Fréttablaðið - 04.03.2011, Blaðsíða 10
4. mars 2011 FÖSTUDAGUR10
STJÓRNSÝSLA „Ég vil bara fá það
sem mér bar á þessum tíma. Ég
hefði fengið þetta, ég veit það,“
segir Hermann Skírnir Daðason,
sem gerir út netabátinn Eið frá
Ólafsfirði ásamt bróður sínum
Jóni Heiðari.
Þeir telja að á þeim hafi verið
brotið við úthlutun byggðakvóta
fiskveiðiárið 2006/2007. Frysti-
togari hafi fengið 55 tonn af
byggðakvóta, þvert á reglugerð
sem þá var nýsett, en hún kveður
á um að afla sem veiddur er sam-
kvæmt byggðakvóta skuli land-
að til vinnslu í þeirri byggð sem
kvótinn er bundinn við.
Í apríl 2009 lagði útgerðin fram
erindi vegna málsins hjá sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðu-
neytinu.
Ekkert svar hefur borist og
kveðst Hermann orðinn úrkula
vonar um að fá nokkurn tíma
svar. Samskipti vegna málsins
eru rakin hér til hliðar.
Stefnir nú í að málið fari fyrir
dómstóla. „Það var brotið á okkur,
við höfum gögn um það. Ég hefði
viljað fá þessi tonn og draga þetta
til baka en það er orðið of seint.
Nú er ekki annað að gera en að fá
lögfræðinga í málið.“
bjorn@frettabladid.is
Meint ólögleg kvótaúthlutun
velkist um í ráðuneytinu
Útgerðarfyrirtæki vill að mistök við úthlutun byggðakvóta verði viðurkennd og hlutur þess réttur. Málið
hefur velkst í sjávarútvegsráðuneytinu í tvö ár. Umboðsmaður Alþingis gagnrýnir seinagang ráðuneytisins.
LANDAÐ Flest bendir til að mál
bræðranna Hermanns og Jóns Heiðars
vegna úthlutunar byggðakvóta komi til
kasta dómstóla. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT REYNISSON
Fréttablaðið leitaði viðbragða í
sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðuneytinu við áliti umboðs-
manns. Bjarni Harðarson, upplýs-
ingafulltrúi þess, segir ráðuneytið
harma hvað dregist hefur að
svara. Málið eigi sér langa sögu og
tengist ákvörðunum sem teknar
hafi verið í tíð þáverandi ráðherra
á fiskveiðiárinu 2006 til 2007.
Málið sé flókið og tengist úrlausn
á ágreiningi en það réttlæti ekki
þennan drátt. „Það verður farið
í það að svara þessu erindi sem
allra fyrst.“
Harmar dráttinn
Í febrúar á síðasta ári leitaði Hermann til umboðsmanns Alþingis vegna
sinnuleysis sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins.
2. mars 2010 ritaði umboðsmaður ráðuneytinu bréf og óskaði eftir upp-
lýsingum um hvað liði afgreiðslu á erindi Hermanns. Þess var óskað að svör
bærust eigi síðar en 16. mars. Erindið var ítrekað 18. mars, 29. apríl og 24. júní.
Í svarbréfi ráðuneytisins 30. júní kom fram að þann sama dag hefði gagna
verið óskað hjá Fiskistofu.
30. ágúst ítrekaði umboðsmaður á ný tilmæli um að ráðuneytið léti honum
í té upplýsingar um hvað liði afgreiðslu erindisins. Engin svör bárust og 24.
september var erindið enn ítrekað og skýringa á töfunum óskað.
Svar barst 8. október. Í því sagði að umbeðnar upplýsingar frá Fiskistofu
hefðu borist og hét ráðuneytið hraðri afgreiðslu. Baðst ráðuneytið jafnframt
velvirðingar á töfunum, sem stöfuðu af miklum önnum.
Þegar ekkert hafði gerst 30. nóvember ræddi starfsmaður umboðsmanns
símleiðis við starfsmann ráðuneytisins. Bar sá við miklum önnum í ráðuneyt-
inu en stefnt væri að afgreiðslu í þeirri viku.
9. desember hafði enn ekkert gerst og aftur var hringt frá umboðsmanni í
ráðuneytið. Miklum og óvæntum önnum var borið við og sagt að vonast væri
eftir afgreiðslu fyrir 17. desember. 28. desember var enn tilkynnt um að tafir
yrðu á svörum vegna mikilla anna en stefnt væri að afgreiðslu málsins aðra
vikuna í janúar 2011.
18. janúar 2011 var málið enn óafgreitt og hafði umboðsmaður samband
símleiðis við ráðuneytið. Fékk hann þau svör að erindinu yrði svarað í síðasta
lagi um mánaðamótin janúar-febrúar. 2. febrúar var í símtali beðist velvirð-
ingar af hálfu ráðuneytisins á því að erindinu hafði enn ekki verið svarað en
vonast væri til að það yrði sem fyrst.
