Fréttablaðið - 04.03.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.03.2011, Blaðsíða 2
4. mars 2011 FÖSTUDAGUR2 LÖGREGLUMÁL Konurnar átta sem ásaka Gunnar Þorsteinsson, for- stöðumann Krossins, um kyn- ferðislega áreitni hafa nú gefið sig fram ti l lögreglu. Skýrslutökum er að ljúka og mun Gunnar væntan lega verða kallaður í skýrslutöku í kjölfarið. Ásta Knúts- dóttir, talskona kvennanna, segir málin hafa endað á borði yfir- valda vegna þess að þolinmæði kvennanna hafi runnið út. „Við höfum árangurslaust reynt að ná áheyrn stjórnar Krossins og innanríkisráðherra gat ekki gefið okkur ráð. Það bólar ekkert á fagráðinu hjá Krossinum og Gunn- ar vill ekki gangast við neinum brotum, þannig að við ákváðum að láta reyna á þetta,“ segir Ásta. „Við erum að vonast til þess að [Gunnar] verði í það minnsta kall- aður fyrir. Svo á eftir að koma í ljós hvort öll málin séu fyrnd.“ Ásta segir konurnar afar glað- ar með að stíga þetta skref. Það sé ákveðin goðsögn útbreidd í sam- félaginu um að ef brot hafi átt sér stað fyrir mörgum árum sé ekki hægt að tilkynna þau til lögreglu. „Við erum mjög glaðar yfir móttökum lögreglunnar,“ segir hún. „Nafn Gunnars er þá í það minnsta komið á skrá þannig að ef fleiri konur tilkynna hann til lögreglu mun nafn hans vera þar.“ Gunnar kvaðst ekki hafa heyrt af tilkynningu kvennaanna til lögreglu þegar Fréttablaðið hafði samband við hann. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið. - sv Ásgeir, bakaðir þú keppinaut- ana? „Já, þeir fengu að kenna á mínu eigin bragði.“ Ásgeir Sandholt rekur Bakarí Sandholt. Hann fór nýlega með sigur af hólmi í alþjóðlegri súkkulaðikeppni í Kaup- mannahöfn. BANDARÍKIN, AP Bandaríkjaher hefur nú birt 22 nýjar ákærur á hendur Bradley Manning, her- manninum sem grunaður er um að hafa lekið þús- undum skjala til Wikileaks. Meðal annars er Manning sak- aður um að hafa veitt óvinum Bandaríkjanna aðstoð, og fer herinn fram á lífs- tíðarfangelsi en ekki dauðarefs- ingu, þótt við þessu broti geti legið dauðarefsing. Yfirmenn hersins hafa ekki úti- lokað að fleiri geti verið ákærðir í tengslum við málið. - gb Ákærur Bandaríkjahers birtar: Sakaður um að aðstoða óvini BRADLEY MANNING VIÐSKIPTI Afkoma Íslandsbanka var jákvæð um 29,4 milljarða króna á árinu 2010, borið saman við 24 milljarða árið á undan. Áætlaðar skatt- greiðslur bank- ans nema 8,1 milljarði fyrir árið. „Þetta upp- gjör endur- speglar vel að Íslandsbanki er á góðri leið með að koma grunnrekstri sínum í eðlilegan farveg,“ segir Birna Einarsdóttir bankastjóri í yfir- lýsingu frá bankanum. Eiginfjárhlutfall bankans var 26,6 prósent í lok árins sem er nokkuð yfir 16 prósenta lágmarki FME. Arðsemi eigin fjár var 28,5 prósent árið 2010 en 30 prósent árið áður. Enginn arður verður greiddur til eigenda. - mþl Ársreikningur Íslandsbanka: 29,4 milljarða hagnaður 2010 ÍSLANDSBANKI ATVINNUMÁL „Þetta heitir tíma- bundin rekstrarstöðvun og er mjög þekkt í fiskinum,“ segir Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Heilsustofnunar Náttúrulækninga- félagsins, um uppsagnir 38 starfs- manna stofnunarinnar. Heilsustofnun NLFÍ í Hvera- gerði verður í sparnaðarskyni lokað í níu vikur í sumar og sumar- hótel rekið í staðinn. Af 