Fréttablaðið - 04.03.2011, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 04.03.2011, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 4. mars 2011 17 Forsíður að minnsta kosti tveggja blaða í vikunni báru með sér fyrirsagnir eins og „Bensínverð í hæstu hæðum“. Með fréttunum fylgdu myndir sem sýndu bensínverðið í 230 krónum á hvern lítra. Ég mæli með því að menn klippi þessar myndir út og geymi til að eiga þegar bensínverðið skríður yfir fimmhundruðkallinn. Raunar er klárt að krónutalan ein segir fátt. En þá má kannski frekar spyrja sig: Hver hefur þróun bensínverðs verið saman- borið við laun undanfarna ára- tugi? Niðurstaðan er þessi: Árið 1989 gat meðallaunamaður keypt 12,8 lítra fyrir andvirði klukku- stundarvinnu, árið 1996 kom smá- dalur í bensínkaupmætti, það ár dugði sami tími fyrir 11 lítrum, árið 2006 var hægt að kaupa heila 14 lítra og í dag getur sambæri- legur meðallaunamaður keypt 10,5 lítra af bensíni fyrir klukku- stundarvinnu. Sé litið á bensínverð yfir sein- ustu tvo áratugi má þannig sjá að sveiflurnar umfram almennt verðlag, eða laun, eru litlar, sé til dæmis borið saman við sveiflur í húsnæðisverði og jafnvel venju- legri matvöru. Vissulega hefur bensínkaupmáttur þó rýrnað mikið eftir hrunið. Það er helst það sem fólk finnur. Fall seinustu fjögurra ára er hátt. En kannski að einhver okkar þurfi einfaldlega að hverfa frá lífsstíl sem var, ja, eilítið uppskrúfaður. Hver er annars ástæðan fyrir því að svo mikið er rætt um verð- hækkanir þessarar einu vöru- tegundar? Fátt er um fréttir þegar hrísgrjón hækka um 10 kr. kílóið. Ætli þetta sé ekki ein af fáum vörutegundum sem fólk er sannarlega meðvitað um verðið á? Þann tíma sem dælt er á tank- inn er tilvalið að kíkja á verðið og hrista hausinn yfir því. Fáar aðrar stakar vörur eru jafnmikið keyptar. Fáar aðrar vörur hafa í raun jafn gegnsæja verðlagningu. Það er ekkert bensínfyrirtæki að bjóða háa mánaðaráskrift með „fríu bensíni fyrir sex vini innan kerfis“ eða eitthvert svoleiðis rugl. Bensínið er einnig það heppið að hagsmunaaðilar fylgjast mjög grannt með því þegar það hækkar og krefja stjórnvöld um viðbrögð. Svo er einnig nú. Sá málflutningur er ekki með öllu fráleitur; hækk- anir skapa ríkinu aukatekjur, bensínið knýr margt áfram og skattalækkanir eru almennt góðar, en ýmislegt má við hann athuga. Fyrir það fyrsta eiga sér- tækir bensín- og bílaskattar að standa undir rekstri vegakerfis- ins. Undan farin ár hafa þeir ekki dugað til þess. Þótt algjörlega sé litið framhjá vegaútgjöldum sveitarfélaga munar milljarði á kostnaði við vegakerfið og sköttum af not- endum þess. Til þess að brúa það bil þarf annaðhvort að hætta við framkvæmdir, taka upp veggjöld vegna nýframkvæmda eða hækka bensínskatta. Veggjaldaleiðin er skynsöm- ust þessara leiða en hagsmuna- aðilarnir og þeir þingmenn sem tala þeirra máli vilja hins vegar ekkert af þessu. Lægri skatta, meiri fram- kvæmdir og engin veggjöld! „Ég vil bæði eiga kökuna og borða hana. Já, og kakan verður að vera ókeypis.“ Fæst bendir til annars en að olíuverðið muni áfram hækka. Ef marka má fréttirnar er fólk, að einhverju leyti, þegar byrjað að bregðast við; með minni akstri, sparneytnari bílum, aukinni sam- nýtingu o.fl. Vissulega má fresta þessari jákvæðu sjálfsbjargarviðleitni fólks um nokkra mánuði eða nokk- ur ár, en er það skynsamlegt? Væri ekki ágætt að nýta tæki- færið frekar í að leyfa markaðn- um að finna umhverfisvænni sam- gönguaðferðir frekar en að reyna að hægja á því óumflýjanlega ferli? Bensín- og plastþörf Kín- verja og Indverja er ekki að fara að minnka úr þessu. Þessar þjóðir munu þurfa að auka olíunotkun sína, það mun hjálpa þeim að ná okkur