Fréttablaðið - 04.03.2011, Blaðsíða 28
8 föstudagur 4. mars
Sigrún Bender hóf flug-
nám aðeins fjórtán ára
gömul og var farin að
fljúga ein áður en hún
fékk aldur til að aka
bíl. Hún starfar nú sem
fyrsti íslenski kvenflug-
maðurinn hjá Iceland
Express og kann vel við
sig í starfi.
S
igrún sleit barnsskónum í
Grafarvoginum og segist
hafa fengið nokkuð
heilbrigt og hefðbundið
uppeldi . Grafarvogurinn var
nýrisinn þegar Sigrún og fjölskylda
hennar fluttu þangað og segir hún
fjölda barna hafa búið í hverfinu
á þeim tíma. „Á fyrsta skólaárinu
samanstóð skólabyggingin af
mörgum litlum skúrum á meðan
verið var að byggja skólann sjálfan.
Hverfið var líka fullt af börnum og
vinahópurinn minn var risastór
þannig það var mjög gaman að
alast þarna upp,“ segir Sigrún
brosandi.
BÓNORÐ Á BAHAMAEYJUM
S i g r ú n e r t r ú l o f u ð
hárgreiðslumanninum Baldri
Rafni Gylfasyni og eiga þau saman
tveggja ára gamlan son, Baltasar
Guðmund. Fyrir átti Baldur Rafn
soninn Tristan Gylfa og segir Sigrún
þá bræður vera afskaplega góða
vini. Hún segir móðurhlutverkið
mjög gefandi og að það hafi í
raun komið henni á óvart hversu
yndislegt það er. „Þetta er betra
en ég bjóst við. Ég held að maður
geti ekki alveg ímyndað sér hvað
þetta er yndislegt fyrr en það bara
gerist. Hvert einasta litla atriði
sem maður upplifir með þeim er
ótrúlegt,“ segir hún hlæjandi. Hún
lýsir syninum sem glaðlegum dreng
og segir þá bræður vera afskaplega
góða vini. „Þeir eru mjög miklir
félagar þrátt fyrir aldursmuninn.
Tristan er líka sérstaklega opinn og
hjartahlýr strákur þannig að hann
var mjög góður stór bróðir strax frá
fyrsta degi.“
Sigrún og Baldur hafa verið
saman í fimm ár og kynntust fyrst
í tengslum við vinnu sína í kring-
um fegurðarsamkeppnir, en Sigrún
tók þátt í keppninni Ungfrú Reykja-
vík árið 2004. „Hann var búinn að
greiða mér töluvert lengi áður en
við náðum saman,“ útskýrir hún og
heldur áfram: „En í rauninni kynnt-
umst við ekki almennilega fyrr en
við sátum saman í dómnefnd fyrir
eina keppnina.“
Parið trúlofaði sig á Bahama-
eyjum skömmu eftir að þau tóku
saman og viðurkennir Sigrún að
það hafi verið mjög rómantísk
stund. „Þetta var síðasti dagurinn
okkar á staðnum og hann bauð
mér í göngutúr. Ég var ekki alveg
að nenna því og vildi frekar slappa
svolítið af en lét til leiðast og svo
bar hann upp spurninguna í garð-
skála þarna rétt hjá,“ segir hún
brosandi. „Þetta kom mér mikið á
óvart því við vorum búin að vera
stutt saman þegar þetta var.“
ÞROSKAÐIST Í UNGFRÚ
REYKJAVÍK
Sigrún var átján ára gömul er
hún hlaut titilinn Ungfrú Reykja-
vík árið 2004 og í framhaldi af því
tók hún einnig þátt í keppninni
Ungfrú Norðurlönd og lenti þar í
þriðja sæti. Hún segir þetta hafa
verið skemmtilegan tíma þótt hún
hafi ekki verið jafn hrifin af fjöl-
miðlaathyglinni sem fylgdi titl-
inum. „Mér fannst þetta rosalega
gaman og held ég hafi lært ýmis-
legt og þroskast mikið í kjölfarið.