115 starfs- mönnum hefur 38 verið sagt upp en þeir eiga að snúa aftur þegar heilsuhælið verður opnað að nýju. Flestir starfsmennirnir eiga sex vikna sumarfrí og taka það á meðan lokunin varir. Ólafur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri HNLFÍ, kveðst hafa rætt við Vinnumálstofnun um tímabundna rekstrarstöðvun heilsuhælisins og fengið staðfest að fólk ætti rétt á atvinnuleysis- bótum þann tíma sem orlofið nái ekki yfir. Samráð hafi einnig verið við stéttarfélög. „Við segjum upp fólki en gerum ekki ráð fyrir öðru en að starfsemin fari í gang aftur að lokuninni yfirstaðinni,“ segir Ólafur. Um 30 af þeim 38 sem sagt er upp eru félagsmenn í Eflingu. „Heilsustofnunin fór yfir það með Vinnumálastofnun hvort það væri ekki rétt mat að starfsmennirnir myndu þá strax í framhaldinu fá atvinnuleysisbætur og þeir fengu það staðfest að það væri rétt,“ segir Harpa Ólafsdóttir, yfir- maður kjarasviðs Eflingar. Unnur Sverrisdóttir, forstöðu- maður stjórnsýslusviðs Vinnu- málastofnunar, segir hins vegar alls ekkert samráð hafa verið haft við stofnunina. „Það hringdi maður frá Náttúrulækningafélaginu og bar þetta undir mig og ég sagði honum að mín fyrsta innstilling væri að þetta gengi engan veginn svona,“ segir Unnur sem kveður af og frá að um sé að ræða sömu aðstæður og hjá fiskvinnslufyrir- tækjum. „Það eru algerlega sérlög sem eiga bara við um nákvæmlega þá starfsgrein.“ Kristín Á. Guðmundsdóttir, for- maður Sjúkraliðafélags Íslands, segir málið vafasamt. „Við teljum að þarna sé í raun verið að misnota atvinnuleysisbætur,“ segir Krist- ín, sem kveðst jafnframt vonsvikin yfir því að heilbrigðisyfirvöld leyfi stofnun, sem styrkt sé af ríkinu á heilsársgrundvelli, að komast upp með loka fyrir starfsemina. - gar Reknir í örfáar vikur svo að þeir fái bætur Starfsmenn Heilushælisins í Hveragerði fengu reisupassann til að þeir gætu fengið atvinnuleysisbætur er hælið verður lokað í níu vikur í sumar. Sagt í sam- ráði við Vinnumálastofnun, sem kveðst þvert á móti hafa sagt leiðina ófæra. Við teljum að þarna sé í raun verið að misnota atvinnuleysisbætur. KRISTÍN Á. GUÐMUNDSDÓTTIR FORMAÐUR SJÚKRALIÐAFÉLAGS ÍSLANDS HEILSUSTOFNUN NLFÍ Af 115 starfsmönnum stofnunarinnar verður 38 sagt upp í sumar meðan hælið verður rekið sem hótel en endurráðnir að þeim tíma loknum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Gunnar í Krossinum líklega boðaður í skýrslutöku vegna ásakana um áreitni: Lögregla rannsakar mál Gunnars GUNNAR ÞORSTEINSSON Alls hafa átta konur nú sakað Gunnar Þorsteinsson, forstöðumann Krossins, um kynferðislegt áreiti. Konurnar stigu fram, þó ekki allar á sama tíma, í lok síðasta árs. Meint brot áttu sér stað þegar konurnar voru meðlimir í söfnuð- inum. Tvær þeirra eru systur fyrrverandi eiginkonu Gunnars. Hann hafnar alfarið öllum ásökunum. Átta konur sökuðu Gunnar um áreiti VIÐSKIPTI Actavis er á meðal fjög- urra lyfjafyrirtækja sem valin hafa verið til að taka þátt í einka- væðingu pólska ríkislyfjafyrir- tækisins Polfa Warszawa. Áætlað kaupverð er tvö hundruð millj- ónir evra, 32 milljarðar íslenskra króna. Einkavæðing pólskra stjórn- valda hefur staðið yfir um nokk- urra ára skeið en áætlanir dregist. Stjórnvöld ytra