Fréttablaðið - 04.03.2011, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 04.03.2011, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI veðrið í dag Sími: 512 5000 Föstudagur skoðun 16 Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 2 Æskulýðsdagurinn er á sunnudaginn og verða guðsþjónustur víða með breyttu sniði. Í Guðríðar- kirkju verður rokkmessa, í Ástjarnarkirkju U2-messa og í Digraneskirkju margmiðlunar guðsþjónusta. Í Glerárkirkju á Akureyri verður fjölskyldu-guðsþjónusta og í Vopnafjarðarkirkju poppmessa. CUBANO TOAST Að hætti laundromat Café FYRIR 1 Þ úsundþjalasmiðurinn Friðrik Weisshappel víkkar út veldi sitt á morgun með opnun nýs Laundromat Café í Austurstræti. Fyrir rekur Friðrik tvö samnefnd kaffihús í Kaupmannahöfn við góðar undirtektir og segir nýjustu viðbótina fylgja sömu stefnu.„Hugmyndin er að vera með kaffihús sem kappkostar við að bjóða upp á góða þjónustu, meiri þjónustu en fólk á að ve jh ð FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Cubano toast3 sneiðar svínahnakkicubano-salsa sýrður rjómi rauðlaukur blandað salatfranskar majóne Salsagrunnur:20 stk. rauð paprika1 stór dós af tómötum1 msk tómatmauk1 lítil dós chipotle-pipar 2 dl ólífuolía safi ú fjó úr. Maukið allt. Í 1 lítra af salsagrunni fara sex smátt saxaðir rauðlauk-ar, tíu saxaðir tómatar (miðjan tekin úr) fersktkó í Kann betur við mig í uppvaskinu Friðrik Weisshappel gefur uppskrift af matseðli Laundromat Café sem verður opnað í Austurstræti á morgun. OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 11.30 föstudagur FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 4. mars 2011 ● Listaverk úr s yrtivöru Á Sigrún Ben er er sátt í dr mastarfinu 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Föstudagur veðrið í dag 4. mars 2011 52. tölublað 11. árgangur Einfald og vel útilátið Friðrik Weisshappel gefur uppskrift af matseðli Laundromat Café. allt 1 Gemmér Cocoa Puffs! – Lifið heil www.lyfja.is kl. 7-1 í Lágmúla kl. 8-24 á Smáratorgi Hjá okkur er opið alla daga langt fram á kvöld Kauptún 3 - Garðabær s: 533 22 00 - www.art2b.is Gallery Art 2b Rýmingarsala á málverkum hefst laugardaginn 5.mars Ótrúlegt úthald Plötusnúðurinn Margeir Ingólfsson fagnar 20 árum í bransanum. fólk 34 FÓLK Heimildarmyndin Never Say Never, sem fjallar um söngvarann Justin Bieber, hefur slegið í gegn á Íslandi. Yfir 5.000 manns hafa séð myndina frá því að hún var frum- sýnd fyrir viku síðan. Gestirnir, sem eru að mestu leyti ungar stúlkur, virðast sýna einkenni Bieber-æðis sem hefur breiðst hratt út í Banda- ríkjunum undanfarna mánuði. Sigurður Victor Chelbat hjá Sam- bíóunum segir dæmi um að stúlk- ur komi grátandi út af sýningum. - afb / sjá síðu 34 Bieber-æði hjá kvenþjóðinni: Koma grátandi úr bíósalnum Þróunarmál fái stað í þjóðarsálinni Engilbert Guðmundsson tók við starfi framkvæmda- stjóra ÞSSÍ í vikunni. fólk 12 KÓLNAR LÍTILLEGA Strekkingur N- og NV-til í fyrstu en lægir smám saman og horfur á hæglætisveðri síðdegis. Það léttir heldur til og búast má við björtu veðri víðast hvar, einkum við SA-ströndina. Kólnar í veðri. VEÐUR 4 3 -2 -2 0 3 LÍBÍA Alþjóðlegi sakadómstóllinn í Genf ætlar að hefja rannsókn á því hvort Múammar Gaddafí, synir hans og yfirmenn hersveita í Líbíu hafi gerst sekir um glæpi gegn mannkyninu með árásum á friðsam- lega mótmælendur í borgum landsins. Louis Moreno-Ocampo, aðalsaksóknari hjá dóm- stólnum, segir að engum verði hlíft hjá dómstóln- um. „Enginn hefur vald til þess að ráðast á og drepa almenna borgara,“ sagði hann. Hann sagði dómstólinn hafa hraðað sér að skýra frá rannsókn málsins í von um að það fæli ef til vill yfirmenn hersveitanna frá því að gefa skipanir um árásir á almenna borgara. Rannsóknin er gerð samkvæmt heimild Öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna, sem nýverið fól dómstóln- um að kanna grundvöll málsóknar. Saif al-Islam, einn sona Gaddafís, sagði í gær að sprengjuárásirnar á Brega væru bara misskilning- ur. Ætlunin hefði bara verið að hræða uppreisnar- menn í borginni, ekki drepa neinn. - gb Sonur Gaddafís bregst við rannsókn Alþjóðlega sakadómstólsins í Genf: Segir árásirnar misskilning VIÐSKIPTI Skiptastjóri félagsins GH1, sem áður hét Capacent, hefur farið fram á að efnahagsbrota- deild ríkislögreglustjóra rannsaki kaup á rekstri Capacent á Íslandi. Þykir leika grunur á að veðsettar eignir hafi verið seldar án heim- ildar veðsala. Þessu vísa forsvars- menn Capacent alfarið á bug og íhuga meiðyrðamál gegn skipta- stjóranum. Félag í eigu starfsmanna keypti í september rekstur og vörumerki Capacent í kjölfar þess að ekki tókst að semja um niðurfellingu á erlendu láni sem hvíldi á fyrir- tækinu. Skiptastjóri eldra félagsins, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, lýsti í nóvember yfir riftun á kaup- unum og fór í lögbannsmál vegna notkunar á vörumerkjum félagins. Þeirri kröfu var hafnað í desemb- er á þeim forsendum að kaupsamn- ingurinn væri gildur. Enn hefur þó ekki fengist botn í aðfarargerð sem lögð var fram á sama tíma. Guðrún Helga segir að beðið sé niðurstöðu í því máli áður en rift- unarstefnu verði þinglýst. Capacent sendi út tilkynningu um málið í nóvember. Þar segir að rétt hafi verið staðið að kaup- unum og verðið hafi endurspegl- að verðmæti hins keypta. Þá hafi þess verið sérstaklega gætt að ekki fylgdu veðsettar eignir. Með kaupunum hafi starfsmennirn- ir sýnt ábyrgð, því ef ekki hefði komið til kaupanna hefði rekstur Capacent stöðvast og um 90 starfs- menn misst vinnu sína. Haft var eftir Guðrúnu Helgu í Morgunblaðinu hinn 19. nóvember síðastliðinn að fjármunir veðsettir Íslandsbanka hefðu verið notaðir til að gera upp við aðra kröfuhafa þegar gengið hefði verið frá kaup- unum. Stjórnendur Capacent hafna því hins vegar og segjast íhuga meiðyrðamál vegna ummælanna. Um mjög alvarlegar ásakanir sé að ræða sem geti valdið fyrirtækinu miklum skaða. - mþl Skiptastjóri Capacent vill lögreglurannsókn Skiptastjóri telur félag sem keypti rekstur Capacent í september hafa gerst sekt um skilasvik. Hann hefur farið fram á lögreglurannsókn vegna málsins. For- svarsmenn Capacent neita því alfarið og íhuga meiðyrðamál gegn skiptastjóra. STUÐ Í BÍÓ Þær Sara Bjarnadóttir og Jórunn Lára Ólafsdóttir fóru að sjá nýju myndina um Justin Bieber í gær. STUND MILLI STRÍÐA Uppreisnarmenn í Líbíu eru með olíuhreinsistöðina við hafnarborgina Brega á sínu valdi. Í gær geisuðu harðir bardagar við stöðina þar sem stjórnarherinn reyndi að ná henni aftur á sitt vald. Að átökunum loknum hvíldu þrír upp- reisnarmenn sig við inngang stöðvarinnar. NORDICPHOTOS/AFP Grindavík vann KR Nick Bradford hefur góð áhrif á lið Grindavíkur, sem vann KR í Vesturbænum. sport 30 ÖRYGGISMÁL Mazda hefur innkall- að um 65 þúsund bíla af tegund- inni Mazda6 eftir að köngulóar- vefir fundust í bensíntönkum nokkurra slíkra bíla. Innköllunin nær í fyrstu til Bandaríkjanna, Kanada, Mexíkó og Púertó Ríkó. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að köngulær geti ofið vef í leiðslur til og frá bensíntankinum og stíflað loftræstingu. Það geti valdið slíkum þrýstingi á tankinn að hann leki og eldhætta skapist. Fyrirtækinu sé þó ekki kunnugt um eld eða slys vegna málsins. Talsmaður fyrirtækisins sagði að vefir hefðu fundist í tuttugu bílum. Ekki væri vitað hvers vegna kóngulærnar klifruðu inn í Mazda6-bíla frekar en aðra. Til- vikin væru þó ekki einangruð við tiltekin svæði í Norður-Ameríku. - sh Mazda innkallar 65.000 bíla: Kalla inn bíla vegna köngulóa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.