, að fá séra S. Oct. Thorlakson til að taka að sér aukið heimatrú- boðsstarf á prestlausum svæðum kirkjufélagsins, og skyldi hann verja alt af hálfu hverju ári í Saskatchewan. Var hinn góði bróðir fús til þess, en Board of American Missions var búið að ráðstafa framtíð hans á annan hátt. Síðar var tilraun gerð til að fá Board of American Missions til að kalla séra Guðmund P. Johnson til um- ferðaprestsstarfs, og skyldi hann hafa aðsetur í Wynyard, starfa þar í Vatnabygðum part af tímanum en heimsækja einnig aðrar bygðir og prestslaus svæði. En B. A. M. dauf- heyrðist við þeirri beiðni. Gáfu þeir sem sinn úrskurð, að ef um köllun væri að ræða yrði hún að koma frá hlut- aðeigandi söfnuðum. En, eins og sakir standa, eru söfnuð- irnir í Saskatchewan iekki á því þroskaskeiði staddir að um prestsköllun af hálfu safnaðanna sé að ræða. Trúboðsnefndin hefir nú farið þess á leit við séra Sig- urð Ó-lafsson, að ihann taki sér sex vikna starf á yfirstand- andi sumri í Vatnabygðum. Skuli hann á því tímabili gjöra sitt ítrasta til að endurreisa starfið og glæða safnaðarlífið eftir beztu getu. Hefir hann gefið kost á sér til þessa starfs, og mun innan skamms tíma fara til Vatnabygða í þeim erindum. Board of American Missions hefir lofað allri mögulegri samvinnu og fjárhagslegum styrk til þessa fyrir- tækis. í ljósi þeirrar skýrslu sem séra Sigurður mun vænt- anlega að loknu starfi vestra gefa nefndinni, verða þær ráðstafanir gjörðar er nefndin telur heppilegastar. Gimli prestakall. Eins og skýrt var frá í fyrra, réðist Gimli prestakall í það að byggja prestshús. Til að standa straum af hinum mikla kostnaði sem þessi ákvörðun hafði í för með sér, var fengið lán sem nemur $2,500 frá Church Extension deild- inni af Board of American Missions. Samkvæmt skilmálum, átti lán þetta að endurborgast með ársfjórðungslegum af- borgunum og vera fullgreitt á tíu árum. Prestakallið hefir gengið vel fram í þessu máli, og stendur í beztu skilum við lánadrottna sína. Húsið sem smíðað var er hið myndar-leg- asta. Sama lýsingarorð gildir um safnaðarfólkið á Girnli. Það lét sér ekki nægja það eitt að leggja presti sínum til nýtt hús, heldur heimsóttu sóknarbörnin prestshjónin einn góðan veðurdag og skildu eftir vandaða nýtízku húsmuni

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.