Fréttablaðið - 04.03.2011, Page 13

Fréttablaðið - 04.03.2011, Page 13
FÖSTUDAGUR 4. mars 2011 13 B L Ó M A B Ú Ð G L Æ S I B Æ S : 5 6 8 - 9 1 2 0 Allar rósir á 590 kr. BANGLADESS, AP Muhammed Junus, Nóbelsverðlaunahafi og bankastjóri í Bangladess, hefur mótmælt því harðlega að stjórnvöld í Bangladess ætli að reka hann úr starfi sínu sem bankastjóri Grameen-bankans. Junus, og bankinn sem hann stofnaði, hefur notið mikillar virð- ingar fyrir að útvega fátæku fólki lánsfé til að koma undir sig fótun- um. Nú í vetur komu hins vegar fram ásakanir í norskum sjón- varpsþætti um að bankinn stundaði okurlánastarfsemi og gengi hart að fólki sem ekki getur staðið í skilum. Junus segir að Sheikh Hasina, forsætisráðherra í Bangladess, noti þetta sem átyllu til að bola sér úr embætti, en í raun hafi hún horn í síðu hans vegna þess að hann hafi árið 2007 kynnt áform um að stofna stjórnmálaflokk, með tilstyrk hers landsins. Junus sagðist sjálfur vilja hætta og gefa öðrum kost á að taka við stjórn bankans, en hann vildi þó ekki hætta við þessar aðstæður. „Ef ég hætti vegna ills umtals missir fólk trú á Grameen-bank- anum. Það vil ég ekki að gerist,“ sagði hann eftir að hafa fært rök fyrir máli sínu fyrir dómi í gær. - gb Stofnandi banka fyrir fátæka fallinn í ónáð í Bangladess eftir ásakanir um okurlán og innheimtuhörku: Nóbelshafi sakar ráðamenn um óheilindi JUNUS KEMUR ÚR RÉTTARSAL Kvörtun hans var tekin fyrir í gær. NORDICPHOTOS/AFP VERÐLAUN Verkefnið „Iceland Wants to Be Your Friend“ (ice- land wantstobeyourfriend.com) sem nýlega vann til verðlauna hjá Samtökum vefiðnaðarins er einn- ig tilnefnt til NEXPO-vefverð- launanna. NEXPO eru ný verðlaun sem verða veitt í fyrsta sinn á sýning- unni „Netið Expo 2011“ sem fer fram í Vetrargarðinum í Smára- lind 11.-13. mars næstkomandi. Þar er verkefnið tilnefnt sem Her- ferð ársins. Sýningin er haldin í samstarfi við Reykjavík Internet Marketing Conference, RIMC. - óká Tilnefnt til NEXPO-verðlauna: Afhent verður í Vetrargarðinum NEYTENDUR IKEA hefur innkallað pressukönnu að nafni FÖRSTÅ vegna galla. Málmhaldari á könnunni veld- ur þrýstingi á glerið sem getur brotnað af þeim völdum og valdið slysum. IKEA um allan heim hefur fengið tuttugu tilkynningar um könnur sem brotna. Þar af fylgdi bruni í tólf tilfellum og í einu til- felli brunasár. Umrædd vara var til sölu hjá IKEA á tímabilinu febrúar til des- ember á síðasta ári. Kaupendur geta skilað könn- unni aftur til IKEA og fengið hana endurgreidda að fullu. - þj Getur brotnað vegna galla: IKEA innkallar gallaða könnu INNKALLAR KAFFIKÖNNU IKEA hefur innkallað gallaða kaffikönnu. ÞJÓÐKIRKJAN Fimm prestar hafa gefið kost á sér til embættis vígslu- biskups í Skálholti. Þeir eru: Agnes Sigurðardóttir, prófastur í Vest- fjarðaprófastsdæmi, Jón Dalbú Hróbjartsson, prófastur í Reykja- víkurprófastsdæmi vestra, Karl V. Matthíasson vímuvarnarprestur, Kristján Valur Ingólfsson, verk- efnisstjóri helgisiða og prestur á Þingvöllum, og Sigrún Óskarsdótt- ir prestur í Árbæjarkirkju. Kosið verður í mars og eru 63 á kjörskrá. Ættu niðurstöður að vera ljósar fyrir mánaðamót. - bþs Embætti vígslubiskups: Fimm sækjast eftir Skálholti

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.