Fréttablaðið - 08.03.2011, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 8. mars 2011 15
Í dag 8. mars er alþjóðlegur bar-áttudagur kvenna. Í ár er þess-
um degi fagnað í 100. skipti og eru
hátíðahöld og baráttu göngur haldn-
ar víða um heim í tilefni dagsins.
Það óréttlæti og þau höft sem konur
búa við víða um heim eru með öllu
óásættanleg. En dropinn holar
steininn og baráttan skilar árangri.
Árið 2010 var mikilvægt fyrir
jafnréttisbaráttu heimsins. Á vett-
vangi Sameinuðu þjóðanna runnu
fjórar stofnanir sem vinna að rétt-
indum kvenna saman í eina og var
stofnunin formlega sett á fót 24.
febrúar síðastliðinn. Með sam-
einingunni varð UNIFEM að UN
WOMEN og gefa breytingar þessar
jafnréttisbaráttu og frelsisbaráttu
kvenna um allan heim aukið vægi.
Það er von okkar að stofnun
UN Women verði til heilla fyrir
þær milljónir kvenna sem lifa við
óásættanlegar aðstæður, mann-
réttindabrot, höft og ofbeldi. Með
UN Women er aukinn kraftur sett-
ur í baráttu fyrir því að Þúsaldar-
markmið um þróun, sem tengjast
konum, náist fyrir árið 2015. Þátt-
taka kvenna í atvinnulífi og frum-
kvöðlastarfsemi er efld, og barátta
gegn kynbundnu ofbeldi einnig.
Landsnefnd UNIFEM á Íslandi,
nú Landsnefnd UN Women á
Íslandi tekur fullan þátt í þeim
áherslubreytingum sem eiga sér
stað innan Sameinuðu þjóðanna og
setur enn meiri kraft í starfsemi
félagsins hér heima. Íslendingar
sýna þessari baráttu mikinn skiln-
ing og aldrei hafa fleiri stutt sam-
tökin hérlendis en einmitt nú í ár.
Yfir 1100 einstaklingar hafa gengið
í Systralag UN Women og styrkja
„systur“ sínar í fjölmörgum lönd-
um heims með föstum mánaðarleg-
um greiðslum.
Íslensk fyrirtæki hafa einn-
ig tekið skref sem miða að því að
styrkja jafnréttismál innan sinna
eigin veggja. Þrjú íslensk fyrirtæki
voru stofnaðilar að Jafnréttissátt-
mála UN Women sem landsnefndin
ýtti úr vör í nóvember 2010 og listi
fyrirtækja sem undirrita sáttmál-
ann hérlendis lengist sífellt.
Við hjá UN Women á Íslandi
trúum því að nýju landslagi fylgi
aukin tækifæri sem munu skila sér
í betri lífsskilyrðum kvenna víða
um heim. Íslenskri landsnefnd UN
Women þykir viðeigandi að fagna
þessum sögulega viðburði á alþjóð-
legum degi kvenna. Af þessu til-
efni höfum við fengið listakonuna
Kitty Von-Sometime og gjörninga-
hópinn WEIRD GIRLS PROJECT
til liðs við okkur. Við bjóðum öllum
að koma og fagna með okkur í dag
klukkan 17.15 að Laugavegi 19 og
líta á afrakstur þeirrar samvinnu.
Ég óska konum og körlum til hamingju með daginn, 8. mars,
sem er alþjóðlegur baráttudagur
kvenna.
Baráttan fyrir jafnri stöðu og
jöfnum rétti kvenna og karla heldur
áfram og enn eru mörg stór mál sem
við þurfum að setja á oddinn.
Staða Íslands á sviði jafnréttis-
mála samkvæmt nýjustu úttekt
Alþjóðaefnahagsráðsins er vissu-
lega ánægjuleg þar sem jafnrétti
kynjanna er hvergi talið meira;
Ísland í fyrsta sæti, Noregur í öðru
sæti og Finnland í því þriðja. Okkur
til framdráttar er staðan í mennta-
málum og heilbrigðismálum og
styrkur kvenna á pólitískum vett-
vangi. Akkillesarhæll okkar er hins
vegar vinnumarkaðurinn, einkum
launamunur kynjanna og veik staða
kvenna í stjórnum stofnana og fyrir-
tækja og sem stjórnendur og eigend-
ur fyrirtækja. Það er alvarlegt hve
hægt miðar í þessum efnum því við
þekkjum öll þann drifkraft sem fólg-
inn er í efnahagslegum völdum og
áhrif þeirra á mótun samfélagsins.
