Fréttablaðið - 08.03.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 08.03.2011, Blaðsíða 4
8. mars 2011 ÞRIÐJUDAGUR4 SAMFÉLAGSMÁL Sameinuðu þjóðirn- ar í Evrópu hleypa af stokkunum í dag, á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna, samkeppni um bestu blaða- auglýsinguna til höfuðs ofbeldi gegn konum. Samkeppnin er samstarfsverk- efni Upplýsingaskrifstofu Samein- uðu þjóðanna í Brussel, UN Women og ýmissa stórblaða í Evrópu, svo sem Le Monde, the Guardian, El País, La Stampa og Metro-dag- blaðanna. Fréttablaðið og visir.is eru samstarfsaðilar SÞ á Íslandi. Fyrstu verðlaun eru andvirði 5.000 evra, en íslenskur hönnuður, Stefán Einarsson, hönnunarstjóri Hvíta hússins, sigraði í sambærilegri keppni á síðasta ári. „Hver og einn verður að axla ábyrgð til að stöðva ofbeldi,“ segir Michelle Bachelet, forstjóri nýrr- ar Jafnréttisstofnunar SÞ, UN Women. „Ríkisstjórnir, einkafyrir- tæki, almannasamtök, samfélög og einstaklingar verða að leggja sitt af mörkum. Karlar og strákar verða að vera virkir í því að efla virðingu fyrir konum og skilyrðislausa úti- lokun ofbeldis.“ Þátttökurétt í keppninni hafa allir íbúar hinna 48 aðildarríkja SÞ í Evrópu. Samkeppnin hefst í dag og lýkur á miðnætti 31. maí. Sigurvegarinn verður kynntur 25. nóvember, á Alþjóðlegum baráttu- degi til upprætingar ofbeldis gegn konum. Sjá nánari upplýsingar á www.create4theun.eu. Fréttablaðið til liðs við Sameinuðu þjóðirnar í baráttunni við ofbeldi gegn konum: Leitað að bestu blaðaauglýsingunni BAN KI-MOON Allir íbúar hinna 48 aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í Evrópu geta tekið þátt í samkeppninni. DÓMSMÁL Lögmaður um fimmtugt hefur verið dæmdur í tólf mán- aða fangelsi skilorðsbundið fyrir fjárdrátt. Konan sem um ræðir var sökuð um að hafa í nóvember 2006 og fram í febrúar 2007, í starfi sem héraðsdómslögmaður, dregið sér og einkahlutafélögum sem hún stjórnaði tólf milljónir króna. Konan hafði tekið við fjármun- unum sem áttu að ganga sem kaupverð til greiðslu veðskulda á byggingalóð í Hafnarfirði. Lög- maðurinn lét leggja peningana inn á almennan tékkareikning eigu einkahlutafélags síns og ráð- stafaði fjármunum ýmist í eigin þágu eða inn á bankareikninga einkahlutafélaga, sem hún stjórn- aði. - jss Dró sér tólf milljónir: Fékk tólf mán- aða skilorðs- bundinn dóm VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 14° 10° 8° 5° 10° 13° 5° 5° 20° 10° 13° 8° 26° 1° 13° 16° 1°Á MORGUN 8-13 m/s, él N-til. FIMMTUDAGUR 5-10 m/s víðast hvar. -2 -4 -6 -4 -7 -2 -5 0 -4 0 -8 5 11 14 13 10 8 6 7 5 9 8 -6 -7 -9 -9 -8 -6 -8 -11 -10 -8 BIÐ Í VORIÐ Fimbul kuldi ein- kennir veðurfarið næstu daga. Vindur snýst í norðlægar áttir og þá léttir heldur til á sunnan- verðu landinu en N- og NA-til eru horfur á snjókomu í dag en éljum næstu daga. Lands- menn þurfa því að bíða eftir vorinu enn um sinn. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður ANDRUS ANSIP Minnihlutastjórn hægriflokkanna komin í meirihluta. NORDICPHOTOS/AFP EISTLAND, AP Andrus Ansip, for- sætisráðherra Eistlands, sér enga ástæðu til að breyta um stjórnar- mynstur í landinu, enda unnu stjórnarflokkarnir tveir góðan sigur í þingkosningum á sunnudag. Umbótaflokkur Ansips, sem telst hægri-miðflokkur, og IRL- flokkurinn, sem er hægriflokkur, hafa verið saman í stjórn síðan 2007, en Sósíaldemókrataflokkur- inn sagði sig úr stjórnarsamstarf- inu í kreppunni vorið 2009 vegna ágreinings um aðhaldsaðgerðir. Saman fengu stjórnarflokkarnir 56 þingsæti af 101, bættu við sig sex sætum og eru þar með ekki lengur í minnihluta á þingi. - gb Stjórnin situr áfram í Eistlandi: Ansip sigraði í þingkosningum SAMKEPPNISMÁL Íslenska gáma- félagið hefur kært byggðasam- lagið Sorpu til úrskurðarnefnd- ar um upplýsingamála fyrir að neita Gámafélaginu um aðgang að gögnum um breytingu á stofn- samþykkt Sorpu sem heimilar afsláttar- eða arðgreiðslu fyrir- komulag. Stjórn Sorpu samþykkti í gær fyrir sitt leyti svarbréf byggða- samlagsins til úrskurðarnefndar sem framkvæmdastjórinn lagði fram. - gar Gámafélag kærir Sorpu: Fá ekki gögn um afslætti MENNTAMÁL Framtíð íslenskrar tungu í háskólum á Íslandi verð- ur