Fréttablaðið - 08.03.2011, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 08.03.2011, Blaðsíða 14
14 8. mars 2011 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Kæri Jón!Við erum að fara í gegnum ólgusjó og í því ljósi skiptir miklu að hafa réttsýn- an og kjarkmikinn stjórnanda sem stýrir okkur á lygnan sjó. Í Fréttablaðinu þann 5. mars sl. birtist eftir þig grein, þar sem þú talaðir um sameiningu leikskóla og vitnar í skólana sem ég stýri. Ég finn mig knúna til að leiðrétta grundvallarmisskilning í þeirri umræðu. Forsendurnar að sameiningu skólanna Tjarnarborgar og Öldukots voru allt aðrar en þær sem eru lagðar til grund- vallar í þeim sameiningum sem nú standa fyrir dyrum. Leikskólarnir Tjarnarborg og Öldukot voru sameinaðir til að taka þátt í tilrauna- verkefni um samrekstur. Báðir leikskól- arnir eru staðsettir í miðborginni, þeir starfa eftir svipaðri hugmyndafræði, eru vel mannaðir og hafa skilað góðu starfi undanfarin ár. Annað sem mælti með því að þessir leik- skólar tækju þátt í tilraunaverkefninu er að leikskólastjóri Öldukots hafði sagt upp störfum. Engum starfsmanni var sagt upp störfum. Þessi staðreynd skiptir sköpum þar sem grundvallarbreyta í breytingar- ferlinu er að allt starfsfólk sé sátt við ferl- ið, sem er samkvæmt öllum kennismiðum breytingafræða, langt og strangt. Núna ætlið þið að höggva í það mikla og góða uppbyggingastarf sem unnið hefur verið á síðastliðnum þrjátíu árum í leik- skólum borgarinnar fyrir túkall. Í samrekstri leikskólanna sem ég stýri höfum við ekki enn orðið vitni að fjár- hagslegum ávinningi. Staðreyndin er sú að starf leikskólastjóra er margþætt, til dæmis sjáum við um rekstur skólanna, faglega sýn og erum starfsmannastjórar. Þar sem ég stýri tveimur húsum þarf ég að vera til staðar í þeim báðum og í því ljósi minnkar viðvera mín um helming. Það þýðir að álagið eykst á millistjórnend- um, og að ráða þarf starfsfólk í það hlut- fall er uppá vantar! Því spyr ég: Erum við ekki að bíta í skottið á okkur? Kæri Jón, við erum að vinna með „alls konar“ manneskjur, traust er hugtak sem skiptir gríðarlega miklu máli í vinnu með fólki. Ég finn það svo sannarlega í öllum þeim breytingum sem ég er að stýra í þessum skrifuðu orðum hvað gott og traust fólk er mikill fengur. Þegar kenn- arar og starfsfólk er ánægt í starfi spegl- ast það í þeim sem erfa landið, börnunum okkar! Taktu eitt skref í einu því góðir hlutir gerast hægt. Bréf til borgarstjóra Leikskólar Hulda Ásgeirsdóttir leikskólastjóri Tjarnarborgar og Öldukots Höskuldur Ný alda óánægju vegna hárra launa bankastjóra hefur skollið á sam- félaginu. Höskuldur Ólafsson í Arion á sviðið. Hann er með nokkuð á fimmtu milljón króna á mánuði. Rúmar 50 milljónir á ári. Meðal- árslaun í landinu eru tæpar fimm milljónir. Almennt var talið að ofurlaun hefðu runnið sitt skeið. Að einn af lærdómunum eftir fall bankanna hefði verið að mjög há laun nokkurra væru óheppileg hér í fámenn- inu. En það hefur svo sem sýnt sig áður að sumir vilja ekkert læra. Samkeppnisbransi Fyrir hrun fóru bankamenn með þá möntru að laun þeirra þyrftu að vera samkeppnishæf við það sem gerðist í útlöndum. Bankastarfsemi væri jú alþjóðleg sam- keppnisgrein. Þeir sögðu að ef þeir fengju ekki góð laun hér færu þeir bara að vinna fyrir einhvern banka í útlöndum. Það yrði missir okkar hinna. Auðvitað vildum við nú að þeir hefðu farið. En. Telur Arion sig eiga á hættu að missa Höskuld Ólafsson? Þarf meira en 50 milljónir á ári til að halda honum í starfi? Við eigum 39,4 milljarða Það er rétt að rifja upp fyrir þá sem ráða Arion að bankinn er reistur á rústum