Fréttablaðið - 04.03.2011, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 04.03.2011, Blaðsíða 50
4. mars 2011 FÖSTUDAGUR30 sport@frettabladid.is MATTHÍAS VILHJÁLMSSON hefur lokið dvöl sinni hjá enska C-deildarliðinu Colchester Uni- ted og heldur senn heim á leið til Íslands. Þangað var hann lánaður frá bikarmeisturum FH fyrr í vetur en hann kom alls við sögu í þremur leikjum með Colchester. Hann mun nú snúa aftur til FH-inga. Iceland Express deild karla KR - Grindavík 104-105 (46-43) Stig KR: Marcus Walker 31/6 stoðsendingar, Hreggviður Magnússon 18, Brynjar Þór Björnsson 14, Ólafur Már Ægisson 14, Pavel Ermolinskij 9/6 fráköst/10 stoðsendingar/5 stolnir, Finnur Atli Magnússon 7, Jón Orri Kristjánsson 6, Skarphéð- inn Freyr Ingason 4, Páll Fannar Helgason 1. Stig Grindavíkur: Ryan Pettinella 26/11 fráköst, Ólafur Ólafsson 25/6 fráköst/5 stoðsendingar/4 varin skot, Páll Axel Vilbergsson 19, Mladen Soskic 17/8 fráköst, Nick Bradford 8/7 fráköst/8 stoðsendingar, Björn Steinar Brynjólfsson 6, Ómar Örn Sævarsson 4/4 fráköst, Þorsteinn Finnbogason. Fjölnir - Tindastóll 88-83 (41-35) Stig Fjölnis: Brandon Brown 22/11 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 19, Jón Sverrisson 16/11 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 12/9 stoðsendingar, Sindri Kárason 6, Arnþór Freyr Guðmundsson 5, Tómas Heiðar Tómasson 5, Hjalti Vilhjálmsson 3. Stig Tindastóls: Sean Cunningham 25/10 fráköst, Dragoljub Kitanovic 16, Hayward Fain 13/12 fráköst, Svavar Atli Birgisson 9, Helgi Rafn Viggósson 8/10 fráköst, Friðrik Hreinsson 8, Helgi Freyr Margeirsson 4. Hamar - ÍR 90-103 Leikskýrsla barst ekki fyrir prentun. STAÐAN Snæfell 19 16 3 1856-1692 32 KR 20 15 5 1946-1709 30 Grindavík 20 14 6 1687-1589 28 Keflavík 19 13 6 1792-1660 26 Stjarnan 19 10 9 1629-1647 20 ÍR 20 9 11 1805-1821 18 Njarðvík 19 8 11 1547-1614 16 Haukar 19 8 11 1613-1721 16 Tindastóll 20 7 13 1601-1686 14 Fjölnir 20 7 13 1758-1844 14 Hamar 20 6 14 1609-1709 12 KFÍ 19 4 15 1628-1779 8 NÆSTU LEIKIR Keflavík - KFÍ í kvöld kl. 19.15 Stjarnan - Snæfell í kvöld kl. 19.15 Haukar - Njarðvík í kvöld kl. 19.15 N1-deild karla Akureyri - Valur 23-20 (9-9) Mörk Akureyrar (skot): Guðmundur H. Helgason 7 (14), Bjarni Fritzson 6 (15/1), Oddur Gretarsson 5/1 (9/2), Heimir Örn Árnason 4 (9), Daníel Einarsson 1 (3), Hörður Fannar Sigþórsson 0 (3). Varin skot: Stefán U. Guðnason 9 (15) 60%, Sveinbjörn Pétursson 10 (24) 42%. Hraðaupphlaup: 6 (Bjarni 3, Oddur, Heimir 2). Fiskuð víti: 2 (Hörður, Heimir) Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Vals (skot): Sturla Ásgeirsson 5/2 (6), Ernir Hrafn Arnarsson 5 (10), Anton Rúnarsson 4 (10), Orri Freyr Gíslason 2 (4), Heiðar Þór Aðalsteins- son 1 (1), Fannar Þorbjörnsson 1 (1), Finnur Ingi Stefánsson 1 (3), Valdimar Fannar Þórsson 1 (12), Alex Jedic 0 (2). Varin skot: Hlynur Morthens 28/2 (51/2) 55%, Hraðaupphlaup: 3 (Finnur, Heiðar, Sturla). Fiskuð víti: 3 (Orri 3) Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Valgeir Ómars- son. Sæmilegir. HK - Selfoss 24-27 (9-13) Mörk HK: Ólafur Bjarki Ragnarsson 11, Vilhelm Gauti Bergsveinsson 4, Bjarki Már Gunnarsson 2, Atli Ævar Ingólfsson 2, Sigurjón F. Björnsson 2, Bjarki Már Elísson 1, Ármann D. Sigurðsson 1, Hákon Bridde 1. Mörk Selfoss: Guðjón F. Drengsson 10, Milan Ivancev 7, Ragnar Jóhannsson 6, Atli Hjörvar Einarsson 2, Gunnar ingi Jónsson 2. Afturelding - Haukar 25-24 (11-13) Mörk Aftureldingar: Sverrir Hermannsson 7, Hilmar Stefánsson 6, Þrándur Gíslason 4, Reynir Ingi