Ég gæti ekki bent á neitt eitt ein-
stakt atriði og sagt: „Þetta kenndi
mér þetta,“ heldur var það frek-
ar öll upplifunin sem gerði mig
þroskaðri. Ég fékk líka að ferðast
mikið í kringum keppnina og kynn-
ast nýju fólki og stöðum, sem mér
fannst mjög skemmtilegt. Mér
fannst aftur á móti fjölmiðlaat-
hyglin sem fylgdi þessu ekki jafn
skemmtileg og hefði gjarnan vilj-
að sleppa henni og öllu baknag-
inu.“ Það var vinkona Sigrúnar sem
benti á hana og segist Sigrún ekki
hafa þurft að hugsa sig lengi um
áður en hún tók þátt. „Þetta var allt
annar heimur en ég lifði og hrærð-
ist í á þeim tíma. Ég var þá á fullu
í fluginu og fannst þetta eitthvað
öðruvísi og spennandi og ákvað að
slá til,“ segir hún og brosir.
Aðspurð segir hún sigurinn hafa
komið sér mikið á óvart og að hún
hafi í raun aldrei hugsað þá hugs-
un til enda. „Já, þetta kom mér á
óvart. Ég held að ég hafi ekki hugs-
að hugsunina til enda, ég var bara
að einbeita mér að keppninni og
pældi aldrei í mögulegri niðurstöðu
hennar.“
FLAUG FJÓRTÁN ÁRA
Sigrún hefur stundað flug frá
fermingar aldri og var farin að
fljúga ein löngu áður en hún fékk
ökuréttindi. Hún segir flugið alltaf
hafa verið hennar ástríðu og man
ekki eftir að hafa viljað starfa við
neitt annað. „Ég var kannski um
átta ára gömul þegar ég var farin
að tala um að starfa við flug. Í
fyrstu ætlaði ég mér að verða flug-
freyja en pabbi benti mér á hinn
möguleikann, að ég gæti orðið flug-
maður, og þá varð eiginlega ekki
aftur snúið,“ segir hún hlæjandi.
Sigrún fór í fyrsta flugtímann
sinn aðeins fjórtán ára gömul en
segist ekki hafa byrjað að stunda
flugið af fullri alvöru fyrr en í
kringum sextán ára aldurinn. „Ég
var farin að fljúga ein áður en ég
fékk bílpróf. Þá var ég ein í loft-
inu og undir eftirliti kennara sem
fylgdist með mér niðri á jörðinni.
Ég tók svo loks bílprófið og einka-
flugmannsréttindin sama árið,“ út-
skýrir hún.
Sigrún er einnig með flug-
kennara réttindi en segist ekki geta
unnið við kennslu meðfram starf-
inu sem flugmaður hjá Iceland Ex-
press. Alþjóðlegar flugreglur kveða
á um að flugmenn megi ekki eyða
meira en 900 tímum í loftinu á ári
og því getur verið snúið að starfa
sem flugkennari samhliða flug-
mannsstarfinu. Sigrún er fyrsta
íslenski konan sem var ráðin til
starfa sem flugmaður hjá Iceland
Express. Samstarfsmenn hennar
eru margir breskir að uppruna og
vakti það nokkra athygli þegar til-
kynnt var að fyrrverandi fegurð-
ardrottning mundi brátt ganga til
liðs við þá. „Margir flugmennirnir
eru breskir og með allt annan bak-
grunn en ég, margir eru til dæmis
fyrrverandi herflugmenn og hafa
upplifað stríð. Þeim fannst því svo-
lítið merkilegt að heyra af mínum
bakgrunni,“ segir hún og bætir við
að móttökurnar hafi verið hlýleg-
ar þótt margir farþegar reki vissu-
lega upp stór augu þegar þeir upp-
götvi að hún sé flugmaður en ekki
flugfreyja.
ÁNÆGÐ Í
HÁLOFTUNUM
Í draumastarfinu Sigrún Bender hóf að fljúga aðeins fjórtán ára gömul. Hún starfar nú sem flug
draumastarfinu.
Viðtal: Sara McMahon
Ljósmyndir: Valgarður Gíslason
Sölustaðir: Hagkaup Akureyri, Garðabæ, Holtagörðum, Kringlunni, Skeifunni,
Smáralind og Spönginni. Lyf og Heilsa Austurveri, Eiðistorgi, Glerártorgi,
Hrísalundi, Hveragerði, Kringlunni og Vestmannaeyjum. Debenhams,
Nana Hólagarði og Urðar Apótek.
“Elskaðu húðina”
Regenerist 3 point Treatment
Háþróuð kremlína sem vinnur gegn
ótímabærri öldrun húðarinnar.
Samanstendur af 3 point 24ra stunda
kremi og 3 point super serum. Gefur
húðinni einstakan raka og fyllingu.
Sýnilegur árangur eftir einungis
5 daga!
www.olay.co.uk
Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði
á 120 stöðum um land allt.
Nánari upplýsingar á
visir.is/dreifing