Vesturlanda búum að lífs- gæðum. Sum lönd búa heldur ekki að þeim tækifærum að geta knúið áfram hjólin með endurnýtan- legum, innlendum orkugjöfum. Þau sem það gera ættu að leyfa markaðnum að nýta þá orkugjafa til að þróa vistvænni ferðamáta. En ekki að þráast við í hvert sinn sem markaðsforsendur til þess batna. Ég styð lægri skatta og minni ríkisafskipti. Ef afleiðing af lægri bensínsköttum á að vera að opin- ber framlög til vegagerðar minnki sem því nemur og að nýjar stór- framkvæmdir verði settar í einka- framkvæmd þá væri það mjög til bóta. En ætli það sé endilega meginhugmynd þeirra sem leggja slíkt til? Fyll’ann Pawel Bartoszek Stærðfræðingur Í DAG Lægri skatta, meiri framkvæmdir og engin veggjöld! „Ég vil bæði eiga kökuna og borða hana. Já, og kakan verður að vera ókeypis.“ AF NETINU Staðan á Flateyri Hinir nýju rekstraraðilar, sem þó eru ekki orðnir eigendur eigna fiskvinnslunnar, hafa byrjað atvinnustarfsemi í fiskvinnsluhús- unum og ráðið til sín starfsfólk og byrjað róðra. Skiptaráðandi hefur að ósk helsta lánadrottins auglýst eignirnar til sölu. Tilboðsfrestur er skammur, innan við tíu daga frá birtingu auglýsingarinnar. Það þýðir að tilboðsfrestur er útrunn- inn í lok næstu viku. Hinn skammi tilboðsfrestur segir að allir aðilar sem að málinu koma gera sér grein fyrir þýðingu þess að vinna hratt. Nú verður verkefnið að aflétta óvissunni sem fyrst. Jafnskjótt og tilboðsfresti lýkur í lok næstu viku, verður að ganga frá málum, þannig að línur í atvinnumálum Flateyringa verði skýrar og öryggi skapist um atvinnustarfsemina. Það eru líka allar forsendur til þess að þannig geti tekist til. Á grundvelli núgildandi laga um fiskveiðistjórnun liggja fyrir 300 tonna aflaheimildir, byggðakvóti, sem ætti að örva menn til þess að hefja útgerð og fiskvinnslu á Flateyri. Til staðar er gott fólk sem kann vel til verka. Framtíð byggðarlagsins er í húfi. Skiptaráð- andi og lánadrottnar ráða för, en vitaskuld eru það hagsmunir þeirra að koma hjólum atvinnulífsins af stað sem fyrst á Flateyri. Til þess stendur örugglega þeirra vilji sem annarra. ekg.blog.is Einar K. Guðfi nnsson Jóga stúdió kynnir Heilunarnám Victor Mcwind Victor hefur að baki 25 ár reynslu af heilun auk þess að vera lærður í mjúkvefjanuddi. Victor hefur ferðast um heiminn til að leggja mennt við heilun og býr því yfir mikilli reynslu og kunnáttu, hann hefur meðal annars lagt nám við skóla á borð við The Lung Ta Institute, Bio Sonic Institute og Cranial Sacral basic and andvenced studis. Hann heldur úti virkri starfsemi í New York borg og Woodstok þar sem hann býr. Frír kynningarfundur verður með Victori laugardaginn 5. mars klukkan 17.00 í Jóga stúdíó, Seljarvegi 2 Námskeiðið byrjar 25. mars og stendur til 5. Desember Kennt er um helgar, frá föstudegi til sunnudags. Miðað er við 11 helgar. Að náminu loknu útskrifast nemendur með starfsleyfi sem heilarar frá McWindbodyworks. Nánari upplýsingar um námið er að finna á www.jogastudio.is eða hjá Ágústu í síma 772-1025. JÓGA Stúdíó Seljavegur 2 - 101 Reykjavík 772-1025 - Ágústa | 695-8464 - Drífa www.jogastudio.is - jogastudio@hotmail.com Til að stunda fræðilegar rann-sók nir þarf sérhæfða n mannafla. Stundum þarf dýran tækjabúnað. Oft þarf að ráðast í kostnaðarsama og umfangsmikla gagnaöflun. Rannsóknarafurðir eru fjöl- breyttar, allt frá lyfjum til leikjafor- rita, frá tillögum um þýðingu orða á borð við „modem“ til tillagna um fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar. Rannsóknarafurðir eru uppspretta fjárhagslegra verðmæta auk þess sem rannsóknir auka þekkingu og minnka vanþekkingu. Mörg fyrirtæki reka fræðilegar rannsóknir fyrir eigin reikning. Önnur kjósa að stofna