Árnason 4, Ásgeir Jónsson 1, Bjarni Aron Þórðarson 1, Arnar Freyr Theódórsson 1, Jón Andri Helgason 1. Mörk Hauka: Freyr Brynjarsson 6, Þórður Rafn Guðmundsson 6, Guðmundur Árni Ólafsson 4, Björgvin Þór Hólmgeirsson 4, Tjörvi Þorgeirsson 2, Heimir Óli Heimisson 2. STAÐAN Akureyri 16 13 1 2 461-413 27 Fram 15 9 1 5 480-435 19 FH 15 9 1 5 430-395 19 HK 16 9 0 7 477-486 18 Haukar 16 7 3 6 417-410 17 Valur 16 6 0 10 413-446 12 Afturelding 16 4 0 12 406-443 8 Selfoss 16 2 2 12 449-505 6 NÆSTU LEIKIR Fram - FH sunnudag kl. 15.45 Selfoss - Akureyri fimmtudag kl. 19.00 Valur - Fram fimmtudag kl. 19.30 Haukar - HK fimmtudag kl. 19.30 FH - Afturelding fimmtudag kl. 19.30 ÚRSLIT FÓTBOLTI Knattspyrnudeild Vík- ings tilkynnti í gær ákvörðun sína að slíta samstarfi við Leif Garðarsson, þjálfara meistara- flokks karla. Leifur tók við þjálfun Víkings árið 2008 og stýrði liðinu til sig- urs í 1. deildinni í fyrra. Björn Einarsson, formaður knattspyrnudeildarinnar, segir að margt búi að baki ákvörðunn- ar liðsins. „Svona ákvörðun er ekki tekin nema að vel ígrund- uðu máli. Það eru ákveðnar ástæður sem liggja að baki en engin ein frekar en önnur. Þetta var ákvörðun sem var tekin með hagsmuni Víkings að leiðarljósi.“ Fyrir stuttu var Excel-skjal með umsögnum Leifs um leik- menn Víkinga sent á sjálfan leik- mannahópinn fyrir slysni. Í gær- morgun var svo birtur pistill á Fótbolti.net þar sem spurt er hver huldumaðurinn Albert Örn sé. Um dulnefni virðist hafa verið að ræða en huldumaðurinn virtist hafa þjónað þeim eina tilgangi að koma Leifi til varnar í net- heimum. Björn vildi ekki svara því hvort ákvörðunin um að reka Leif tengdist þeim málum. „Þegar maður er að reka öflugt félag eins og Víking skiptir félagið mestu máli en ekki umræðan úti í bæ eða fjölmiðlum. Við teljum að þetta sé best fyrir Víking.“ Leit er nú hafin að nýjum þjálf- ara og segir Björn að stefnt sé að því að ganga frá þeirri ráðningu sem allra fyrst. Keppni í Pepsi- deild karla hefst 1. maí næstkom- andi. „Við höfum sett okkur skýr markmið og kjósum að vinna eftir þeim,“ sagði Björn. - esá Tíðindi í íslenska boltanum: Leifur rekinn frá Víkingum LEIFUR GARÐARSSON Mun ekki stýra Víkingum í sumar en hann kom liðinu upp í Pepsi-deildina nú í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HANDBOLTI Akureyri vann Val 23-20 og hefndi fyrir tapið í bikar- úrslitaleiknum um síðustu helgi. Hlynur Morthens varði 21 skot í fyrri hálfleik en ömur legur sóknar leikur Vals varð liðinu að falli. Staðan var 9-9 í hálfleik en Akureyri sigldi fram úr undir lokin. Vörn Akureyrar var góð en Stef- án Guðnason, Oddur Gretarsson og Guðmundur Hólmar Helgason kláruðu leikinn fyrir liðið á síðasta korterinu. Hlynur fann sig ekki í seinni hálfleik og Valsliðið virkaði þreytt. Það henti boltanum ítrek- að frá sér en vörn Akureyrar var reyndar mjög góð. Sóknarleikur heimamanna var ágætur en þá skorti þó betri skot- nýtingu til að slíta Val frá sér. Leikurinn var ekki vel spilaður en Akureyringar halda góðri forystu á toppi deildarinnar. „Hefndin er sæt. Það er fyrir öllu að vera áfram í efsta sæt- inu. Leikurinn var kannski ekki fallegur, en vörnin okkar var góð. Að fá á sig 20 mörk er frábært. Ég var ekkert hræddur þar sem við vorum að fá góð færi, hann gat ekki varið svona allan leikinn. Það kom enda á daginn að hann varði varla skot í seinni hálfleik. Vörn- in okkar hélt vel og Guðmundur og Oddur stigu vel upp í lokin. Við eigum fimm leiki eftir og þurfum að halda okkur á tánum en tveggja vikna pásan