Fréttablaðið - 04.03.2011, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 04.03.2011, Blaðsíða 54
4. mars 2011 FÖSTUDAGUR34FÖSTUDAGSLAGIÐ „Stjórnin hefur alltaf verið mitt band og ég hef alla tíð verið mikill Grétars Örvars-maður. Lagið sem ég spóla í gang á föstudögum er Við eigum sam- leið – ein af þessum dægurlaga- perlum okkar Íslendinga.“ Hjörvar Hafliðason, sjónvarpsmaður og fótboltaspekingur. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI FRÓÐLEIKUR Meiri Vísir. Miðaverð á tónleika Eagles í Nýju Laugardals- höllinni 9. júní er líkast til það hæsta í Íslands- sögunni þegar erlend hljómsveit er annars vegar, eða á bilinu fimmtán til tuttugu þúsund krónur. Þrátt fyrir það segir Ísleifur B. Þórhallsson hjá Senu að verðið sé sambærilegt við það sem er í gangi erlendis og jafnvel ódýrara. Hann nefnir þrjár ástæður fyrir miðaverðinu. „Í fyrsta lagi er þetta örugglega stærsta hljóm- sveit sem hefur komið til Íslands. Þeir sem eru að slaga upp í þetta eru Roger Waters, Eric Clapton og Metallica. Í öðru lagi eru fárán- lega fáir miðar í boði. Það er tekin meðvituð ákvörðun um val á húsi í samráði við Eagles og þá er ekki verið að velja endilega stærsta húsið. Þetta þýðir að verðið fer upp þegar þú hefur bara tíu þúsund miða að selja,“ greinir Ísleifur frá. „Í þriðja lagi eru þetta fyrstu tón- leikarnir sem eru haldnir eftir að landið hrundi og gengið féll. Það vita allir sem búa hér hvað verðið hefur hækkað gríðarlega,“ segir hann og bætir við að miðar á tónleika með erlendum flytjendum hér á landi hafi verið alltof ódýrir í gegnum tíðina. Margir tónleikahaldarar hafi farið á hausinn oftar en einu sinni. Aðspurður segist Ísleifur ekki hafa orðið var við kvartanir yfir miðaverðinu. Þvert á móti hefur eftirspurnin eftir miðum verið sú mesta sem hann hefur kynnst. „Ég hef aldrei vitað annað eins á ævinni. Flestir eru að tryllast og eru til í að borga hvað sem er.“ Miðasala á tónleikana hefst fimmtudaginn 17. mars kl. 11 á Midi.is. Daginn áður hefst for- sala fyrir viðskiptavini N1 þar sem fimm þús- und miðar verða í boði. - fb EAGLES Miðaverð á bandarísku hljóm- sveitina er á bilinu fjórtán til tuttugu þúsund krónur. NORDICPHOTOS/GETTY „Mér líður eins og ég sé rétt að byrja,“ segir plötu- snúðurinn Margeir Ingólfsson, eða DJ Margeir, sem heldur upp á tuttugu ára feril sinn í bransanum á Kaffibarnum á laugardagskvöld. Gestasöngvarar verða Daníel Ágúst, Urður Hákonardóttir og leikar- inn Magnús Jónsson auk þess sem valdir plötusnúðar og hljóðfæraleikarar stíga á svið. Margeir hóf feril sinn sextán ára þegar hann og félagi hans voru ráðnir sem plötusnúðar á Hótel Borg. „Það runnu á okkur tvær grímur þegar fyrsta djobbið sem við fengum var að spila á kántríkvöldi þar sem Hallbjörn Hjartarson var heiðursgestur,“ segir Mar- geir og hlær. „Tveimur vikum seinna var Hótel Borg orðin vinsælasti skemmtistaðurinn á landinu eftir að þrír vinir úr háskólanum tóku að sér skemmtana- stjórn,“ segir hann en á meðal þeirra var Björgólfur Thor Björgólfsson. Margeir hefur á undanförnum árum þróað áfram plötusnúðastarfið. Hann gefur annað slagið út eigið efni og spilar líka reglulega í útlöndum. Til dæmis fer hann eftir rúma viku í tíu daga ferðalag um Þýska- land og Austurríki. Að starfa í skemmtanabransanum í langan tíma getur tekið sinn toll eins og dæmin sanna. Spurður út í leyndardóminn á bak við langlífi sitt í bransanum segist Margeir beita ýmsum aðferðum til að halda sér í góðu ásigkomulagi. Hann iðkar Pilates-æfingar, borðar mikið af grænmeti og hráfæði og stundar hug- leiðslu tvisvar á dag. „Galdurinn við hugleiðsluna kemur með endur- tekningunum, alveg eins og í teknómúsíkinni,“ segir plötusnúðurinn og lofar skemmtilegu afmæliskvöldi á Kaffibarnum. - fb Fagnar tuttugu ára plötusnúðaferli TUTTUGU ÁR Í BRANSANUM DJ Margeir hefur starfað sem plötusnúður í tuttugu ár og er hvergi nærri hættur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Fólk