Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.03.2011, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 04.03.2011, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI veðrið í dag Sími: 512 5000 Föstudagur skoðun 16 Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 2 Æskulýðsdagurinn er á sunnudaginn og verða guðsþjónustur víða með breyttu sniði. Í Guðríðar- kirkju verður rokkmessa, í Ástjarnarkirkju U2-messa og í Digraneskirkju margmiðlunar guðsþjónusta. Í Glerárkirkju á Akureyri verður fjölskyldu-guðsþjónusta og í Vopnafjarðarkirkju poppmessa. CUBANO TOAST Að hætti laundromat Café FYRIR 1 Þ úsundþjalasmiðurinn Friðrik Weisshappel víkkar út veldi sitt á morgun með opnun nýs Laundromat Café í Austurstræti. Fyrir rekur Friðrik tvö samnefnd kaffihús í Kaupmannahöfn við góðar undirtektir og segir nýjustu viðbótina fylgja sömu stefnu.„Hugmyndin er að vera með kaffihús sem kappkostar við að bjóða upp á góða þjónustu, meiri þjónustu en fólk á að ve jh ð FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Cubano toast3 sneiðar svínahnakkicubano-salsa sýrður rjómi rauðlaukur blandað salatfranskar majóne Salsagrunnur:20 stk. rauð paprika1 stór dós af tómötum1 msk tómatmauk1 lítil dós chipotle-pipar 2 dl ólífuolía safi ú fjó úr. Maukið allt. Í 1 lítra af salsagrunni fara sex smátt saxaðir rauðlauk-ar, tíu saxaðir tómatar (miðjan tekin úr) fersktkó í Kann betur við mig í uppvaskinu Friðrik Weisshappel gefur uppskrift af matseðli Laundromat Café sem verður opnað í Austurstræti á morgun. OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 11.30 föstudagur FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 4. mars 2011 ● Listaverk úr s yrtivöru Á Sigrún Ben er er sátt í dr mastarfinu 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Föstudagur veðrið í dag 4. mars 2011 52. tölublað 11. árgangur Einfald og vel útilátið Friðrik Weisshappel gefur uppskrift af matseðli Laundromat Café. allt 1 Gemmér Cocoa Puffs! – Lifið heil www.lyfja.is kl. 7-1 í Lágmúla kl. 8-24 á Smáratorgi Hjá okkur er opið alla daga langt fram á kvöld Kauptún 3 - Garðabær s: 533 22 00 - www.art2b.is Gallery Art 2b Rýmingarsala á málverkum hefst laugardaginn 5.mars Ótrúlegt úthald Plötusnúðurinn Margeir Ingólfsson fagnar 20 árum í bransanum. fólk 34 FÓLK Heimildarmyndin Never Say Never, sem fjallar um söngvarann Justin Bieber, hefur slegið í gegn á Íslandi. Yfir 5.000 manns hafa séð myndina frá því að hún var frum- sýnd fyrir viku síðan. Gestirnir, sem eru að mestu leyti ungar stúlkur, virðast sýna einkenni Bieber-æðis sem hefur breiðst hratt út í Banda- ríkjunum undanfarna mánuði. Sigurður Victor Chelbat hjá Sam- bíóunum segir dæmi um að stúlk- ur komi grátandi út af sýningum. - afb / sjá síðu 34 Bieber-æði hjá kvenþjóðinni: Koma grátandi úr bíósalnum Þróunarmál fái stað í þjóðarsálinni Engilbert Guðmundsson tók við starfi framkvæmda- stjóra ÞSSÍ í vikunni. fólk 12 KÓLNAR LÍTILLEGA Strekkingur N- og NV-til í fyrstu en lægir smám saman og horfur á hæglætisveðri síðdegis. Það léttir heldur til og búast má við björtu veðri víðast hvar, einkum við SA-ströndina. Kólnar í veðri. VEÐUR 4 3 -2 -2 0 3 LÍBÍA Alþjóðlegi sakadómstóllinn í Genf ætlar að hefja rannsókn á því hvort Múammar Gaddafí, synir hans og yfirmenn hersveita í Líbíu hafi gerst sekir um glæpi gegn mannkyninu með árásum á friðsam- lega mótmælendur í borgum landsins. Louis Moreno-Ocampo, aðalsaksóknari hjá dóm- stólnum, segir að engum verði hlíft hjá dómstóln- um. „Enginn hefur vald til þess að ráðast á og drepa almenna borgara,“ sagði hann. Hann sagði dómstólinn hafa hraðað sér að skýra frá rannsókn málsins í von um að það fæli ef til vill yfirmenn hersveitanna frá því að gefa skipanir um árásir á almenna borgara. Rannsóknin er gerð samkvæmt heimild Öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna, sem nýverið fól dómstóln- um að kanna grundvöll málsóknar. Saif al-Islam, einn sona Gaddafís, sagði í gær að sprengjuárásirnar á Brega væru bara misskilning- ur. Ætlunin hefði bara verið að hræða uppreisnar- menn í borginni, ekki drepa neinn. - gb Sonur Gaddafís bregst við rannsókn Alþjóðlega sakadómstólsins í Genf: Segir árásirnar misskilning VIÐSKIPTI Skiptastjóri félagsins GH1, sem áður hét Capacent, hefur farið fram á að efnahagsbrota- deild ríkislögreglustjóra rannsaki kaup á rekstri Capacent á Íslandi. Þykir leika grunur á að veðsettar eignir hafi verið seldar án heim- ildar veðsala. Þessu vísa forsvars- menn Capacent alfarið á bug og íhuga meiðyrðamál gegn skipta- stjóranum. Félag í eigu starfsmanna keypti í september rekstur og vörumerki Capacent í kjölfar þess að ekki tókst að semja um niðurfellingu á erlendu láni sem hvíldi á fyrir- tækinu. Skiptastjóri eldra félagsins, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, lýsti í nóvember yfir riftun á kaup- unum og fór í lögbannsmál vegna notkunar á vörumerkjum félagins. Þeirri kröfu var hafnað í desemb- er á þeim forsendum að kaupsamn- ingurinn væri gildur. Enn hefur þó ekki fengist botn í aðfarargerð sem lögð var fram á sama tíma. Guðrún Helga segir að beðið sé niðurstöðu í því máli áður en rift- unarstefnu verði þinglýst. Capacent sendi út tilkynningu um málið í nóvember. Þar segir að rétt hafi verið staðið að kaup- unum og verðið hafi endurspegl- að verðmæti hins keypta. Þá hafi þess verið sérstaklega gætt að ekki fylgdu veðsettar eignir. Með kaupunum hafi starfsmennirn- ir sýnt ábyrgð, því ef ekki hefði komið til kaupanna hefði rekstur Capacent stöðvast og um 90 starfs- menn misst vinnu sína. Haft var eftir Guðrúnu Helgu í Morgunblaðinu hinn 19. nóvember síðastliðinn að fjármunir veðsettir Íslandsbanka hefðu verið notaðir til að gera upp við aðra kröfuhafa þegar gengið hefði verið frá kaup- unum. Stjórnendur Capacent hafna því hins vegar og segjast íhuga meiðyrðamál vegna ummælanna. Um mjög alvarlegar ásakanir sé að ræða sem geti valdið fyrirtækinu miklum skaða. - mþl Skiptastjóri Capacent vill lögreglurannsókn Skiptastjóri telur félag sem keypti rekstur Capacent í september hafa gerst sekt um skilasvik. Hann hefur farið fram á lögreglurannsókn vegna málsins. For- svarsmenn Capacent neita því alfarið og íhuga meiðyrðamál gegn skiptastjóra. STUÐ Í BÍÓ Þær Sara Bjarnadóttir og Jórunn Lára Ólafsdóttir fóru að sjá nýju myndina um Justin Bieber í gær. STUND MILLI STRÍÐA Uppreisnarmenn í Líbíu eru með olíuhreinsistöðina við hafnarborgina Brega á sínu valdi. Í gær geisuðu harðir bardagar við stöðina þar sem stjórnarherinn reyndi að ná henni aftur á sitt vald. Að átökunum loknum hvíldu þrír upp- reisnarmenn sig við inngang stöðvarinnar. NORDICPHOTOS/AFP Grindavík vann KR Nick Bradford hefur góð áhrif á lið Grindavíkur, sem vann KR í Vesturbænum. sport 30 ÖRYGGISMÁL Mazda hefur innkall- að um 65 þúsund bíla af tegund- inni Mazda6 eftir að köngulóar- vefir fundust í bensíntönkum nokkurra slíkra bíla. Innköllunin nær í fyrstu til Bandaríkjanna, Kanada, Mexíkó og Púertó Ríkó. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að köngulær geti ofið vef í leiðslur til og frá bensíntankinum og stíflað loftræstingu. Það geti valdið slíkum þrýstingi á tankinn að hann leki og eldhætta skapist. Fyrirtækinu sé þó ekki kunnugt um eld eða slys vegna málsins. Talsmaður fyrirtækisins sagði að vefir hefðu fundist í tuttugu bílum. Ekki væri vitað hvers vegna kóngulærnar klifruðu inn í Mazda6-bíla frekar en aðra. Til- vikin væru þó ekki einangruð við tiltekin svæði í Norður-Ameríku. - sh Mazda innkallar 65.000 bíla: Kalla inn bíla vegna köngulóa

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.