núna er kærkomin,” sagði Atli. „Sóknarleikurinn varð okkur að falli,“ sagði Hlynur. „Vörnin var allt í lagi en ég veit ekki hvað var í gangi fram á við. Líklega ekkert. Þeir brutu tempóið okkar í ræmur og stoppuðu allt. Bæði lið voru þreytt, leikurinn hægur og eflaust ekki ýkja skemmtilegur. Við erum mjög svekktir að tapa, við nýttum þetta ekki nógu vel. Við máttum ekkert við því að tapa fleiri stig- um,“ sagði Hlynur, sem varði ótrú- lega í fyrri hálfleiknum. „Þetta var orðið hálf hlægilegt. Þegar maður dettur í gírinn þá bara ver maður allt. Að sama skapi er svekkjandi að sóknin skuli ekki hafa fylgt þessu eftir,“ sagði Hlynur. - hþh Valsmenn eru að missa af lestinni í N1-deild karla í handbolta eftir tap í gær: Sæt hefnd Akureyringa á bikarmeisturunum SKORAÐI FJÖGUR Heimir Örn Árnason fer hér framhjá Valdimar Fannari Þórssyni, leikmanni Vals, á Akureyri í gær. MYND/SÆVAR GEIR KÖRFUBOLTI „Það er alltaf gaman að spila hérna og KR er alltaf með frábært lið þannig að maður reikn- ar með virkilega erfiðum leik. Við vildum vera fyrstir til þess að leggja KR hérna. Það tókst og var afar sætt,“ sagði brosmildur en þreyttur Nick Bradford, leikmaður Grindavíkur, eftir sætan 104-105 sigur á KR í DHL-höllinni. Bradford hefur oft spilað betur í DHL-höllinni en hann gerði í gær en áhrif hans á Grindavíkur- liðið eru augljós. Liðið hefur sár- lega skort sjálfstraust upp á síð- kastið en í gær lék liðið af miklu sjálfstrausti og ákveðni. Félagar hans tjáðu blaðamanni eftir leik að innkoma hans í búningsklefann breytti miklu. „Ég lít á það sem hluta af mínu starfi hér að veita öðrum leik- mönnum sjálfstraust og kraft. Ég þekki þessa stráka og veit hvað þeir eru góðir. Þetta var því spurning um að ná sjálfstraust- inu upp hjá þeim,“ sagði Bradford, sem var samur við sig í leiknum. Sí kjaftandi og að reyna að fara í taugarnar á KR-ingum. „Það er minn leikur. Ef þeir vilja að ég þegi verða þeir að þagga niður í mér. Það er erfitt,“ sagði Bradford ákveðinn. Hann var reyndar mjög óánægður með eigin frammistöðu en talsvert vantar upp á leikformið hjá honum enda ekki spilað síðan í nóvember. Leikurinn í gær var bráð- skemmtilegur og spennandi þó svo að gæðin hafi oft ekki verið mikil. KR var lengi vel með frumkvæð- ið en Grindavík kom til baka í síð- ari hálfleik. Það var síðan Mladen Soskic sem skoraði sigurkörfuna þegar um tvær sekúndur voru eftir af leiknum. „Við erum mjög svekktir og ég væri að stytta mér leið ef ég ætl- aði mér að einblína á lokasekúnd- urnar. Við vorum að leggja í púkk allan leikinn að tapa þessum leik,“ sagði svekktur þjálfari KR, Hrafn Kristjánsson. „Menn komu baráttuglaðir til leiks og börðust. Við vorum samt ekki nógu einbeittir í okkar leik. Hefðum átt að setja Pettinella oftar á línuna í stað þess að leyfa honum að skora og svo mætti áfram telja,“ sagði Hrafn en hvað vill hann segja um áhrif Bradford á Grindavíkurliðið? „Grindavík talaði um að það vantaði sjálfstraust og hann býr yfir þeim eiginleika að gefa mönn- um sjálfstraust.“ henry@frettabladid.is Erfitt að þagga niður í mér Grindavík varð fyrst allra liða í gær til þess að leggja KR á heimavelli. Grinda- vík vann þá afar sætan eins stigs sigur á Vesturbæingum í háspennuleik, 105- 104. Nick Bradford virðist hafa afar jákvæð áhrif á Grindavíkurliðið. KOMINN AFTUR Nick Bradford hefur oft spilað betur en í gær en hann virðist hafa góð áhrif á félaga sína hjá Grindavík, sem gerðu sér lítið fyrir og unnu KR í vesturbænum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.