Fréttablaðið - 08.03.2011, Side 2

Fréttablaðið - 08.03.2011, Side 2
8. mars 2011 ÞRIÐJUDAGUR2 STJÓRNMÁL Launahækkanir banka- stjórnenda á síðasta ári eru sið- ferðislega óréttlætanlegar, að mati Jóhönnu Sigurðardóttur forsætis- ráðherra. Jóhanna skrifaði um málið á Facebook-síðu sína í gær. „Engin siðleg réttlæting er á þeim ofurlaunum sem æðstu stjórn- endur Arion banka og Íslandsbanka hafa fengið á liðnu ári. Framferði þeirra er óþolandi ögrun og bein ógn við stöðugleika og frið í sam- félaginu,“ segir Jóhanna. Fram hefur komið að laun yfir- stjórnenda Arion banka og Íslands- banka hækkuðu mikið á síðasta ári. Höskuldur H. Ólafsson, banka- stjóri Arion banka, hefur nú um fimm milljónir í laun á mánuði, eða um 145 prósentum hærri laun en forveri hans hafði, og launakostn- aður yfirstjórnar bankans jókst í fyrra um rúman þriðjung. Þá Það er ólíðandi að æðstu stjórnendur banka og fyrirtækja skammti sér milljónir í laun á meðan almenningur berst í bökkum. JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR FORSÆTISRÁÐHERRA Drengurinn sem lést í slysi á sveitabæ í Borgarbyggð í fyrradag hét Kristófer Alex- ander Konráðsson. Hann var á sjötta aldursári, fæddur 7. júlí árið 2005. Foreldrar Kristófers Alexanders eru Ásrún Harðar dóttir og Konráð Hall- dór Konráðs son. Þau búa að Fléttu rima 24 í Grafarvogi. Lést í slysi á sveitabæ SAMFÉLAGSMÁL Opnuð hefur verið kynlífsráðgjöf fyrir krabbameins- sjúklinga á Landspítalanum. „Þetta verkefni er afsprengi hugmyndar starfsfólks á Landspítalan- um,“ segir Jóna Ingibjörg Jóns- dóttir, klínískur kynfræðingur og sérlegur starfsmaður verkefnisins. Fimmtíu til sjötíu prósent fólks sem greinist með krabbamein fá einhvers konar kynlífsvanda- mál sem rekja má til sjúkdómsins og meðferðar við honum. Einnig hefur verið opnuð vefsíðan kyn- lifogkrabbamein.is. - fsb / Allt í miðju blaðsins Kynfræðingur ráðinn á LSH: Veitir krabba- meinsgreindum kynlífsráðgjöf Jakob, er þetta ekki bara hag- fræði 101? „Já, í splunkunýju samhengi við sjálfan brennipunkt höfuðborgarinn- ar þar sem speglast gjörvallt litróf mannlífsins í 101 Reykjavík.“ Ný athugun skattayfirvalda leiðir í ljós að miðborgin veltir hundruðum milljarða á ári. Jakob Frímann Magnússon mið- borgarstjóri segir þetta kalla á auknar fjárveitingar til svæðisins. JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR Forsætisráðherra harðorður í garð launahækkana stjórnenda í bankakerfinu: Ofurlaun bankastjóra ógn við friðinn „Ég hef ekki farið fram á neinar hækkanir. Ég er bara ráðinn á þessum launum,“ segir Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka. Hann vildi í gær ekki tjá sig frekar um launakjör sín og gagn- rýni á þau. „Bara ráðinn á þessum launum“ FRAKKLAND, AP Réttarhöld yfir Jacques Chirac, fyrrverandi Frakklandsforseta, hófust í gær eftir langa bið en var frestað stuttu síðar vegna deilna um tæknileg atriði. Chirac er ákærður fyrir að hafa notað fé úr borgarsjóði Parísar til starfsemi stjórnmálaflokks síns þegar hann var borgarstjóri þar árin 1977-95. Hann mætti ekki til réttarhaldanna í gær. Óvíst er hve- nær þeim verður haldið áfram. - gb Málaferli hefjast í París: Chirac þarf að svara til saka JACQUES CHIRAC Mætti ekki til réttarhaldanna í gær. NORDICPHOTOS/AFP VIÐSKIPTI Þrjátíu milljarða króna hagnaður Íslandsbanka á síðasta ári má að mestu skýra af endur- mati á lánum sem bankinn fékk með miklum afslætti frá þrotabúi Glitnis. