Sameiningin - 01.02.1932, Síða 21
5i
Á víð og dreif
“PEGURSTA BÓKIN”
Rithöfundurinn franski, Ernest Renan, var ekki mjög fast-
heldinn við fornar kirkjukenningar, eins og kunnugt er. En hann
var nákunnugur ritningunni á sína vísu og ritaði mikið um biblíuleg
efni. Enginn getur því ætlað honum þa8, að hann hefði farið að
hæla bibliuritum út í loftið af uppgjörðar-fjálgleik eða gömlum
vana. Renan bar Rúkasar guðspjalli þann vitnisburð, að það væri
fegursta bókin, sem rituð hefði verið nokkurn tíma. Önnur eins
orð frá slíkum manni eru sannarlega þess verð að kristnir menn
veiti þeim eftirtekt. Lúkasar guðspjall er fögur bók, og það er
erfitt að hugsa sér aðra fegurri. Ekki af því, að þar sé svo glæsi-
legt málskrúð eða glitfagrar lýsingar eða nokkuð þess háttar,
heldur vegna þess sannleika, sem hún flytur. Aldrei hefir fegurra
efni veriö sett franr á látlausara, hjartnæmara máli, heldur en í
guðspjalli Lúkasar. Ekki skal reynt hér að færa sönnur á þau
ummæli með rökum eða tilvitnunum. Bezta röksemdin er að lesa
bókina. Væri ekki reynandi fyrir kristna foreldra, að fara yfir
Lúkasar guðspjall með börnunum sínuni núna á föstunni; dá-
litinn kafla á hverju kvöldi, og eiga svo ofurlítið samtal um þaö
á eftir, hvað hafi verið sérstaklega fagurt í þessum kafla, sem
lesinn var? Það þarf ekki miklar gáfur til að gjöra þetta svo að
vel fari, og ekki víðtæka þekkingu á bókmentum eða guðfræði.
En sé það gjört af einlægunr hug, þá munu bæði foreldrarnir og
börnin hljóta ósegjanlega mikla Idessun af lestrinum. Samein-
ingin leyfir sér að leggja til, að þetta sé gjört á heimilum kirkju-
félagsmanna nú í föstutíðinni.
NtU PUNKTAR ROOSEVELTS
Flestir lesendur Sameiningarinnar kannast við “fjórtán
punkta” Wilsons Bandaríkja forseta, sem urðu heimsfrægir á
síðasta ári stríösins mikla. Efnið í þeim, eins og kunnugt er, voru
hugmyndir forsetans um meginskilyrðin fyrir tryggum heimsfriði.
Hér eru “níu punktar,” sem annar Bandaríkja forseti, Theo-
dore Roosevelt, lét út gefna frá sinni hendi. Efnið er skoðun þess
ágæta manns á öðru máli, sem er engu síður mikilvægt en friðar-
málið—það er að segja, kirkjustarfi og kirkjusókn. Roosevelt
var sjálfur starfandi kirkjumaður, og var ófeiminn að láta í ljósi