Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.02.1932, Qupperneq 27

Sameiningin - 01.02.1932, Qupperneq 27
57 Jesús hafði enn ekki læknað manninn af líkamlegum kvilla hans. Hughreystingin var í því fólgin, að syndir hans voru fyrir- gefnar. Þetta er fyrsta sporið til sælu og blessunar. “Sæll er sá, er afhrotin eru fyrirgefin synd hans hulin. “Sæll er sá maður, er Drottin tilreiknar eigi misgjörS, sá er eigi geymir svik í anda.” Vér höfum ekkert að óttast hvað sem á gengur þegar þessu stigi er náð og því haldið. Eitt sinn voru lærisveinar Krists stadd- ir á vatni í ofviðri. Bátnum lá við að sökkva. Lærisveinarnir voru fullir af angist og ótta er þeir heyrðu rödd er sagði: “Verið hughraustir, það er eg.” Andstreymi og örðugleikar lifsins virðast einatt ætla að tor- tíma öllu. Vér reynumst vannaáttugir og einstæöir. Hiversu hug- hreystandi að heyra þá aftur og aftur þessa rödd. Verið óhræddir, eg er me'S yður. Vitnar ekki Guðs andi með vorum anda að við erum Guðs börn? Jú, og sannfærir oss, með Guðs orði um nálægð frelsarans, sem talar til vor lífsins orð. Það er mestum sársauka veldur er burtköllun ástvina og ann- ara náunga. Lærisveinarnir höfðu lært að elska frelsarann, þó þeir ekki þektu til fulls hver hann var. Skilnaðarstundin var kom- in. Jesús er að skýra fyrir þeim burtförina og segir meðal annars: Verið hughraustir, eg hefi sigrað heiminn. 1 þessum orðum Drott- ins felst svo mikið að eg treysti mér ekki til að útskýra það eins og eg vildi. En þetta er ei.ns og áherzlusetning í niðurlagi samtalsins í 13-16 kap. Jóhannesar guðspjalls. Hann talaði um sigur sinn yfir syndinni og dauðanum. Llann talaði um hið eilífa líf, er þeirra bíður er á hann trúa, og heimilið, sem þeir eiga í vændum. Hvað höfum vér að óttast? Er ekki þetta hið sama sem Davíð sá, þegar sonur hans hafði dáið ? Meðan barnið var veikt syrgði hann, fastaði og bað. Þegar barnið var dáið, hratt Davíð frá sér sorgar þunganum, klæddist og mataðist. Er hann var spurður að ástæð- unni fyrir breytni hans, svaraði Davíð: Eg fer til þess, en það kemur eigi aftur til mín. í gegnum alt og alt er þetta aðal huggunin: “Og þegar eg er farinn burt og hefi búið yður stað, kem eg aftur og mun taka yður til mín til þess að þér séuð og þar sem eg er.” Lífið er aðeins að byrja. Seattle, Wash. Jóliann friðriksson.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.