Fréttablaðið - 04.03.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 04.03.2011, Blaðsíða 12
4. mars 2011 FÖSTUDAGUR12 E ngilbert Guðmunds- son settist í stól fram- kvæmdastjóri Þróunar- samvinnustofnunar Íslands, ÞSSÍ, síðast- liðinn þriðjudag. Því fer fjarri að hann sé nýgræðingur á sviði þróunarmála, starfsferill á því sviði spannar 26 ár. Það er þó í fyrsta sinn nú sem hann starfar á Íslandi. „En ég þekki Þróunarsam- vinnustofnun mjög vel og ég hef oft unnið með starfsmönnum hennar, einkum þegar ég vann fyrir Nor- ræna þróunarsjóðinn,“ segir Engil- bert. Framlög til þróunarsamvinnu hafa sætt verulegum niðurskurði undanfarin ár, fóru úr 4,2 millj- arði króna árið 2008 í 3,4 millj- arða 2010 svo dæmi séu tekin. Vegna gengis- þróunar er raunlækk- un framlaga enn meiri eða um helmingsniður- skurður eins og Engil- bert bendir á. „Botn- inum er vonandi náð á þessu ári og svo er markmiðið að auka framlögin skref fyrir skref á næstu tíu árum ef þingályktunartil- laga utanríkisráðherra verður samþykkt,“ segir Engilbert. Í henni felst meðal annars að framlag til þróunar- samvinnu fari úr 0,19 prósentum af vergum þjóðartekjum í 0,23 prósent árið 2014. Niðurskurður eftir hrun Þróunarsamvinnu- stofnun ráðstafar um 40 prósent af fram- lögum Íslands til þróunarmála og þar hefur þurft að draga veru- lega saman seglin síðan efnahags- hrunið varð. „Hér innanhúss hefur þetta verið lífróður og austur síð- ustu árin. Það fer engin stofnun í gegnum svona niðurskurð án þess að því fylgi sársauki en menn hafa náð að bregðast við niðurskurði án þess að brjóta bein loforð. Niður- skurðinum hefur verið svarað með þeim hætti að löndum þar sem ÞSSÍ vinnur að verkefnum hefur verið fækkað úr sex í þrjú, eftir eru Malaví, Úganda og Mósambík. Stærri hluti starfsmanna stofnun- arinnar kemur frá heimalöndun- um, við erum yfirleitt með einn til tvo íslenska verkefnisstjóra og svo heimamenn í verkefnum okkar,“ segir Engilbert, sem er sáttur við hvernig forverar hans hafa brugð- ist við niðurskurði. Hann segir árið í ár fara að verulegu leyti í að vinna við nýja stefnumörkun, hugsa þurfi stefnu næstu ára út frá núverandi fjár- hagsstöðu. „Við þurfum auðvitað að halda áfram að styrkja innvið- ina og ekki síður að styrkja stöðu málaflokksins. Hrunið leiddi ber- lega í ljós hversu berskjaldað- ur málaflokkur þróunarmál eru hér á landi. Það var strax farið í niður skurð á framlögum til hans. Ég þykist reyndar vita að margir stjórnmálamenn gerðu það óvilj- ugir en eigi að síður töldu menn að þarna væri hægt að skera niður án þess að sársauki væri finnanlegur hér á torgum.“ Íslendingar eftirbátar nágrannalanda Íslendingar hafa aldrei komist nálægt því mark- miði Sameinuðu þjóð- anna að verja 0,7 prósent af vergum þjóðartekjum til þróunarmála, hæst varð hlutfallið árið 2008 þegar framlög ríkisins til þróunarmála voru 0,36 af vergum þjóðar- tekjum. Engilbert segir erfitt að svara því hvers vegna Íslendingar hafa ætíð verið svo langt frá þeim þjóðum sem þeir bera sig annars gjarnan saman við þegar kemur að þróunarmálum. „Ég hygg að menn hafi löngum litið svo á að Ísland væri ungt land og verkin sem vinna þyrfti innanlands væru mörg. Þetta er að minnsta kosti röksemd sem ég hef heyrt mörgum sinum. Ég held líka að skipti máli að við komum seint inn á alþjóð legan vettvang og hér varð mjög seint til hópur í þjóðfélaginu sem hafði áhuga á þessum málum. Staðan er auðvitað önnur í dag, nú eigum við myndarlegan hóp af fólki með þekkingu og áhuga á málaflokkn- um. Fólk sem væri gaman að geta virkjað á komandi árum.“ Engilbert bindur vonir við það að á næstu 10 árum verði mark- miðum áðurnefndrar þingsálykt- unartillögunar fylgt, sem þýðir að árið 2021 verði 0,7 prósent af vergum þjóðartekjum lögð til þró- unarmála. „Við þurfum að huga að því að afla málaflokknum fylgis í Föstudagsviðtaliðföstuda gur Engilbert Guðmundsson, framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands Hrunið leiddi ber- lega í ljós hversu ber- skjaldaður málaflokkur þróunarmál eru hér á landi. Þróunarmál fái stað í þjóðarsálinni ENGILBERT GUÐMUNDSSON Hagur Íslendinga að taka þátt í þróunarsamvinnu og siðferðisleg skylda segir Engilbert. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Engilbert Guðmundsson er alinn upp á Akranesi og hefur þrátt fyrir langan starfsaldur í útlöndum ætíð haldið heimili þar. Hann lærði hagfræði í Kaupmannahöfn. Í náminu kviknaði hjá honum áhugi á málefnum þróunar- landa. „Það stóð aldrei annað til hjá mér en að vinna við þróunarmál en svo slysaðist ég inn í bæjarstjórn á Akranesi og var þar um skeið og kenndi á sama tíma við Fjölbrautaskólann á Akranesi.