Fréttablaðið - 04.03.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.03.2011, Blaðsíða 16
16 4. mars 2011 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Ítrekað heyrist frá stuðningsmönnum aðildar Evrópusambandsins að eina leiðin til að ná tökum á peningamálum landsins sé upptaka evru, og þar með aðild að Evrópu- sambandinu. Það sé einnig eina leiðin til að afnema verðtryggingu, lækka fjármagns- kostnað og ná stöðugleika í íslensku efna- hagslífi. Reynsla hinna ýmsu ESB landa sannar að lykilatriðið er ekki hvaða mynt er notuð í hverju ríki, heldur hvernig einstök lönd stjórna sínum efnahagsmálum. Dæmi um þetta eru Svíþjóð og Írland. Svíar hafa haldið sig við sænsku krónuna með góðum árangri. Hagvöxtur er mikill, verðbólga lág og skuldir ríkisins lágar. Írland tók upp evru og nýtur nú aðstoðar AGS eftir að írska fjár- málakerfið fór í gegnum mikla erfiðleika. Myntin endurspeglar efnahagsstjórnun – hún mótar hana ekki. Verðbólga mælir óstöð- uga efnahagsstjórnun – hún skapar hana ekki. Hár fjármagnskostnaður endurspeglar skort á fjármagni – en skapar hann ekki. Ábyrgð á peningastefnu er ekki bara Seðlabankans. Ábyrg peningastefna er sam- bland ábyrgrar stefnu í fjármálum ríkisins, ábyrgrar stefnu í rekstri fjármálafyrir- tækja og ábyrgrar stefnu í fjármálum heim- ila og fyrirtækja. Allt hagkerfið þarf að spila saman og allir bera ábyrgð á efnahags- stjórninni. Ekki bara stjórnvöld og Seðla- bankinn. Samhliða hefðbundnum stýritækjum Seðlabankans þarf að tengja vexti og afborganir á húsnæðislánum við almenna markaðsvexti og það gera þeir ekki með núverandi fyrirkomulagi verðtryggingar. Tryggja þarf að fjármálafyrirtæki geti ekki stækkað efnahagsreikninga sína óstjórn- lega og aðskilja verður viðskiptabanka og fjárfestingarbanka. Hvetja þarf almenning til að spara fyrir útgjöldum og greiða niður skuldir. Aukinn sparnaður mun auka fram- boð á fjármagni og lækka vexti. Koma þarf í veg fyrir myndun eignabóla og jafnvægi verður að nást í fjármálum ríkisins. Allt þetta þarf að gera óháð því hvort við göngum inn í ESB og tökum upp evru eða ekki. Með upptöku evru er ábyrg stjórnun efnahagsmála jafnvel enn brýnni. Reynsla annarra landa sýnir að þá er hætta á auknu innflæði fjármagns, aukinni skuldsetningu heimila og fyrirtækja, eignabólum og aðlögun að þrengri kosti er erfiðari með evru og fastgengi. Því er orðið tímabært að gera sér grein fyrir því að prinsar á hvítum hestum frá Brussel munu ekki bjarga okkur. Ábyrgðin er okkar og hana verðum við öll að axla. Peningastefna og evra Peningamál Eygló Harðardóttir Þingmaður Framsóknar- flokksins Ben og Mós Jóhanna Sig (efnisins vegna) for- sætisráðherra virðist telja óþarft að nota full föðurnöfn þegar hún ræðir um starfssystkini í þinginu. Nokkrum sinnum hefur hún kallað Lilju Móses- dóttur Lilju Mós og í þingumræðum í gær lét hún duga að nefna Bjarna Benediktsson Bjarna Ben. Þingforseti gerði við það athuga- semd og má búast við að eftirleiðis klári Jóhanna föðurnöfnin – í þinginu í það minnsta. Of gott til að vera satt Nokkrir þingmenn Framsóknar- flokksins, undir forystu Gunnars Braga Sveinssonar þingflokksfor- manns, hafa lagt fram tillögu þess efnis að tvö óháð ráðgjafarfyrirtæki verði fengin til að meta skilaverð eignasafns Landsbankans. Þetta á að gera þar sem „ekki hefur verið lagt mat á með sjálfstæðum hætti af opinberum aðilum,“ hvert áætlað skilaverð eigna Lands- bankans er. Fréttir af nýju mati skilanefndar bankans á eignasafninu, sem var afar jákvætt fyrir alla aðila, er kveikjan að þessari tillögu framsóknarmannanna. Hvað svo? Þetta er auðvitað hið besta mál. Gott er að sem mestar upplýsingar liggi fyrir áður en þjóðin greiðir atkvæði