Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1943, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.11.1943, Blaðsíða 15
109 dvöldu þau þangað til þau fundu nýtt heimili fyrir sig í grendinni. Tókst það betur en áhorfðist, því nú er erfitt að fá leigð hús nokkursstaðar í Seattle. Heimilið var í einu af fjölbýlishúsunum þar. Það var lítið heimili en snoturt, á fögrum stað, í námunda við kirkju Hallgríms- safnaðar, sem ávalt er kölluð Calvary Church. Fyrsta morguninn fórum við Harald til viðtals við þau Kolbein og Önnu Thordarson. Erum við Anna bræðra- börn og þektumst nokkuð fyrir mörgum árum, en í seinni tíð hefir fundum ekki oft borið saman. Var þar líka ágætt að koma, bæði þá og oftar, og naut eg mikillrar og marg- víslegrar greiðasemi og góðvildar af þeirra hálfu meðan eg dvaldi vestra. En þar komumst við feðgarnir að því, þennan morgun eftir viðtal við þau hjón og við forseta safnaðarins, Mr. Karl Frederick, og aðra, að það hafði verið nokkur misskilningur, er okkur hafði skilist, að öll hátíðar- guðsþjónustan, þá er sonur minn yrði settur í embættið skyldi fram fara á íslenzku máli. Var nú í flýti afráðið að guðsþjónustan skyldi fram fara á ensku, en innsetningar athöfnin aftur á móti á íslenzku. Sá eg þá þegar “mína sæng útbreidda”, fram að helginni. Nú varð eg að taka til óspiltra mála að framleiða enska prédikun, í stað þeirrar er eg hafði búist við að flytja á íslenzku Komst eg nú inn í skrifstofu tengdabróður míns og settist við skriftir. Þar hafði eg þó ekki mjög lengi setið þegar einn vina minna frá Norður Dakota bar að garði. Var það Tryggvi Anderson. Kom hann í bíl sínum og vildi keyra okkur á heimili sitt og til annara kunningja og vina, svo að tækifæri gæfist nú þegar að heilsast. Við fórum þá fyrst á sjúkrahús í Ballard, og heils- uðum þar Sigurlaugu Anderson, ekkju Halldórs sál. Ander- son frá Hensel. Hún var þar þá sjúklingur. Rakst eg þar á gamlann kunningja og góðan, Dr. Jón Arnason. Þar er hann læknir og víst mjög önnum kafinn. Var það mér mikil ánægja að hitta hann. Svo var þá farið heim til Tryggva, og var mér tekið eins og bróður. Kom mér það ekki á óvart því oft hefi eg notið gestrisni og góðgirni á heimili þeirra. Það væri gaman að halda þannig áfram með söguna, og segja ekki bara frá aðalatriðunum, heldur frá sem allra flestum viðburðum, einkum þeim, sem snerta gestrisni og góðsemi fjölda fólks, í minn garð. Átti eg ásamt með syni mínum og tengdadóttur fjölda margar greiða- og gleði- stundir, bæði á. heimilum fólks, sem áður hafði átt heima í

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.