áætla nú að selja 740 ríkisfyrirtæki á þessu ári og er Polfa Warszawa eitt af ellefu ríkisfyrirtækjum í lyfjageiranum sem átti að selja árið 2009. „Þetta yrði mjög góð sam- eining,“ segir Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actav- is hér á landi. Polfa Warszawa framleiðir um 150 samheita- lyf, þar af tvö sömu gerðar og Actavis selur í Póllandi. Polfa Warszawa hefur markað sér sess innan heilbrigðis geirans í Póllandi og er sterkt í fram- leiðslu á lykjum, lyfjum í svo- kölluðum ampúlum. Starfsmenn eru 1.300 talsins og vinna þeir í þremur verksmiðjum í Póllandi. Guðbjörg segir tilboðsferlið er liður í áætlunum Actavis að kaupa lyfjafyrirtæki í Austur- Evrópu fyrir fjögur til fimm hundruð milljónir evra, eins og Claudio Albrecht, forstjóri Actavis, boðaði í síðasta mánuði. Áreiðanleikakönnun stendur yfir og verða tilboð í Polfa Warszawa lögð fram um miðjan apríl. - jab Actavis á meðal fjögurra lyfjafyrirtækja sem taka þátt í einkavæðingu í Póllandi: Gæti kostað 32 milljarða króna GUÐBJÖRG EDDA EGGERTSDÓTTIR LÖGREGLUMÁL Fyrrverandi stjórn- endur Kaupþings, Sigurður Ein- arsson og Hreiðar Már Sigurðs- son, mótmæltu því harðlega að sérstakur saksóknari fengi afhent gögn sem aflað var með húsleitum í Banque Havilland og annars staðar í Lúxemborg. Það gerðu einnig Ólafur Ólafsson, einn aðaleigenda gamla Kaup- þings, og Skúli Þorvaldsson, helsti viðskiptavinur bankans. Viðskiptablaðið sagði frá þessu í gær og vitnaði til dómskjala að utan. Þar sagði að andstaðan hefði valdið því að það hefði tekið saksóknara um ár að fá gögnin, um 150 kíló auk rafrænna gagna, loksins afhent. Ólafur Ólafsson sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í gær- kvöldi þar sem hann sagðist aðeins hafa mótmælt afhendingu gagna sem voru með öllu ótengd rannsóknum saksóknara. - sh Topparnir í Kaupþingi: Börðust fyrir gagnaleyndinni SAMFÉLAGSMÁL Landssöfnun til styrktar Kvennadeild Landspítal- ans fer fram í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld frá klukkan 19.50. Styrktarfélagið Líf stendur fyrir söfnuninni. Kynnar kvöldsins verða Edda Andrésdóttir og Þorsteinn J. Vil- hjálmsson, ásamt Unni Birnu Vilhjálmsdóttur og Kolbrúnu Björnsdóttur, sem verða í síma- verinu. Sindri Sindrason og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir úr Íslandi í dag standa vaktina á Kvennadeildinni sjálfri. Þá hefur hópur handritshöf- unda, undir stjórn Margrétar Örnólfsdóttur, samið leikna grín- þætti sem tengjast starfsemi kvennadeildarinnar. Eins verður boðið upp á fjölbreytt tónlistar- atriði. - sh Landssöfnun í beinni í kvöld: Fé safnað fyrir kvennadeildina SKATTAMÁL Ríkisskattstjóri ætlar að sekta fjögur til fimm þúsund fyrirtæki sem ekki hafa skilað inn ársreikningum á réttum tíma. Samanlagt verða þau sektuð um rúman milljarð. Þetta kom fram í fréttum RÚV í gær. Fjögur til fimm þúsund fyrir- tæki eiga von á sekt af þessu tagi Sektin nemur til að byrja með 250.000 krónum á hvert þeirra. Um áramót vantaði reikninga frá þriðjungi fyrirtækja, um tólf þúsund. Á fimmta þúsund fyrir- tækja hefur enn ekki skilað. - sh Þúsundum fyrirtækja refsað: Trassar sektaðir um yfir milljarð SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.