til umfjöllunar á málþingi menntamálaráðuneytisins og Íslenskrar málnefndar í Þjóð- minjasafninu á fimmtudag. Þátttakendur verða Haraldur Bernharðsson, Íslenskri mál- nefnd, Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, Ágúst Sigurðsson, rektor Land- búnaðarháskóla Íslands, Bryndís Hlöðversdóttir, rektor Háskólans á Bifröst, Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, Ragn- heiður Skúladóttir, deildarfor- seti leiklistar- og dansdeildar Listaháskóla Íslands, Skúli Skúla- son, rektor Háskólans á Hólum, og Stefán B. Sigurðsson, rektor Háskólans á Akureyri. - sh Málþing um háskólana: Ræða framtíð íslenskunnar DÓMSMÁL Stefáni Thordersen, framkvæmdarstjóra öryggis- sviðs á Keflavíkurflugvelli, hefur verið sagt upp störfum. Héraðs- dómur Reykjaness komst að þeirri niður stöðu í febrúar að Stefán hafi áreitt samstarfskonu sína kyn- ferðislega í vinnutengdri sumar- bústaðaferð árið 2009. Þá hafi starfssviði hennar verið breytt í kjölfar þess að hún tilkynnti atvikið. Isavia var gert að greiða kon- unni um tvær milljónir króna í miskabætur og vinnutaps í kjölfar kynferðisbrotsins. Stefán hyggst leita réttar síns í málinu og neitar alfarið að hafa áreitt konuna kyn- ferðislega. „Það liggur fyrir að honum var sagt upp í veikindaleyfi. Hann er að skoða réttarstöðu sína í því sambandi og hvort uppsögnin hafi verið lögmæt,“ segir Vilhjálm- ur H. Vilhjálmsson, lögmaður Stefáns. „Þetta mál hefur fengið gríðar lega á Stefán og það getur hver maður sett sig í þau spor.“ Vilhjálmur segir enga ástæðu hafa verið gefna fyrir uppsögn- inni í bréfinu, en hann fái upp- sagnarfrest greiddan. Þá bend- ir Vilhjálmur á að hvorki Stefán, né þriðji aðili sem var með í umræddri ferð, hafi verið leiddir fram sem vitni í málinu. „Stefán vildi bera vitni. Þessi málflutn- ingur er einungis einhliða frásögn stefnanda, sem umbjóðandi minn mótmælir sem rangri.“ Þórólfur Árnason, stjórnarfor- maður Isavia, segir enga ákvörð- un hafa verið tekna um hvort dómi Héraðsdóms verði áfrýjað til Hæstaréttar. Þá hafi stjórnin ekki tekið afstöðu hvort brugðist hafi verið rétt við þegar konan til- kynnti atvikið. „Það er verið að kanna málið til þess að hafa þann vegvísi til framtíðar að fyrirtæki bregðist rétt við í alvarlegum málum. Og fyrir alla starfsmenn – fyrir þá sem kvarta og þá sem kvörtunin beinist gegn,“ segir hann. Umrætt atvik átti sér stað þegar Stefán bauð konunni í sumar- bústaðarferð til þess að ræða hugsanlega stöðuhækkun hennar. Í dómi Héraðsdóms kemur fram að um kvöldið hafi hann farið nakinn í heitan pott fyrir framan hana og ruðst síðan inn í svefn- herbergi hennar um nóttina. Hún flúði þá fram, en Stefán elti hana og bað hana ítrekað að taka í hönd sína þar sem honum væri svo kalt. Auk konunnar og Stefáns, var annar starfsmaður Isavia með í för. Sá hefur nú tekið við stöðu Stefáns sem yfirmaður öryggis- sviðs. Í Fréttablaðinu þann 16. febrúar kom ranglega fram að Stefán hefði verið nakinn þegar hann ruddist inn til konunnar. Leiðréttist það hér með. Stefán situr í sóknarnefnd Njarðvíkurkirkju og er formaður UMFN. sunna@frettabladid.is Rekinn fyrir áreitni og íhugar málsókn Yfirmanni á Keflavíkurflugvelli hefur verið sagt upp störfum eftir að hafa áreitt konu. Isavia var gert að greiða konunni tvær milljónir í miskabætur. Maðurinn var í veikindaleyfi þegar honum var sagt upp og hyggst leita réttar síns. KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR Yfirmaður öryggissviðs hefur verið sagt upp eftir að Isavia var gert að greiða konu sem hann áreitti 1,8 milljónir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI GENGIÐ 7.3.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 216,3654 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 114,67 115,21 187,13 188,03 160,66 161,56 21,542 21,668 20,636 20,758 18,106 18,212 1,3957 1,4039 181,23 182,31 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is – FULLT HÚS ÆVINTÝRA REYKJAVÍK • AKUREYRI ellingsen.is FRÁBÆR PAKKA TILBOÐ AF VÖRUM FYRIR ALLS KONAR ÚTIVIST COLUMBIA gönguskór KAHTOOLA keðjubroddar Útivistarsokkar Multi sport strokkur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.