til sam- starfs við sérhæfðar opinberar stofnanir á borð við háskóla, enda búa háskólar vel af þeim sérþjálf- aða mannafla sem til þarf. Einka- fyrirtækin leggja þá til fé sem gerir háskólanum kleift að auka umsvif sín á rannsóknarsviðinu. Á móti hefur fyrirtækið gjarnan forgang að hagnýtingu rannsóknarniður- staðna. Það er þó ekki algilt. Lyfja- fyrirtæki kann t.d. að hafa hag af að komast að því að nota megi lyf sem það framleiðir í allt öðrum til- gangi en þeim sem því var upphaf- lega ætlað. Áhugamannafélag vill vita meira um eðli tiltekins sjúk- dóms eða tiltekins náttúrufyrirbæri og vill koma þessari þekkingu sem víðast. Meiri þekking er betri en minni og fjárframlög fyrirtækja og áhugamannafélaga því oft af hinu góða. Kostun getur hins vegar haft áhrif á val rannsóknarviðfang- sefna eða aðferða. Bent hefur verið á að miklu fé sé varið í að rann- saka varnir gegn sjúkdómum sem vel stæðir Vesturlandabúar séu lík- legir til að fá en litlu fé sé varið til að finna varnir gegn sjúkdómum á borð við malaríu sem er mikill vágestur í fátækari hlutum heims. Kostun kann að hafa áhrif á hvers konar rannsóknarniðurstöður eru birtar. Þannig hafa lífvísindamenn (og aðrir) rekið augun í að fátítt sé að „neikvæðar“ niðurstöður séu birtar. Vera kann að rannsakendur veigri sér við að birta niðurstöður sem kynnu að koma kostunar- aðila illa með einhverjum hætti. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþing- is er kostun fjármálafyrirtækja á háskólarannsóknum á sviði fjár- mála fyrir hrun gagnrýnd nokk- uð. Á bls. 223 í 8. bindi skýrslunnar segir m.a.: „Áhrif kostunar verða fremur óbein en bein og draga leynt og ljóst úr hvatanum til að gagnrýna þá aðila sem fjármagna starfsemina og þar með að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni. Að því leyti geta áhrif kostunar verið vara- samari en bein afskipti að ofan að erfiðara er að gera sér grein fyrir þeim og vera á varðbergi gagnvart þeim. Þess vegna er brýnt að setja almennar reglur um tilhögun kost- unar í því skyni að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra.“ Innan háskólasamfélagsins er metnaður til að efla og auka rann- sóknir. Það krefst meiri fjármuna en ríkissjóður mun aflögufær um á næstu árum. Þess vegna er ekki hægt að leysa „kostunarvandann“ með því að hætta að taka við fé frá einkafyrirtækjum, áhugamanna- félögum eða hagsmunasamtök- um. Háskóla- og rannsóknarsam- félagið hefur og er smám saman að koma sér upp reglum um umgengni við styrktarfé. Þetta verk er mis- langt komið á ólíkum fræðasvið- um. Hreinskilin upplýsingagjöf er nauðsynleg. Þannig krefjast mörg vísindatímarit þess nú þegar að greinarhöfundar upplýsi bæði um kostun og um fjárhags- og hags- munatengsl við fyrirtæki og stofn- anir sem tengjast viðkomandi rannsókn. Þess er getið ef lyfja- fyrirtæki styrkir rannsókn á virkni ákveðinna lyfja. Þess er getið ef aðalhöfundur greinar um gagn- semi sálfræðiprófs er jafnframt aðaleigandi fyrirtækis sem hefur einkarétt á prófunum. Þess ætti að vera getið ef höfundur greinar um gagnsemi ákveðins fyrirkomulags við nýtingu hornsíla þiggur styrk frá hagsmunasamtökum hornsíla- veiðimanna. Í nýlegri grein (24. febrúar) í danska blaðinu Berl- ingske Tidende gagnrýnir Uffe Ellemann-Jensen niðurskurð fjár- veitinga til Konunglega leikhúss- ins í Kaupmannahöfn en getur þess jafnframt í lokin – „svo öllu sé til haga haldið“ eins og hann tekur fram – að hann hafi setið í stjórn leikhússins frá 2004. Aðrir mættu taka sér þetta til fyrirmyndar. Kostaðar rannsóknir rannsóknir Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði við Hagfræðideild Háskóla Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.