Fréttablaðið - 04.03.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.03.2011, Blaðsíða 4
4. mars 2011 FÖSTUDAGUR4 LÖGGÆSLA „Mjög algengt er að félagar í Hells Angels hafi hlotið refsidóma fyrir alvarleg afbrot og ljóst er að í röðum þeirra er að finna marga ofbeldismenn. Þetta á við um nokkra félaga í MC Ice- land.“ Þetta segir Haraldur Johannes- sen ríkislögreglustjóri. Á blaða- mannafundi innanríkisráðherra, lögreglu og tollgæslu í gær um varnir gegn skipulagðri glæpa- starfsemi upplýsti ríkislögreglu- stjóri að íslenska vélhjólagengið MC Iceland muni um næstu helgi fá stöðu fullgildrar og sjálfstæðr- ar deildar innan Hells Angels sam- takanna. Þetta muni gerast í Ósló þar sem félagar í MC Iceland fái afhent merki Hells Angels. „Með þessari aðild hefur hópur manna hér á landi stofnað til form- legs samstarfs við samtök glæpa- manna sem starfa á heimsvísu,“ sagði ríkislögreglustjóri. „Þetta þýðir að þeir munu njóta styrks og fjármuna alþjóðlegu glæpasam- takanna.“ „Það eru engar skyndilausnir gegn þessum vanda,“ sagði Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra. „En forsendan fyrir því að okkur takist þetta ætlunarverk okkar er að við stöndum sameinuð sem samfélag.“ Spurður hvort til kæmu aukn- ar fjárveitingar til lögreglu, sam- fara auknum rannsóknarheimild- um, útilokaði ráðherra ekki að svo kynni að vera. „Það er mjög skýr ásetningur okkar að safna liði í samfélaginu gegn þessum ófögnuði,“ sagði hann. Að sögn ríkislögreglustjóra hefur inngönguferli MC Iceland verið stjórnað frá Hells Angels í Noregi. Inngönguferlið hefur að öllu leyti verið í samræmi við for- skriftir Hells Angels, sem þýðir að íslenski hópurinn hefur orðið við öllum þeim kröfum sem Hells Ang- els gera varðandi skipulag, aga og uppbyggingu slíkra hópa. Jafnframt, að merki og tákn skipta miklu máli í heimi vélhjóla- gengja og þannig tíðkist innan Hells Angels að félagar sem hafi framið morð í nafni samtakanna beri sérstakt merki. Alls staðar þar sem Hells Angels hafi náð að skjóta rótum hafi aukin skipulögð brotastarfsemi fylgt í kjölfarið, sem beinist gegn samfé- laginu og öryggi almennings. Auk ráðherra og ríkislög- reglustjóra sátu fundinn Stefán Eiríksson lögreglustjóri á höfuð- borgarsvæðinu, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, og Snorri Ólsen toll- stjóri. ritstjorn@frettabladid.is SKIPULÖGÐ GLÆPASTARFSEMI Þau ræddu viðbrögð lögreglu gegn skipulagðri glæpastarfsemi, f.v. Stefán Eiríksson lögreglustjóri, Haraldur Johannessen ríkislög- reglustjóri, Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri og Snorri Ólsen tollstjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Lögregla segir ofbeldismenn að finna í röðum MC Iceland Lögregla segir meðlimi vélhjólagengisins MC Iceland fá fulla aðild að Hells Angels um helgina. Hún segir ofbeldismenn að finna í röðum MC Iceland og að margir í Hells Angels hafi hlotið dóma fyrir alvarleg brot. „Við erum ekki í stríði við neinn,“ segir Einar „Boom“ Marteinsson, formaður vélhjóla- klúbbsins MC Iceland, sem lögregla óttast að muni innan skamms lenda í átökum við annan vélhjólaklúbb, Black Pistons, sem starf- ræktur er hér á landi. Black Pistons er opinber áhangendaklúbbur vélhjólasamtakanna Outlaws og klúbburinn hér var stofnaður af Jóni Trausta Lútherssyni, forvera Einars á for- mannsstóli MC Iceland, áður Fáfnis. Einar undrast í samtali við Fréttablaðið að yfirvöld kalli klúbbinn skipulögð glæpa- samtök þótt enginn dómur hafi fallið á hann. Hann vill þó ekkert segja frekar um málið. Lögregla fullyrðir að meðlimir MC Iceland muni um helgina fá fullgildingu sem liðs- menn Hells Angels, eða Vítisengla, og að athöfnin muni fara fram í Ósló. Einar vill hvorki tjá sig um það né hvort þeir séu á leið utan. - sh „Við erum ekki í stríði við neinn“ EINAR „BOOM“ MARTEINSSON VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 13° 10° 8° 6° 10° 11° 5° 5° 18° 9° 13° 5° 26° 2° 10° 16° 0°Á MORGUN 10-18 m/s S- og V-til, annars hægari. SUNNUDAGUR Suðvestlæg átt, víða 8-15 m/s. 3 0 -2 0 -2 -1 0 5 3 4 -4 5 8 7 6 7 10 5 8 6 9 3 7 3 3 0 4 4 -1 -1 0 2 STUND MILLI STRÍÐA Í dag verður nokkuð bjart víðast hvar. Það lægir er líður á daginn og kólnar heldur í veðri. Lægð kemur upp að landinu seint í nótt eða í fyrra- málið og þá hvessir og úrkoma fellur á nýjan leik, fyrst á formi snævar, síðar slyddu og þá rigningar. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður DÓMSMÁL Ríkissaksóknari ætlar að áfrýja til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjaness yfir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni, sem dæmdur var ósakhæfur eftir að hafa banað Hannesi Þór Helga- syni. Gunnar var í héraðsdómi met- inn ósakhæfur og því sýknaður en dæmdur til vistar á réttar- geðdeild. „Vegna sérstöðu málsins borið saman við önnur mál þar sem deilt hefur verið um sakhæfi telur ríkis- saksóknari rétt að áfrýja málinu til Hæstaréttar til endurskoðunar á héraðsdómi,“ segir í tilkynningu frá embætti ríkissaksóknara. „Má þar nefna að fyrir liggur að ákærði skipulagði verknaðinn með löngum fyrirvara, ákæru- valdið telur að orsakasamhengi á milli ástands ákærða og verknað- ar sé óljóst og að lýsingar á hátt- semi ákærða í skýrslum geðlækna og hans eigin framburði séu ekki í fullu samræmi við þær skilgrein- ingar sem byggt er á.“ Málinu er áfrýjað í því skyni að ákærði verði sakfelldur í samræmi við ákæru, hann dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. - jss Ríkissaksóknari hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjaness um ósakhæfi: Gunnar Rúnar fyrir Hæstarétt ÁFRÝJUN Dómi yfir Gunnari Rúnari hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. STJÓRNSÝSLA Már Guðmundsson seðlabankastjóri mætir á opinn fund þriggja nefnda Alþingis klukkan 10 í dag. Þar mun hann gera grein fyrir störfum pen- ingastefnu- nefndar Seðla- bankans undangengið ár og svara fyrirspurnum. Efnahags- og skattanefnd, fjárlaganefnd og viðskiptanefnd Alþingis halda fundinn en ásamt Má verða á fundinum Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur og Rannveig Sigurðardóttir, rit- ari peningastefnunefndar. Í tilkynningu frá Seðlabanka segir að fundurinn sé liður í reglulegri upplýsingagjöf bank- ans til Alþingis. - mþl Seðlabankastjóri hittir nefndir: Már á opnum fundi Alþingis Barði tengikassa Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæð- inu hefur ákært mann á sextugsaldri fyrir að berja tengikassa í Garðabæ með barefli. Rafmagn fór af nær- liggjandi húsum. Orkuveitan krefur manninn um greiðslu fyrir skemmdir á kassanum. Karlmaður hefur í Héraðsdómi Austurlands verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að slá annan mann tvisvar í höfuðið með trékylfu. Maðurinn rauf skilorð eldri dóms og var dæmdur til að greiða brotaþola miskabætur. DÓMSTÓLAR Sló í höfuð með kylfu MÁR GUÐMUNDSSON BORGARMÁL Áætlað er að um 400 þúsund baðgestir hafi sótt Ylströndina í Nauthólsvík í fyrra. Ylströndin var opnuð árið 2000 og fékk Bláfánann árið 2003 en hann er alþjóðleg vott- un sem veitt er rekstraraðilum baðstranda og smábátahafna fyrir framúrskarandi vistvæna umgengni og meðhöndlun úrgangs. Heilbrigðiseftirlitið hefur eftirlit með Ylströndinni en hún flokkast sem náttúrulaug. - jhh Ylströndin vinsæl í fyrra: Um 400 þúsund sóttu ströndina GENGIÐ 03.03.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 216,4458 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 115,33 115,89 187,73 188,65 159,89 160,79 21,441 21,567 20,791 20,913 18,305 18,413 1,4093 1,4175 181,58 182,66 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is – FULLT HÚS JÓLAGJAFA REYKJAVÍK • AKUREYRI ellingsen.is VIKING gúmmístígvél VARMA ullarsokkar DIDRIKSONS húfa DIDRIKSONS vettlingar FRÁBÆR PAKKA TILBOÐ AF VÖRUM FYRIR ALLS KONAR ÚTIVIST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.