Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.02.1932, Page 22

Sameiningin - 01.02.1932, Page 22
52 skoðanir sínar á þeim efnum. “Níu punktar” hans eru á þessa leið: 1. Það hefir alt af orðið reyndin í heimi þessum, að sérhver mannhópur, sem yfirgaf og spottaöi og lét sig engu skifta trúar- þarfir sínar, var um leið mannhópur, sem fæðist óðum niður á við. 2. Kirkjusókn og kirkjustarf venja menn á að muna eftir ábyrgð sinni gagnvart öðrum mönnum. 3. Vér höfum flestir nóga hvíldardaga. Sabbatsdagar eru frábrugðnir öðrum hátíðum í því, að þeir koma fimtíu og tvisvar á ári. Förum því til kirkju á hverjum sabbatsdegi. 4. Já, eg þekki allar viðbárurnar. Eg veit að menn geta dýrkað skaparann í skógarlundi, eða hjá rennandi vatnslæk, eða heima hjá sér, alveg eins og í kirkjunni. En eg veit líka að þeir gjöra það ekki, nema þá sárfáir. 5. Verið getur, að sá, sem sækir messu, heyri ekki “góða ræðu” í kirkjunni. En hann heyrir ræðu eftir góðan mann, sem hefir verið að leitast við alla vikuna, með sinni góðu frú, að gjöra hörð lífskjör dálítið bærilegri. 6. Sá, sem fer til kirkju, heyrir lesna og les kannske sjálfur gullvæga kafla úr ritningunni. Og ef hann er ekki kunnugur ritn- ingunni, þá hefir hann farið mikils á mis. 7. Hann tekur þátt í söngnum og syngur ágæta sálma. 8. Hann mætir góðum, friðsömum nábúum, heilsar þeim, talar við þá—kynnist þeim ofurlítið betur. Hann fer heim með ofurlítið meiri kærleik í hjarta sínu til allra manna, jafnvel til ung- gæðinganna heimsku og háðgjörnu, sem halda að kirkjugangan sé tepruskapur. 9. Eg mæli með því, að menn taki þátt í kirkjustarfinu, svo að þeir geti sýnt trú sína af verkum sínum. FYRIRBÆNIR PÁLS FYRIR SÖFNUÐUNUM Heiðingjapostulinn mikli getur þess í bréfum sínum víða, að liann sé vanur að biðja fyrir fólkinu í söfnuðunum, sem hann hafði stofnað. Og má þá ganga að því vísu, að hann hafi beðið fyrir kristnum safnaðarlýð yfirleitt, fyrir gjörvallri kirkju Krists á jörðunni. Bréfin ge)ana nokkur sýnishorn af bænum þessum. Þær eru mjög andrikar eins og að líkindum ræður; sýna trúar- reynslu Páls og djúpan skilning hans á kristnu trúarlífi. Fjalla um unað og frið kristinnar trúar, um kærleikskraft Guðs í krist- inni sál, um miskunn og dýrð frelsarans, um friðinn í Guði, um trúarsigurinn. Þær eru lærdómsríkar fyrir kristna menn; sýna

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.