Sameiningin - 01.02.1932, Síða 19
49
hann er kend, syngur enn í anda Lúters: “Þitt orÖ er, GuÖ, vort
erfðafé, þann arf vér beztan fengum.”
Siðabótin, kend viÖ Lúter, varÖ sálarheill heimsins. í þeirri
hreyfing skipaÖi orÖ Guðs öndvegið. Einnig kaþólsk kirkja varð
aðnjótandi þeirrar blessunar.
Ekki telur lútersk kirkja ritninguna kenslubók í veraldlegum
vísindum. En hún kennir þau vísindi, hvernig menn eigi að lifa
og deyja svo vel sé. Og þau vísindin eru nú líklega þýðingarmest
fyrir mannkynið.—Lútersk kirkja er því andlegt líf fremur en
fræðakerfi. Hún æskir eftir jafnvægi í andlegum þroska læri-
sveinsins, vits, tilfinninga og vilja. Hjún leggur áherzlu bæði á
trú og verk. Hvorugt er henni olnbogabarn. — Vitanlega er andi
kirkjunnar og kenning ávalt helgari og hærri en framkvæmd og
líf, er til safnaða og einstaklinga kemur. Þannig er trúin meiri en
trúarjátningin. Játning siðabótarkirkjunnar er stutt og einföld,
grundvölluð á anda Guðs orðs. Það orð er hæstiréttur lúterskrar
kirkju. Kristur er úrskurðarvaldið. Hann er lærifaðirinn og leið-
toginn. Réttlæting af trú er einkum í því fólgin, að maðurinn
verði ný skepna fyrir lifandi trúareining við Jesúm Krist. Trúin
er tréð. Verkin ávöxtur þess.—
Lútersk kirkja dregur sig ekki á tálar með því að gera lítið
úr syndinni, en hún gerir meira úr náð Guðs föður og frelsi Guðs
barna í Kristi. Hann er æðstipresturinn, en allur söfnuðurinn á
að vera heilagt prestafélag. Frelsarinn og frelsinginn vinir, bræð-
ur og samarfar. Orðið er Guðs orð, kirkjan frá Guði og maður-
inn samverkamaður Guðs. Á þenna hátt er kenning og játning
þessarar kirkju.
En játning kirkju vorrar verður aldrei lögmál. Verði eitthvað
lög eða lögmál, hættir það að vera játning.
Siðabótin var andlegt frelsi. En bún var meira. Hún bar í
skauti sínu fræ frjálsrar mentunar og alþýðu uppfræðingar. Frá
lútersku kirkjunni stafa skólarnir, eins og vér þekkjum þá. I
gegnum aldirnar hefir hún verið kirkja skólanna. Hún hlúir að
viti og þekking, en tilbiður hvorugt. Hún eltir ekki hverja nýjung.
Hún kýs fremur kirkjur sinar fyltar af Guðs anda en kenningar-
þyt manna. Hún vill sýna fortíð og framtíð trúmensku, en við-
fangsefni samtíðarinnar telur hún sér skyldust og snýr sér hiklaust
að úrlausn þeirra, í ótta Drottins og án manngreinarálits. Ófús
er hún að gera samfélag við tízku aldarfarsins né syndir. Hún
varð til í baráttu við villu og yfirsjónir voldugra manna. Þó
gerir hún enga uppreisn né boðar mönnum bylting. en fer enga
krókavegu með erindi sitt. Dygg Drotni, dygg sannleika hans,