Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.03.1930, Qupperneq 26

Sameiningin - 01.03.1930, Qupperneq 26
88 ekki né æðrastu, þó faættur og erfiöleikar standi þér í vegi, því ef áræði, vit og orka faaldast í hendur, þá muntu sigur vinna. Allar skýja borgir æsku þinnar munu naumast rætast, — en ég veit, að þaö eru eiginleikar allrar orku, aö skapa sér lífsmyndirnar bjartar, fagrar og fullkomnar, og þó þær, í flestum tilfellum, rætist ekki bókstaflega, þá göfga þær og styrkja, og eiga þátt í framtíðar þroskun anda þíns og athafna.” Svo eru smástörfin, sem öll börn ættu aS hafa. — En vinn þú meö þeim. Hældu 'barninu fyrir gott verk, segöu iþví sögu á meðan verkið er unnið, svo aö það gleymi því aö þaö var því ógeðfelt, kepptu viö hann og gerðu vinnuna að leik. Samvinna og keppni með börnunum ávinna meira en harðar skipanir, þó stundum þurfi á þeim að halda. Taktu fáeinar mínútur til að lesa fyrir smábörnin — eöa með þeim stærri, og ræddu svo söguna. Ef bókin vekur eftir- tekt og er með gott eftirdæmi, þá lestu hana aftur og aftur, svo a5 þú getir lifaö með börnunum, hetjurnar í bókinni. Ein bók sem ég elska og börnin mín líka er “Pollyanna — The Glad Story.” — Eg hef leikið þá bók — eða “The Glad Game” með skólabörnunum mínum ár eftir ár, og svo núna með börnunum mínum. Að leiðbeina börnunum í lestri er nauösynlegt. Nú er ég orðin býsna langorð og ætla nú að komast að síð- asta hluta máls míns í þessum hugleiðingum. Eg ætla að vikja mér að því sem ég byrjaði á — að konan ætti heima allstaðar -—• eða það, að hún ætti að vera ,‘heima” í öllum málum, sem á einhvern hátt getur bætt hennar kjör, líkamlega, andlega og siðferðislega, að vera í einhverjum góðum félagsskap, hafa áfauga á því, og hvað lítið eða mikið hún getur gert, að láta það koma í ljós. Halt þú þér ekki til baka því ef þarf hvað eftir annað að draga út áhrifin, þá dofnar sá litli neisti af ánægju og samvinnugleði, og þú verður ein, leiði- gjörn og álítur þig minsta af öllum. Statt þú upp og gef þú þitt álit á hlutunum. Það má engin halda að forsetinn, vara forsetinn, skrifarinn eða einhver önnur embættiskona sé bezti leiðtoginn, eða áhrifamesti meðlimurinn í félagsskapnum. Sá er leiðtogi og áhrifa- mikill, sem sér þörfina og setur sjálfa sig til að vinna að því með lífi og sál. Fljótt munu fleiri fylgjast með. Jane Adams sá eymd mannkynsins; Mary Lyon sá ófullkomleik þjónustustúlkunnar; Julia Lathrop sá vanræktan ungdóm og Susan B. Anthony auglýsti fyrir heiminum pólitízkt áhrifaleysi konunnar. Hver þessara leið- toga gleymdi sérhlífni og erfiðleikunum framundan. Góður leiðtogi er fyrirrennari almennings fareyfingar. Góður leiðtogi er ekki sú, sem skipar öðrum með mörgum orðum, heldur sú, sem vinnur sjálf — hefir aðhylli systra sinna, er einlæg, trúir á sjálfa sig jafnhliða og hún trúir á aðra, og trúir á það, sem hún er að koma í verk. Góður leiðtogi verður að elska mannkynið, og geta sett sig i annara kring- umstæður, og skilja annara skoðanir, — dæma ekki aðra með útá- setningar-blæ, en treysta þeim, og með hlýju viðmóti ná sem ílestum

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.