Fréttablaðið - 08.03.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 08.03.2011, Blaðsíða 12
8. mars 2011 ÞRIÐJUDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Börn með ADHD verða oft á tíðum fyrir fordóm- um og dregið hefur úr stuðnings- úrræðum innan skólanna fyrir börn með hegðunar- og þroskafrá- vik. Þetta er mat fimm barna- og unglingageðlækna á BUGL, sem Læknablaðið greinir frá. Á málþingi Læknadaga í síð- asta mánuði fór fram umræða um ADHD. Þar kom meðal annars fram að ADHD sé í mörgum til- vikum óþekkt og að sumir kennar- ar heimti greiningu á uppivöðslu- sama drengi sem fái ekki útrás fyrir hreyfiþörf sína í skólanum. Að mati geðlæknanna Gísla Baldurs sonar, Bertrands Lauth, Helga Garðarssonar, Dagbjartar Sigurðardóttur og Guðrúnar B. Guðmundsdóttur var sú umræða villandi og eru þau ósátt við að blandað sé saman málefnum barna og fullorðinna þegar um ADHD er að ræða. Guðrún B. Guðmundsdóttir segir langflesta foreldra ekki vilja setja börnin sín á lyf. Allt að fimm prósent barna séu mögulega með ADHD og nauðsynlegt sé að finna betri úrræði fyrir þau í skólum. „Börnin passa kannski ekkert inn í hið hefðbundna form skóla- kerfanna. Það væri óskandi að það væru fleiri úrræði og meiri mögu- leikar á því að setja börnin í minni hópa,“ segir Guðrún. - sv Barnageðlæknar segja börn með ADHD verða fyrir fordómum í samfélaginu: Úrræðum fyrir börnin ábótavant BUGL Fimm geðlæknar á BUGL gagnrýna þá umræðu sem hefur verið um börn með ADHD og segja úrræði skorta. SAMGÖNGUR Fyrirhugaður starfs- hópur ríkisstjórnarinnar um við- brögð við verðhækkunum á elds- neyti mun meðal annars skoða eflingu almenningssamgangna í samstarfi við sveitarfélög landsins. Halldór Halldórsson, for maður Sambands íslenskra sveitar- félaga, segist, í samtali við Frétta- blaðið, vona að ríkið hverfi alfarið frá skattlagningu á almennings- samgöngur. Að mati Halldórs myndu slík- ar aðgerðir hafa jákvæð áhrif og bæta nýtingu á almenningssam- göngum. „Það er slæmt að sjá hálftóma strætisvagna á götunum og það er okkar skoðun að ef skattlagn- ingu verði hætt, muni það verða til þess að almenningssamgöngur verði samkeppnisfærar við einka- bíla.“ Halldór segir að með því væri til mikils að vinna þar sem aukin notkun almenningssamgangna kæmi öllum landsmönnum vel. Stjórnvöldum hefur verið kynnt afstaða sveitarfélaga og segir Halldór að móttökur hafi verið jákvæðar. „Svo er bara spurning hvern- ig verður unnið úr því, en okkar stefna er klár.“ - þj Sveitarfélög um hugmyndir til eflingar almenningssamgangna: Ekki skatta á almenningssamgöngur ALLIR MEÐ STRÆTÓ Samband íslenskra sveitarfélaga vill afnema skatta á almenningssamgöngur. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Þú færð meira, meira eða miklu meira í Vodafone Gull. 0 kr. úr heimasíma í heimasíma og fullt af mínútum í farsíma Skráðu þig í 1414 strax í dag vodafone.is SKÓLAMÁL Leikskólasvið Reykja- víkurborgar hefur sagt upp samn- ingi um leikskóladvöl barna sem flytjast milli leikskóla á höfuð- borgarsvæðinu. „Undanfarin ár hafa mun fleiri börn með lögheimili í nágranna- sveitarfélögum Reykjavíkur dvalið í reykvískum leikskólum en reykvísk börn í leikskólum þeirra,“ segir Kristín Egilsdóttir, fjármálastjóri leikskólasviðs borg- arinnar, í bréfi til nágrannasveit- arfélaganna. Samkvæmt upplýsingum frá leikskólasviði eru að jafnaði 33 börn úr öðrum sveitarfélögum í leikskóla í Reykjavík en fimmtán reykvísk börn í leikskólum ann- arra sveitarfélaga. Kristín segir upphæðir í gjald- skrá sem notuð sé til viðmiðunar vera langt undir raunkostnaði og þar með sé Reykjavíkurborg að niðurgreiða leikskóladvöl þeirra barna sem séu í reykvískum leik- skólum en eigi lögheimili í öðru sveitarfélagi. „Það er óviðunandi, ekki síst í árferði sem nú, þegar grípa þarf til sársaukafullra aðgerða til að hagræða í rekstri,“ skrifar Kristín í bréfi sínu. Uppsögnin á samkomulaginu tekur gildi 1. júní. Kristín segir leikskólasvið Reykjavíkurborgar hafa reynt allt frá árinu 2008 að fá viðmiðunargjaldskrá Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) breytt þannig að hún endurspegli raunkostnað við leikskóladvölina. „Ekkert hefur þokast í samnings- átt,“ segir Kristín, sem upplýsir að við gerð fjárhagsáætlunar borgarinnar hafi verið ákveðið að fara ekki eftir gjaldskránni held- ur innheimta meðalraunkostnað fyrir börn í sama árgangi í leik- skólum borgarinnar. Sparnaður vegna þessara breytinga er áætl- aður á sjöundu milljón króna á ári. Fjármálastjóri leikskólasviðsins stingur upp á tveimur útfærslum við skiptingu kostnaðarins. Annars vegar að borgin sendi mánaðarlega reikning fyrir dvölina til lögheimilissveitar- félagsins sem síðan rukki foreldr- ana fyrir þeirra hlutdeild. Hins vegar að foreldrununum sé send- ur reikningur fyrir því sem svar- ar til fullrar gjaldskrár lögheim- ilissveitarfélagsins og síðan fái sveitar félagið reikning fyrir því eftir stendur. Fulltrúar allra sveitarfélaganna og SÍS funduðu 1. mars til að fara yfir breytingarnar. Þar var mál manna að fara eftir fyrri leiðinni hér að ofan á síðari helmingi þessa árs, það er að senda sveitarfélög- unum reikningana en ekki for- eldrunum beint. SÍS hyggst síðan leggja fram tillögur um framtíðar- skipanina 1. september. „Á meðan það er uppi ágreiningur um hvaða forsendur eigi að nota til að reikna út sanngjarnt viðmiðunargjald þá klárum við ekki málið,“ segir Tryggvi Þórhallsson hjá lögfræði- sviði SÍS. gar@frettabladid.is Samningi um dvöl á leikskólum sagt upp Borgaryfirvöld segja óviðunandi að niðurgreiða leikskóladvöl barna úr öðrum sveitarfélögum og segja upp samningi um dvalarskipti. Viðmiðunargjaldskrá sé langt undir kostnaði. Borgin vill spara á sjöundu milljón með breyttri gjaldskrá. LEIKSKÓLABÖRN Reykjavíkurborg telur fjárhagslega á sig hallað varðandi vistaskipti leikskólabarna milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.