“ Engilbert lærði einnig þróunarhagfræði á Englandi og tók svo kennslufræði til kennsluréttinda við Háskóla Íslands. Eftir nokkurra ára starf sem aðstoðarskóla- meistari Fjölbrautaskólans fékk hann starf við samnorrænt þróunarverkefni sem var undir stjórn dönsku Þróunar- samvinnustofnunarinnar, Danida. Það verkefni var í Tansaníu og segir Engilbert dvölina þar afar eftirminnilega. „Við fluttum til bæjarins Bukoba við vesturbakka Viktoríuvatns árið 1985. Á þeim tíma voru menn að átta sig á alnæmi og uppruna þess en það var ekki fyrr en við vorum komin á staðinn að kom á daginn að þarna voru hlut- fallslega flestir smitaðir í heiminum, um þriðjungur starfsmanna kaupfélagsins þar sem ég starfaði. Þarna var verið að endurvekja samvinnufélög kaffibænda eftir misheppnaða tilraun til ríkis- reksturs og mitt hlutverk var að finna og þjálfa nýja stjórnendur. Þetta er sá hluti landsins þar sem fólk er best menntað, gamalríkt svæði, frjósamt og fallegt. Við sendum mikið af fólki utan í þjálfum. Á þeim tíma voru engin lyf komin á markað og áður en yfir lauk var yfir helmingurinn af fólkinu sem við höfðum þjálfað – unga efnilega fólkið, látið. Það var mikill harmleikur að fylgjast með þessu,“ segir Engilbert sem bjó í Tansaníu ásamt eiginkonu sinni og þremur börnum. Í kjölfar Tansaníudvalar hóf Engilbert störf hjá Norræna þróunarsjóðnum sem hafði aðsetur í Helsinki. Þar var hann í átta ár. Að því loknu hóf hann störf hjá Alþjóðabankanum í Washington og hafði um átta ára skeið verkstjórn með samstarfi þróunarbanka. Þá tóku við fjögur ár sem svæðisstjóri bankans í Síerra Leóne. Friðargæsla Sameinuðu þjóðanna hafði svo fengið hann til liðs við sig þegar starf framkvæmdastjóra Þróunarsamvinnu- stofnunar Íslands var auglýst. „Ég stóðst ekki mátið að sækja um,“ segir Engilbert sem hóf störf 1. mars síðastliðinn. Bjó í Tansaníu í árdaga alnæmis þegar engin lækning stóð til boða Engilbert Guðmundsson, nýr framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, sagði Sigríði Björgu Tómasdóttur frá starfi og framtíðarsýn ÞSSÍ á niðurskurðartímum, frá mikilvægi þróunar- aðstoðar og starfsferli á vettvangi alþjóðamála. 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 0,5 0,4 0,3 0,2 0,1 0% M ill ijó ni r H lu tf al l a f VÞ T 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 Heildarframlög Íslands til þróunarsamvinnu 2000-2010 Hlutur Íslands til þróunarmála mun lægri en í nágrannalöndum 1. Svíþjóð 1,12% 2. Noregur 1,06% 3. Lúxemborg 1,01% 4. Danmörk 0,88% 5. Holland 0,82% 6. Belgía 0,55% 7. Finnland 0,54% 8. Írland 0,54% 9. Bretland 0,52% 10. Sviss 0,47% *Listi yfir löndin sem verja hæstum hlut þjóðartekna til þróunarmála Þau verja mestu til þróunarmála Heildarframlög Íslands til þróunarsamvinnu Prósenta af vergri þjóðar tekjum þjóðarsálinni. Ég er ekki bara að hugsa um aukin framlög til Þró- unarsamvinnustofnunar held- ur einnig til þeirra stofnana og frjálsu félagasamtaka sem sinnt hafa þróunarmálum af myndar- skap eins og Rauða krossinum og Unicef.“ Höfum margt fram að færa Eins og áður sagði sinnir Þróunar- samvinnustofnun nú verkefn- um í þremur löndum, Mósambík, Úganda og Malaví. Stofnunin er yfirleitt í samvinnu við héraðs- stjórnir í löndunum enda hefur reynslan að sögn Engilberts sýnt að þróunaraðstoð á betur heima á því stjórnsýslustigi en ofar í stjórnsýslunni. „Eins og staðan er núna þá erum við annars vegar með verkefni sem liggja í grasrót- inni og hins vegar verkefni sem tengjast málaflokkum þar sem Íslendingar eru sterkir, jarðhita og fiskveiðimálum.“ Engilbert segir Íslendinga hafa mikið fram að færa í þróunarmál- um. „Það er mikilvægur þáttur að hafa í huga að við erum þrátt fyrir hrunið með efnaðri þjóðum, ég ætla ekki að áfellast hvernig menn brugðust við því með niður- skurði í þessum málaflokki en bendi þó á að það hafa ekki allar þjóðir brugðist við áföllum í efna- hagslífi með þessum hætti. Okkur ber siðferðisleg skylda til að taka þátt í þróunarsamvinnu og það er okkar hagur að tryggja að ástand verði betra í fátækum löndum. Það er stundum sagt að það sé hægt að leysa vanda þróunarríkja í Afríku í Afríku eða London. Þá er átt við að ef ekki unnið að þvi að bæta ástandið í Afríku þá mun fólk reyna að flýja þangað þar sem lífsgæðin eru betri.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.