er að missa sig, það er bara þannig,“ segir Sigurður Victor Chelbat hjá Sambíóunum. Heimildarmyndin Never Say Never, sem fjallar um ævi, upp- vöxt og nýtilkomnar vinsældir söngvarans Justins Bieber, hefur slegið í gegn á Íslandi. Yfir 5.000 manns hafa séð myndina frá því að hún var frumsýnd á föstudaginn í síðustu viku og gestirnir, sem eru að mestu leyti ungar stúlkur, virð- ast sýna einkenni Bieber-æðis sem hefur breiðst hratt út í Bandaríkj- unum undanfarna mánuði. Dæmi er um að stúlkurnar komi grátandi út af sýningunum, sam- kvæmt Sigurði Victori. „Á laugar- daginn í síðustu viku komu stelpur hágrenjandi út úr salnum og létu þau orð falla að þær ætluðu í þriðja skiptið á myndina daginn eftir,“ segir hann. Fréttablaðinu hefur borist fregn- ir af því að bíógestir taki upp síma og reyni að ná myndum af Justin Bieber á hvíta tjaldinu. Sigurður staðfestir að það hafi gerst. „Það hefur eitthvað borið á því að fólk öskri að hann sé að horfa á það og taki myndir,“ segir hann. „En snilldin er sú að myndin er í þrí- vídd sem gerir frekar erfitt að taka upp. Nema þetta séu algjörir snill- ingar.“ Þessi kanadíski hjartaknúsari, sem varð 17 ára á þriðjudaginn, hefur ekki aðeins unnið hug og hjörtu kjökrandi táningsstúlkna. Söngkonan Íris Hólm viðurkennir fúslega að hún sé haldin Bieber- æði, en hún fór með ungri systur sinni á myndina í vikunni og hefur ekki verið söm síðan. „Hann er stórkostlegur lista- maður,“ segir Íris. Hún viðurkenn- ir að hafa ekki búist við miklu af ÍRIS HÓLM: JUSTIN BIEBER ER STÓRKOSTLEGUR LISTAMAÐUR Bieber-æði skellur á íslensku kvenþjóðinni KANADÍSKUR HJARTAKNÚSARI Justin Bieber hefur unnið hjörtu íslensku kven- þjóðarinnar. Unglingsstúlkur, sem og þær sem eldri eru, hafa grátið yfir heimildarmyndinni Never Say Never sem fjallar um söngvarann. Söngkonan Íris Hólm viðurkennir fúslega að vera með Bieber-æði. Borga hvað sem er fyrir Eagles-miða söngvaranum unga, enda hefur tónlistarbransinn framleitt mörg ungstirnin með hjálp nútímatækni í stað hæfileika. „En svo sá ég að hann er rosalega hæfileikaríkur. Hann spilar á fullt af hljóðfærum og hefur þurft að vinna mikið fyrir velgengni sinni.“ Eins og yngri aðdáendur söngv- arans sleppti Íris tilfinningunum lausum og grét yfir myndinni. „Ég grét þegar litlu stelpurnar grétu; þegar hann missti röddina og varð að aflýsa tónleikum. Honum fannst það mjög erfitt. Ég grét líka þegar hann náði að selja upp tónleika í Madison Square Garden á 22 mín- útum,“ segir Íris að lokum og játar að um gleði- og sorgartár hafi verið að ræða. atlifannar@frettabladid.is 2. prentun komin „ “ Mið 9.3. Kl. 19:00 Lau 12.3. Kl. 19:00 Mið 16.3. Kl. 19:00 Fim 17.3. Kl. 19:00 Lau 26.3. Kl. 19:00 Fim 31.3. Kl. 19:00 Síð.sýn. Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Sun 6.3. Kl. 13:30 Sun 6.3. Kl. 15:00 Sun 13.3. Kl. 13:30 Sun 13.3. Kl. 15:00 Sun 20.3. Kl. 13:30 Sun 20.3. Kl. 15:00 Sun 27.3. Kl. 13:30 Sun 27.3. Kl. 15:00 Sindri silfurfiskur (Kúlan) Allir synir mínir (Stóra sviðið) Sun 6.3. Kl. 14:00 Sun 6.3. Kl. 17:00 Sun 13.3. Kl. 14:00 Sun 13.3. Kl. 17:00 Sun 20.3. Kl. 14:00 Sun 20.3. Kl. 17:00 Sun 27.3. Kl. 14:00 Sun 27.3. Kl. 17:00 Sun 3.4. Kl. 14:00 Sun 3.4. Kl. 17:00 Sun 10.4. Kl. 14:00 Sun 10.4. Kl. 17:00 Sun 17.4. Kl. 14:00 Sun 17.4. Kl. 17:00 Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið) Ö Fös 4.3. Kl. 20:00 Frums. Lau 5.3. Kl. 20:00 2. sýn Fös 11.3. Kl. 20:00 3. sýn Fös 18.3. Kl. 20:00 4. sýn Lau 19.3. Kl. 20:00 5. sýn Fim 24.3. Kl. 20:00 6. sýn Fös 25.3. Kl. 20:00 7. sýn Fös 1.4. Kl. 20:00 Ö Brák (Kúlan) Fös 4.3. Kl. 20:00 Ö Ö Ö U Ö Ö Ö U Ö Ö Ö Ö Fim 10.3. Kl. 20:00 Frums. Fös 11.3. Kl. 20:00 Sun 13.3. Kl. 20:00 Lau 19.3. Kl. 20:00 Sun 20.3. Kl. 20:00 Fim 24.3. Kl. 20:00 Aukas. Fös 25.3. Kl. 20:00 Sun 27.3. Kl. 20:00 Mið 30.3. Kl. 20:00 Hedda Gabler (Kassinn) U Ö U Ö U Ö U Ö Ö Ö Ö U Ö Ö Ö Ö Ö Ö U Ö Ö Ö Ö
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.