Kaupþings. Gjaldþrot þess fyrirtækis er eitt af tíu stærstu gjald- þrotum heimsviðskiptasögunnar. Framlag íslenska ríkisins – íslenskra skattborgara – til Arion nemur 39,4 milljörðum króna. Er til of mikils mælst að biðja um að þessi banki umgangist peninga af virðingu? Að hann sýni íslenskum skattgreiðend- um svolitla auðmýkt og lagi sig að því samfélagi sem hér er? bjorn@frettabladid.is F orsvarsmenn stórra fyrirtækja í alþjóðlegum rekstri eru ekki ánægðir með rekstrarumhverfið sem þeim er boðið upp á hér á landi. Í síðasta helgarblaði Fréttablaðsins gagnrýndi Niels Jacobsen, stjórnarformaður Össurar, hringlandahátt og flumbrugang stjórnvalda harðlega, en daginn sem viðtalið var tekið ákvað aðalfundur Össurar að afskrá félagið úr Kauphöll Íslands. „Það er erfitt að reka fyrirtæki í landinu þegar lögum og reglum er breytt. Sumar er erfitt að fá nokkurn botn í en aðrar eru aftur- virkar. Það er erfitt að reka fyrirtæki með afturvirkum lögum,“ segir Jacobsen. Á meðal þess sem hann hefur út á að setja er hringl með reglur um yfirtökuskyldu, gjaldeyrishöft og kynjakvóti í stjórnum. Um íslenzku krónuna segir hann: „Við getum ekki verið skráð á hlutabréfamarkað sem notar gjaldmiðil sem er ekki nothæfur.“ Hilmar Veigar Pétursson, for- stjóri tölvuleikjafyrirtækisins CCP, tók í svipaðan streng í frétt- um Stöðvar 2 á laugardagskvöld og sagði stefnuleysi stjórnvalda stórt vandamál fyrir atvinnu- rekstur í landinu. „Í gjaldeyris- málum finnst mér stefnan bara ekki liggja fyrir ... Það er vissulega verið að sækja um í Evrópusambandinu og ef það verður reyndin er það eitthvað sem hægt er að reiða sig á,“ sagði Hilmar. Það er ástæða til að hlusta á talsmenn þessara fyrirtækja. Afskráning Össurar úr kauphöllinni er áfall fyrir hlutabréfa- markaðinn hér á landi og sömuleiðis fyrir orðspor landsins í alþjóð- legu viðskiptalífi – ekki sízt þegar stjórnarformaðurinn talar eins og hann gerir. Niels Jacobsen er þekktur í viðskiptalífi Danmerkur og víðar og eftir orðum hans er tekið. Það er reyndar erfitt að vorkenna stjórnendum Össurar að þurfa að finna aðra konu til viðbótar þeirri einu, sem situr í fimm manna stjórn fyrirtækisins, en aðra gagnrýni Jacobsens hljóta stjórnvöld að taka til sín. Eftir það áfall sem íslenzkt efnahagslíf varð fyrir við bankahrunið ættu stjórnvöld að kappkosta að bjóða fyrirtækjum upp á sem stöðugast viðskiptaumhverfi, í stað þess að hringla til og frá með skatta, gjöld og reglur. Gjaldmiðilsmálin eru svo sérkapítuli. Öllum er ljóst að krónan getur ekki orðið framtíðargjaldmiðill Íslands. Um það eru stjórn- endur fyrirtækja og almenningur í landinu sammála. Umsóknin um aðild að ESB ætti að vera sterk yfirlýsing um að hér sé stefnt að upptöku evru og þeim aga í hagstjórn sem henni fylgir, en vegna þess að ríkisstjórnin er sjálfri sér sundurþykk í Evrópumálunum er sú yfirlýsing mun veikari en ella og fyrirtækin telja áfram að óvissa ríki um framtíðina. Fyrirtæki í alþjóðlegum rekstri, sem eiga þess kost að fara annað til að útvega sér fjármagn, grípa tækifærið. Jón Sigurðsson, for- stjóri Össurar, sagðist í fréttum Stöðvar 2 á laugardaginn vorkenna þeim sem eftir sætu og rækju fyrirtæki við þessar aðstæður. Þeir eiga ekki kost á alþjóðlegu fjármagni á alþjóðlegum kjörum. Sú spurning hlýtur að vakna hvað upprennandi fyrirtæki –næsti Össur eða næsta CCP – sem eiga möguleika á að verða umsvifamikil á alþjóðavettvangi, gera til að tryggja sér stöðugleika og fjármögn- un. Ákveða þau að fara eða vera? Viðskiptaumhverfið er alþjóðlegum fyrirtækjum andsnúið. Að fara eða vera? Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.