Hinn 24. október síðastliðinn
voru 35 ár liðin frá því að íslensk-
ar konur lögðu niður vinnu og fjöl-
menntu í miðbæ Reykjavíkur til að
vekja athygli á mikilvægi vinnu-
framlags kvenna. Tíðindin vöktu
heimsathygli og jafnréttisbaráttan
náði nýjum hæðum. Nú eru 50 ár frá
því að Alþingi setti lög um jöfn laun
karla og kvenna og var stefnt að því
að markmiðum þeirra skyldi náð
fyrir árið 1972. Síðan eru liðin 39
ár og samt er launamunur kynjanna
enn umtalsverður. Þetta undirstrik-
uðu konur þegar þær lögðu niður
störf 25. október síðastliðinn kl.
14.25 til marks um að vinnudegi
þeirra væri þá lokið ef laun þeirra
væru jöfn launum karla.
Fjölmargar rannsóknir hafa verið
gerðar á launamun kynjanna sem
ekki er unnt að skýra með öðrum
breytum en beinni kynbundinni
mismunun. Nýjustu rannsóknir
sýna mun á bilinu 7,3-10,1%. Það er
ótrúlegt að þetta hróplega misrétti
viðgengst enn, við getum ekki sætt
okkur við það og verðum að grípa
til aðgerða sem duga. Áfram verður
unnið að gerð jafnlaunastaðals og í
tillögu til þingsályktunar um áætlun
í jafnréttismálum er lögð fram áætl-
un um aðgerðir til að vinna gegn
kynbundnum launamun.
Alþingi samþykkti í fyrra lög um
kynjakvóta í stjórnum opinberra
hlutafélaga og einkahlutafélaga sem
kveða á um 40% hlut hvors kyns að
lágmarki. Lögin taka gildi í sept-
ember 2013. Árið 2009 voru konur
19% framkvæmdastjóra hjá íslensk-
um fyrirtækjum, 23% kvenna voru
stjórnarformenn og 23% stjórnar-
menn. Hér þarf að breyta hugar-
fari til að rétta hlut kvenna og for-
svarsmenn stofnana og fyrirtækja
þurfa að vinna hratt til að uppfylla
lagaskyldu árið 2013. Velferðar-
ráðuneytið og efnahags- og við-
skiptaráðuneytið hafa ákveðið að
ýta úr vör sameiginlegu átaki til
að vinna að þessu máli og ég von-
ast eftir góðu samstarfi við Samtök
atvinnulífsins með skjótan árangur
að markmiði.
Það er ástæðulaust að líta á laga-
ákvæði um kynjakvóta sem íþyngj-
andi. Vissulega er leitt að ekki
skyldi nást árangur án lagasetning-
ar en rannsóknir sýna að uppfylling
markmiða þeirra mun skila stofnun-
um og fyrirtækjum margvíslegum
ávinningi.
Sýnt hefur verið fram á að rekst-
ur fyrirtækja gengur betur þegar
konur koma einnig að stjórnun
þeirra. Norðmenn tóku upp kynja-
kvóta í stjórnum fyrirtækja fyrir
nokkrum árum og nú hefur sýnt sig
að fyrirtæki hafa stórbætt ímynd
sína í kjölfarið. Þeir sem gagn-
rýndu lögin í Noregi á sínum tíma
viðurkenna nú að þau hafi verið til
góðs. Það er því til mikils að vinna.
Ég er einnig sannfærður um að með
því að jafna hlut kynjanna í forystu
stofnana og fyrirtækja muni hratt
draga úr kynbundnum launamun,
einfaldlega af því að æðstu stjórn-
endur ráða mestu um launastefnuna
í sínum ranni.
