Fréttablaðið - 08.03.2011, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 08.03.2011, Blaðsíða 30
8. mars 2011 ÞRIÐJUDAGUR22 22 menning@frettabladid.is Tónlist ★★★★ Tíbrá Herdís Anna Jónasdóttir sópran og Semjon Skigin píanóleikari í Salnum í Kópavogi Flott, ferskt og spennandi Herdís Anna Jónasdóttir sópran og Semjon Skigin píanóleikari í Salnum í Kópavogi. Blóm eru ekki bara blóm. Rauð rós táknar ást, valmúi svefn, hvít lilja hreinleika Maríu meyjar. Blóm koma fyrir í skáldskap hvað eftir annað og ótal tónskáld hafa lyft þessum ljóðum í hæstu hæðir. Á sérlega vel ígrunduðum tón- leikum í Salnum í Kópavogi á laugar- daginn var boðið upp á hugleiðingar um blóm og margt af því sem þau standa fyrir. Þarna voru ljóðasöngvar eftir Schumann, Grieg, Rakmaninov, Rimskí-Korsakov, Richard Strauss og Debussy. Einnig eftir nánast óþekkt tónskáld í íslensku tónlistarlífi, Carlos Guastavino frá Argentínu. Ég segi vel ígrunduðum vegna þess að tónleikar söngvara hér á landi eru oft lítið annað en fremur ómerkilegt bland í poka. Það er jú Draumalandið og annað í þeim dúr. Og svo er hent í mann nokkrum aríum til að sýna hvers söngvarinn er megnugur. Ekkert konseft, engin heildarmynd, enginn listrænn metnaður. Hér var annað á ferðinni. Ein lykilhugmynd sem hélt dagskránni saman, rauður þráður sem tengdi ólík lög. Og ekki bara tónlist sem allir hafa heyrt margoft, heldur líka eitthvað ferskt og spennandi – alla leið frá Argentínu! Svona fagmannlega samansett dagskrá lofaði góðu um sjálfan flutninginn. Og hann olli ekki vonbrigðum. Herdís Anna Jónasdóttir sópran er ættuð frá Ísafirði, og hún er enn í námi í Hanns Eisler tónlistarháskólanum í Berlín. Hún hlýtur að vera á síðustu stigum námsins, því hún gaf topp fagmanneskju með margra ára reynslu lítið eftir. Vissulega mátti greina ákveðinn LÆRDÓM í túlkuninni, fjarlægð frá skáld- skapnum sem einkennir námsmanninn. Herdís Anna er enn að tileinka sér hvernig á að gera hlutina, og það gerði túlkunina örlítið þurra, sérstaklega í byrjun. En hún söng samt svo vel, og byggði túlkunina svo vel upp, litaði skáldskapinn með svo fallegum litum að ekki var annað hægt en að hrífast með. Ég dáðist að fagurri röddinni, sem var silkimjúk, tær og kraftmikil, og ég dáðist að öllum blæbrigðunum í raddhljómnum. Og sviðsframkoman var afslöppuð og eðlileg, sem er ekki lítið atriði. Herdís Anna er án efa einhver efnilegasta tónlistarmanneskjan á Íslandi í dag. Semjon Skigin, sem starfar sem meðleikari við Hanns Eisler tónlistar- háskólann, var einnig frábær. Píanóleikurinn var óvanalega litríkur og lifandi, en líka einstaklega nákvæmur og skýr. Og hann rann svo vel saman við sönginn að maður vissi varla hvar annað endaði og hitt byrjaði. Þannig á píanómeðleikur einmitt að vera. Ég hlakka til að heyra Herdísi syngja aftur, helst með svona góðum píanó- leikara! Jónas Sen Niðurstaða: Tónleikar Herdísar Önnu Jónasdóttur og Semjon Skigin voru einstök skemmtun. GUITAR ISLANCIO Á ÁLAFOSSI Gítartríóið Guitar Islancio leikur á Kaffihúsinu á Álafossi í Mosfellsbæ á fimmtudagskvöld. Tríóið er nýkomið frá Þýskalandi þar sem það lék meðal annars á hinum margrómaða Bix Jazzclub í Stuttgart. Félagarnir munu leika fjölbreytta tónlist á Kaffihúsinu á Álafossi og verður hvergi slegið af í hryn og tóni. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og er miðasala við innganginn. Hverfiskettir kvikmynda- gerðarmannsins Ástu Briem eru viðfangsefni ljósmyndasýninga hennar í Galleríi Horni og Kaffi- félaginu á Skólavörðustíg. „Ætli þessi sýning sé ekki afrakst- ur síðustu þriggja ára eða svo. Sjálf hef ég búið í póstnúmerinu 101 í tíu ár og því eru gönguferð- irnar í hverfinu orðnar ófáar,“ segir kvikmyndagerðarmaður- inn Ásta Briem, sem opnaði ljós- myndasýninguna 101 köttur í gær. Eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða ljósmyndir af 101 ketti sem búa í 101 Reykjavík, eða eiga þar í það minnsta sitt varnarþing. Ásta segir tildrögin að sýning- unni þau að hún hafi iðulega verið með myndavél meðferðis á göngu sinni um hverfið, til og frá vinnu og í fleiri erindagjörðum. „Þetta mikla kattaval í 101 vakti athygli mína og eftir að hafa smellt mynd- um af tíu köttum eða svo einsetti ég mér að linna ekki látum fyrr en kettirnir á myndunum væru orðn- ir 101 talsins,“ segir hún og bætir við að næsta ljósmyndaverkefni sé enn óráðið, en hún hafi gaman af því að taka myndir og ætli sér að halda því áfram. „Þetta er svo skemmtileg andstæða við kvik- myndagerðina, þar sem allt er svo stórt og gerist svo hratt. Í raun eru ljósmyndirnar róandi áhuga- mál hjá mér.“ Ásta opnaði sýninguna í fullri stærð á vinnustofu sinni, Galleríi Horni á Skólavörðustíg 6b, sem einnig hýsir Leynileikhúsið, í gær. Aðgangseyrir er enginn, enda snúa ljósmyndirnar að gluggum gallerís ins og gestum því frjálst að njóta sýningarinnar allan sólar hringinn næsta mánuðinn. Smækkuð mynd sýningarinnar, svokölluð örsýning, var þá einnig opnuð í barnaglugga Kaffifélags- ins að Skólavörðustíg 10, en þar verða sýningar eftir fleiri lista- menn næstu mánuði. Í takt við viðfangsefnið hefur Ásta komið fyrir bökkum með kattamat fyrir utan Gallerí Horn og býður hún alla ketti meira en velkomna á sýninguna. „Ef eig- endur rekast á myndir af gælu- dýrunum sínum stendur þeim líka til boða að kaupa þær á gríðar- lega hófsömu verði,“ segir Ásta að lokum. kjartan@frettabladid.is 101 köttur í 101 Reykjavík HVERFISKETTIRNIR Ásta Briem hefur síðustu þrjú árin tekið ljósmyndir af köttum sem hafa orðið á vegi hennar í 101 Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Dýrasta málverk heims, Nu au Plateau de Sculpteur eða Nekt, græn lauf og brjóstmynd, eftir Pablo Picasso, verður til sýnis í Tate Modern nútímalistasafninu í London. Verkið hefur aldrei verið sýnt í Bretlandi áður en þetta verður í fyrsta sinn síðan 1961 sem myndin kemur fyrir almenn- ingssjónir. Myndin var máluð 1932 og sýnir eiginkonu og músu Picassos, Marie-Therese Walter. Sérstakur Picasso-salur var út- búinn á safninu fyrir verkið. Nekt, græn lauf og brjóstmynd komst í metabækurnar í fyrra þegar málverkið var slegið á upp- boði fyrir 106,5 milljónir dala eða um 13,6 milljarða króna. Kaup- andinn vildi ekki láta nafn síns getið. - bs Dýrasta verkið til sýnis í Tate Modern NEKT, GRÆN LAUF OG BRJÓSTMYND Picasso málaði myndina á einum degi árið 1932 og er hún af ástkonu hans og músu, Marie-Therese Walter. ÍS L E N S K A S IA .I S M S A 5 31 35 0 2/ 11 100% HÁGÆÐA MYSUPRÓTEIN WWW.MS.IS NÚ EINNIG FÁANLEGUR Í FERNU PRÓTEINDRYKKURINN SEM ÍSLENDINGAR FÁ ALDREI NÓG AF HLEðSLA ER KJÖRIN FYRIR ALLA ÞÁ SEM TREYSTA Á HOLLA OG UPPBYGGILEGA NÆRINGU EFTIR GÓðA ÆFINGU, LANGT HLAUP EðA MILLI MÁLA. ÞAð ER ENGIN TILVILJUN Að ÍSLENDINGAR FÁ ALDREI NÓG AF HLEðSLU. HENTAR VEL FÓLKI MEð MJÓLKURSYKURSÓÞOL. MJÓLKURSAMSALAN NÝBRAGð-TEGUND Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.