Fréttablaðið - 04.03.2011, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 04.03.2011, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 4. mars 2011 13 B L Ó M A B Ú Ð G L Æ S I B Æ S : 5 6 8 - 9 1 2 0 Allar rósir á 590 kr. BANGLADESS, AP Muhammed Junus, Nóbelsverðlaunahafi og bankastjóri í Bangladess, hefur mótmælt því harðlega að stjórnvöld í Bangladess ætli að reka hann úr starfi sínu sem bankastjóri Grameen-bankans. Junus, og bankinn sem hann stofnaði, hefur notið mikillar virð- ingar fyrir að útvega fátæku fólki lánsfé til að koma undir sig fótun- um. Nú í vetur komu hins vegar fram ásakanir í norskum sjón- varpsþætti um að bankinn stundaði okurlánastarfsemi og gengi hart að fólki sem ekki getur staðið í skilum. Junus segir að Sheikh Hasina, forsætisráðherra í Bangladess, noti þetta sem átyllu til að bola sér úr embætti, en í raun hafi hún horn í síðu hans vegna þess að hann hafi árið 2007 kynnt áform um að stofna stjórnmálaflokk, með tilstyrk hers landsins. Junus sagðist sjálfur vilja hætta og gefa öðrum kost á að taka við stjórn bankans, en hann vildi þó ekki hætta við þessar aðstæður. „Ef ég hætti vegna ills umtals missir fólk trú á Grameen-bank- anum. Það vil ég ekki að gerist,“ sagði hann eftir að hafa fært rök fyrir máli sínu fyrir dómi í gær. - gb Stofnandi banka fyrir fátæka fallinn í ónáð í Bangladess eftir ásakanir um okurlán og innheimtuhörku: Nóbelshafi sakar ráðamenn um óheilindi JUNUS KEMUR ÚR RÉTTARSAL Kvörtun hans var tekin fyrir í gær. NORDICPHOTOS/AFP VERÐLAUN Verkefnið „Iceland Wants to Be Your Friend“ (ice- land wantstobeyourfriend.com) sem nýlega vann til verðlauna hjá Samtökum vefiðnaðarins er einn- ig tilnefnt til NEXPO-vefverð- launanna. NEXPO eru ný verðlaun sem verða veitt í fyrsta sinn á sýning- unni „Netið Expo 2011“ sem fer fram í Vetrargarðinum í Smára- lind 11.-13. mars næstkomandi. Þar er verkefnið tilnefnt sem Her- ferð ársins. Sýningin er haldin í samstarfi við Reykjavík Internet Marketing Conference, RIMC. - óká Tilnefnt til NEXPO-verðlauna: Afhent verður í Vetrargarðinum NEYTENDUR IKEA hefur innkallað pressukönnu að nafni FÖRSTÅ vegna galla. Málmhaldari á könnunni veld- ur þrýstingi á glerið sem getur brotnað af þeim völdum og valdið slysum. IKEA um allan heim hefur fengið tuttugu tilkynningar um könnur sem brotna. Þar af fylgdi bruni í tólf tilfellum og í einu til- felli brunasár. Umrædd vara var til sölu hjá IKEA á tímabilinu febrúar til des- ember á síðasta ári. Kaupendur geta skilað könn- unni aftur til IKEA og fengið hana endurgreidda að fullu. - þj Getur brotnað vegna galla: IKEA innkallar gallaða könnu INNKALLAR KAFFIKÖNNU IKEA hefur innkallað gallaða kaffikönnu. ÞJÓÐKIRKJAN Fimm prestar hafa gefið kost á sér til embættis vígslu- biskups í Skálholti. Þeir eru: Agnes Sigurðardóttir, prófastur í Vest- fjarðaprófastsdæmi, Jón Dalbú Hróbjartsson, prófastur í Reykja- víkurprófastsdæmi vestra, Karl V. Matthíasson vímuvarnarprestur, Kristján Valur Ingólfsson, verk- efnisstjóri helgisiða og prestur á Þingvöllum, og Sigrún Óskarsdótt- ir prestur í Árbæjarkirkju. Kosið verður í mars og eru 63 á kjörskrá. Ættu niðurstöður að vera ljósar fyrir mánaðamót. - bþs Embætti vígslubiskups: Fimm sækjast eftir Skálholti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.