28. febrúar lauk umboðsmaður málinu með álitsgerð. Í niðurstöðu segir
að þær tafir sem orðið hafi á afgreiðslu ráðuneytisins á erindi Hermanns séu
ekki í samræmi við reglur sem stjórnvöldum ber að fylgja um málshraða og
svör við skriflegum erindum.
Samskipti umboðsmanns og ráðuneytis
45% minna salt, sama bragð!
Nýjung í saltkjöti frá Íslandslambi
Skert innihald salts
45%
Minna salt - sama brag
45% minna salt – sama bragð
Hófleg saltneysla er mikilvæg fyrir alla sérstaklega
fyrir þá sem hafa hækkaðan blóðþrýsting eða eru
yfir kjörþyngd. Kjötmeistarar Íslandslambs mæla
með þessu sérverkaða saltkjöti þar sem verulega
hefur verið dregið úr notkunn salts án þess að
það komi fram á bragðgæðunum.
Undirbúningur: Baunir lagðar í bleyti
yfir nótt og skolaðar áður en þær eru
settar í pottinn. Það sem þarf í súpuna:
2.8 ltr. vatn / 1-1,2 kg saltkjöt / 300g
baunir / 200g saltað flesk / 50g beikon /
1 stór laukur / 500g kartöflur /500g ró-
fur / 250g gulrætur. Aðferð: Baunirnar
eru settar í pott með vatninu, fleskinu,
beikoni, saltkjötinu og lauknum sem er
búið að flysja og skera í bita. Soðið við
vægan hita í u.þ.b. 60 mín. Það þarf að
hræra í pottinum og fleita ofan af öðru
hvoru.
Eftir 1 klst. suðu eru kartöflur, rófur
og gulrætur settar út í pottinn og soðið
áfram við vægan hita í 30 -35 mín.
Saltkjöt og baunir; ný uppskrift frá Íslandslambi
FASTEIGNAMARKAÐUR 280 kaup-
samningum var þinglýst á höfuð-
borgarsvæðinu í febrúar. Sam-
kvæmt tölum Þjóðskrár nam
heildarvelta 7,9 milljörðum króna
og meðalupphæð á hvern kaup-
samning var 28,2 milljónir króna.
Viðskipti með eignir í fjölbýli
námu 4,7 milljörðum, viðskipti
með eignir í sérbýli 2,4 milljörð-
um og viðskipti með aðrar eignir
0,8 milljörðum króna.
Í samanburði við janúar fjölgar
kaupsamningum um rúman fjórð-
ung og um helming frá febrúar
í fyrra. Þá var 186 kaupsamn-
ingum þinglýst og velta nam 5,8
milljörðum króna. - þj
Fasteignamarkaður rís:
Kaupsamning-
um fjölgar
SVERÐAGLEYPIR Ogad Baba heitir
þessi indverski sverðagleypir sem
stingur þarna málmstöng niður í
kokið á sér í tilefni af hátíð helgaðri
hindúaguðnum Shiva. NORDICPHOTOS/AFP
MENNING Reykjavíkurfélög
Samfylkingarinnar og Vinstri
grænna standa ásamt áhugahópi
um þjóðarútvarp fyrir málþingi
um Ríkis útvarpið á laugardag.
Í tilkynningu frá félögunum
segir að Ríkisútvarpið sé á kross-
götum og framtíðarhlutverk þess
sem þjóðarútvarps sé óljóst.
Því vilji félögin halda svokallað
framtíðarþing þar sem rætt verð-
ur um hlutverk, stöðu og dag-
skrárstefnu þess.
Allir eru velkomnir á þingið
sem fer fram í Hafnarhúsinu og
hefst klukkan 10. Fjölbreyttur
hópur fólks á sviði fjölmiðla og
menningar flytur erindi. - mþl
Funda um þjóðarútvarp:
Málþing um
Ríkisútvarpið
DÓMSMÁL Síbrotamaður hefur
verið úrskurðaður í gæsluvarð-
hald til 24. mars af Hæstarétti.
Maðurinn hafði látið greipar
sópa í verslunum að undanförnu.
Hann stal matvöru, fatnaði og
öðrum nauðsynjavörum. Þá
braust hann inn í nokkra sumar-
bústaði og hafði verðmæti á brott
með sér. Hann stal meðal annars
rafmagnstækjum, tölvum, nauta-
lundum og Durex-gleðihring.
Maðurinn sem um ræðir á
langan sakaferil og hefur hlotið
31 refsidóm. Hann sagði lögreglu
að hann skuldaði milljón fyrir
fíkniefni og stæli upp í skuldina.
- jss
Stungið í gæsluvarðhald:
Stal gleðihring
og nautalund
RÍKISÚTVARPIÐ Rætt verður um stöðu
og dagskrárstefnu RÚV á málþingi.