Eins og ég sagði í upphafi eru
enn mörg mál sem berjast þarf
fyrir til að ná markmiðum laga um
jafna stöðu og jafnan rétt kvenna
og karla. Þeim verða ekki gerð skil
í stuttri grein en ég hvet fólk til
að sækja fundi og ráðstefnur sem
fram fara í dag í tilefni alþjóðlega
baráttudagsins þar sem lærðir og
leikir munu fjalla um stöðu jafn-
réttismála, brýnustu baráttumálin
og verkefnin framundan.
Kynbundin mismunun og kúgun,
hvaða nafni sem hún nefnist, er
grafalvarlegt mál sem kemur okkur
öllum við. Það er ábyrgðarhluti að
verða vitni að mismunun og aðhaf-
ast ekkert. Þetta á við um okkur öll.
Það þýðir ekki að ætla öðrum að
berjast gegn mannréttindabrotum
og bíða eftir réttlátari heimi með
hendur í vösum. Við þurfum öll
að axla ábyrgð og leggja okkar af
mörkum í baráttunni fyrir mann-
réttindum öllum til handa.
Um jafnrétti, kyn og völd á al-
þjóðlegum baráttudegi kvenna
8. mars
Guðbjartur
Hannesson
velferðarráðherra
8. mars
Ragna Sara
Jónsdóttir
Formaður UN Women
á Íslandi
Til hamingju
með daginn!
Á vettvangi Sam-
einuðu þjóðanna
runnu fjórar stofnanir
sem vinna að réttindum
kvenna saman í eina.
Það er ábyrgðar-
hluti að verða
vitni að mismunun og
aðhafast ekkert.
AF NETINU
Í dulargervi sérfræðinga
Blaðamenn og fréttamenn þurfa
að skilgreina betur viðmælendur.
Í fjölmiðlum vaða uppi áróðurs-
menn í dulargervi óvilhallra
sérfræðinga. Ekki er nóg að segja
álitsgjafa vera hagfræðing, lög-
fræðing eða annars konar fræðing.
Birta ber tengsli eða hagsmuni
viðmælandans. Gætir hann óbeint
stjórnmála eða annarra hags-
muna? Er staða hans í lífinu slík,
að það geti haft áhrif á það, sem
hann segir? Kynning viðmælenda
er lakari hér en í þróuðum
löndum. Skýrir að nokkru, af hverju
margir Íslendingar trúa blint á
ýmsar firrur. Notendur fjölmiðla
eiga skilið að búa við gegnsæi á
þessu sviði af hálfu fjölmiðla.
Jonas.is
Jónas Kristjánsson
Herskáir á bændaþingi
Þeir eru rosa herskáir á Bænda-
þingi og einna lengst gengur Jón
Bjarnason landbúnaðarráðherra
sem talar um mútur frá Evrópu-
sambandinu.
En bændaforystan hefur fundið
sér utanaðkomandi óvin og blæs
í mikla herlúðra. Undirliggjandi í
málflutningnum er að kerfið innan
ESB sé alvont, en íslenska kerfið
sé bara ansi gott og það beri að
vernda með kjafti og klóm.
Staðreyndin er hins vegar sú
að það er þörf á endurbótum í
íslenska landbúnaðarkerfinu hvort
sem við göngum í ESB eða ekki.
silfuregils.eyjan.is Egill Helgason
Skúlatún 2 - 105 Reykjavík
Sími 590 6400 - www.idan.is
2643
IÐAN fræðslusetur ehf. varð til við samruna fjögurra fræðslumiðstöðva í iðnaði og ferðaþjónustu vorið 2006. Um áramótin 2006/2007 bættist síðan Fræðslumiðstöð bílgreina í hópinn.
Eigendur IÐUNNAR eru: Samtök iðnaðarins, Samiðn, MATVÍS, Félag bókagerðarmanna, FIT, VM, Bílgreinasambandið og Samtök ferðaþjónustunnar. Hlutverk IÐUNNAR er fyrst og fremst að
bæta hæfni fyrirtækja og starfsmanna í bíl-, bygginga- og málmiðngreinum, prentiðnaði og matvæla- og veitingagreinum.
Kannaðu framboðið í námsvísi
IÐUNNAR á vorönn 2011
fagmenn
sækja sér símenntun
hjá IÐUNNI á hverri önn.
Ert þú einn af þeim?
NÝ OG
FJÖLBR
EYTT
NÁMSK
EIÐ
Í BOÐI