um Icesave-lögin. Spurning er hins vegar hvað framsóknarmennirnir gera ef mat „óháðu ráðgjafarfyrirtækjanna,“ reynist enn jákvæðara en mat skilanefndarinnar. Á því eru vissulega nokkrar líkur þar sem því er jafnan haldið fram að mat skilanefndarinnar sé varfærið. Ætli þeir fari þá fram á að enn aðrir verði fengnir til verksins? Þá hlýtur Indefence-náunginn sem sat um skeið fyrir Fram- sóknarflokkinn í bankaráði Seðlabankans að koma sterklega til greina. bjorn@frettabladid.is Ö gmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur skipt um skoðun á auknum heimildum lögreglunnar til að fylgj- ast með skipulagðri glæpastarfsemi, meðal annars með svokölluðum forvirkum rannsóknum. Þær fela það í sér að taka megi einstakling eða hóp manna til rannsóknar, jafnvel þótt viðkomandi sé ekki grunaður um að hafa framið afbrot, heldur nægi grunur um að viðkomandi hafi slíkt á prjónunum eða tengist skipu- lagðri glæpastarfsemi. Í umræðum á Alþingi í fyrra- dag rifjaði Ögmundur upp að hann hefði verið í hópi þeirra sem vildu fara varlega í að auka heimildir lögreglunnar og væri enn. Hins vegar hefði lögreglan fært rök fyrir því að núverandi rannsóknarheimildir hennar væru of þröngar og torvelduðu henni að rannsaka skipulögð glæpagengi. Hann féllist á þau sjónarmið að rýmka yrði heimildir lögreglunnar, þó með því skilyrði að þær yrðu áfram veittar á grundvelli dómsúrskurðar. Ástæða sinnaskipta ráðherrans er nýtt hættumat greiningar- deildar ríkislögreglustjóra, sem telur hættu á að senn komi til upp- gjörs eða átaka á milli harðsvíraðra glæpagengja, Vítisengla og Útlaga, hér á landi. Á blaðamannafundi í gær greindi Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri frá því að klúbburinn MC Ísland fengi væntanlega um næstu helgi fulla aðild að heimssamtökum Vítisengla og þar með aðgang að stuðningi og fjármunum glæpa- samtakanna. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær hefur klúbbur tengdur Útlögum verið stofnaður hér til höfuðs Vítisenglum. Þetta er grafalvarleg þróun. Ögmundur Jónasson hefur greini- lega áttað sig á alvöru málsins og bregst við í samræmi við það. Eins og ráðherrann benti á í ræðu sinni á Alþingi fylgir alls konar andstyggileg glæpastarfsemi þeim samtökum sem byrjuð eru að skjóta rótum hér á landi, þar á meðal mansal, fíkniefnasala, vopnasala og -smygl og fjárkúganir með ofbeldi. Starfsemi þessara samtaka ógnar öryggi almennings víða í nágrannalöndum okkar og hún er ekki síður alvarleg ógn við okkar friðsama samfélag. Á Alþingi lýsti Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra stuðningi við áform innanríkisráðherrans. Hann fór áður ásamt Ögmundi Jónassyni einna fremstur í flokki þeirra sem kölluðu það tilburði til njósna og leyniþjónustustarfsemi þegar lagt var til að lögreglan fengi auknar heimildir. Össur rifjaði upp fyrri áhyggjur af að heimildir lögreglu yrðu notaðar til einhvers konar pólitískra njósna og sagði að það væri alger forsenda fyrir samþykki Sam- fylkingarinnar við þeim að þær yrðu bundnar þinglegu eftirliti. Það er eðlileg krafa – og hefur raunar verið ráð fyrir slíku gert í öllum þeim tillögum sem hingað til hafa verið lagðar fram um auknar heimildir lögreglu. Vonandi er nú loks að myndast breið pólitísk samstaða um að grípa til þeirra ráða sem duga gegn skipulögðum glæpasamtökum áður en þau ná að festa hér rætur. Hér er við að eiga menn sem verður að mæta af fullri hörku. Það er gott að þeir sem nú bera ábyrgð á heill almennings skuli horfast í augu við alvarlega stððu og vera reiðubúnir að gera það sem gera þarf. Ráðherrar skipta um skoðun á rannsóknar- heimildum lögreglunnar. Alvarleg ógn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.