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær. Íslandsbanki birti afkomu sína fyrir síðasta ár fyrir helgi en bankinn hagnaðist um 29,4 millj- arða króna eftir skatta. Þetta er meira en hagnaður Glitnis á góðærisárinu 2007 þegar bankinn skilaði 27,7 milljarða króna hagn- aði eftir skatta. Þegar rýnt er í ársreikninginn sést að hagnaðinn má að mestu skýra af vaxtamun og breyting- um á verðmati á lánasafni bank- ans. - þþ Afkoma Íslandsbanka: Hagnaðurinn skýrist af end- urmati á lánum Blindskák við tíu manns Úkraínski stórmeistarinn Evgenij Miroshnichenko teflir blindandi fjöltefli við tíu skákmenn í einu í MP banka, Ármúla 13a, í dag klukkan 16.30. Evgenij, sem er fyrrverandi Úkraínumeistari, er meðal kepp- enda á MP Reykjavíkurskákmótinu sem hefst á miðvikudag. Allir eru velkomnir á fjölteflið og er aðgangur ókeypis. SKÁK JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR HÖSKULDUR H. ÓLAFSSON hefur Birna Einarsdóttir, banka- stjóri Glitnis, hækkað um fjórð- ung í launum. „Það er ólíðandi að æðstu stjórnendur banka og fyrirtækja skammti sér milljónir í laun á meðan almenningur berst í bökk- um vegna glímunnar við afleið- ingar bankahrunsins,“ skrifar Jóhanna um málið. - sh LÖGREGLUMÁL Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagðist í Kast- ljósi í gærkvöld vita um mann sem væri krafinn um að borga háa fjár- hæð mánaðarlega til glæpahóps svo dóttir hans yrði ekki fyrir alvarlegum miska. „Hann er í sæmilegum efnum sjálfur. Það er bankað upp á hjá honum og hann er krafinn um greiðslu mánaðarlega, nokkuð háa,“ sagði Ögmundur í Kast- ljósi. „Þegar maðurinn spurði af hverju hann þyrfti að gera það var honum svarað: „Annars getur þú ekki verið öruggur um dóttur þína, að hún verði ekki fyrir ein- hverjum alvarlegum miska,“ sagði Ögmundur. Innanríkisráðherra ræddi einnig um að lögreglan hefði þurft að veita vitnum vernd í málum sem ratað hefðu inn á hennar borð svo vitni treystu sér til þess að koma fram. „Og þá spyr ég, hversu mörg eru þau vitni sem treysta sér ekki til að koma fram? Þetta er ekki Ísland eins og við viljum hafa það. Það er farið að gerast á Íslandi að fyrir- tæki eru krafin um greiðslu fyrir vernd. Þetta er það sem tíðkast hjá mafíunni, þetta er þjóðfélagið sem menn vilja ekki horfa upp á,“ sagði Ögmundur Jónasson. Innanríkisráðherra segir föður borga talsvert fé til að halda dóttur sinni óhultri: Ofbeldismenn kúga fé af föður ÖGMUNDUR JÓNASSON Innanríkis- ráðherra spyr hversu mörg vitni treysti sér ekki til að koma fram vegna hótana frá ofbeldismönnum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Vest- fjörðum fann tæp sjötíu grömm af kannabisefnum um síðustu helgi. Efnið fannst við húsleit sem lögregla gerði á Ísafirði. Ungur maður var handtekinn. Hann hefur viðurkennt að hafa átt efnið og ætlað það til dreifingar á svæðinu. Honum var sleppt að yfirheyrslum loknum enda telst málið upplýst. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglunnar vegna fíkniefnamála. Fíkniefnaleitarhundurinn Doll- ar var notaður við leitina. - jss Kannabisefni á Ísafirði: Dollar þefaði uppi fíkniefni LANDBÚNAÐUR Of fá og of stór svínabú eru í landinu að mati Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Í ræðu á Búnaðarþingi á sunnu- dag kvað hann ekki búandi við núverandi stöðu og boðaði frum- varp sem miðar að því að svína- rækt verði stunduð í auknum mæli á fjölskyldubúum. Jón sagði framleiðsluna hafa á skömmum tíma færst á fárra manna hendur og sé nú svo komið að um tugur bænda standi að allri framleiðslu svínakjöts í landinu. Stærsti framleiðandinn ráði yfir meira en helmingi framleiðsl- unnar. Við þetta hafi samkeppnis- staða innan greinarinnar skekkst; smærri framleiðendur láti í minni pokann fyrir þeim stóra vegna yfirburða hans á markaði. Fleira spili líka inn í. Þróunin sé alvarleg út frá sjónarmiðum um traust fæðuframboð og öryggi við framleiðsluna. Smitálag auk- ist í stærri einingum og þar með hættan á að upp komi alvarlegir sjúkdómar. „Ekki þarf að tíunda þau áhrif sem það hefði á kjötmarkaðinn á Íslandi ef svo stór framleið- andi yrði fyrir alvarlegu áfalli og myndu þau áhrif teygja sig yfir í aðrar búgreinar. Fyrir ríkissjóð, sem er bótaskyldur í slíkum til- fellum, yrði þetta einnig stór biti að kyngja,“ sagði Jón í ræðunni. Hann furðaði sig líka á úrræða- leysi Samkeppniseftirlitsins sem hefði ekki séð sér fært að ógilda samruna í greininni þótt það hefði komist að því að einn aðili hafi óumdeilanlega markaðsráðandi stöðu sem skapað gæti umtalsverð- ar samkeppnishömlur. „Við slíku úrræðaleysi hljóta stjórnvöld að þurfa að bregðast og búa svo um hnútana að hægt sé að tryggja eðlilegt rekstrarumhverfi í land- búnaði og þar með öruggt framboð matvæla,“ sagði Jón. Í sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneytinu er nú unnið að smíði frumvarps um framtíðarskipan svínaræktar. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir stefnt að því að hámarks- stærð búa verði bundin í lög. Búast megi við að kveðið verði á um að hvert og eitt bú megi ekki vera með meira en tiltekið hlutfall heildarframleiðslunnar. Slíkar skorður þekkist á öðrum Norður- löndum. Þeir framleiðendur sem eigi stærri bú en lögin heimili fái tiltekinn tíma til að laga sig að nýjum lögum. bjorn@frettabladid.is SPURNING DAGSINS Fylgst er með daglegu lífi útskriftarnema og þrýstingi vinnumarkaðarins í nútíma samfélagi. Aðgangur ókeypis! Sýningartími 52 min Kínversk fræði við HÁSKÓLA ÍSLANDS konfusius@hi.is | www.konfusius.hi.is Konfúsíusarstofnunin Norðurljós sýnir heimildamyndina: Útskriftarnemarnir úr heimildarmyndaröðinni “China Screen” (2008) Askja, st. 132, fimmtudagur 10. mars 2011 kl. 17:30 Við bendum á erindi á fyrir- lestrahlaðborði Hugvísinda- stofnunar 11.-12. mars. Sjá nánar á hugvis.hi.is Ráðherra vill fleiri og minni svínabú Skipan svínaræktar er óviðunandi að mati sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra. Hann segir margt mæla gegn núverandi fyrirkomulagi. Frumvarp um skorður við stærð búa er í smíðum. Stórum búum verður gert að minnka. SVÍN Jón Bjarnason hefur í hyggju að takmarka stærð svínabúa. Hann telur margvís- lega ógn felast í núverandi skipan mála. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ekki þarf að tíunda þau áhrif sem það hefði á kjötmarkaðinn á Ís- landi ef svo stór framleiðandi yrði fyrir alvarlegu áfalli og myndu þau áhrif teygja sig yfir í aðrar búgreinar. JÓN BJARNASON SJÁVARÚTVEGS- OG LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.