Fréttablaðið - 08.03.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 08.03.2011, Blaðsíða 18
Kaffi hefur ekki eingöngu kosti. Það getur dregið úr vítamín- og steinefna- upptöku, aukið sýrumyndun í maganum og haft slæm áhrif á blóðsykurmagn og miðtaugakerfið. Þá upplifa margir höfuðverk þegar dregið er úr neyslu kaffis, sem rennir stoðum undir það að um ávanabindandi eiturefni sé að ræða. Mottumars, átak Krabbameins- félagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá körlum, stendur nú yfir. Meðal nýjunga í meðferð krabbameinssjúkra er að opnuð hefur verið kynlífsráðgjöf fyrir krabbameinssjúklinga á Land- spítalanum. „Þetta verkefni er afsprengi hugmyndar starfsfólks á Land- spítalanum,“ segir Jóna Ingi- björg Jónsdóttir, klínískur kyn- fræðingur, sérlegur starfsmaður samstarfsverkefnis Landspítala, Sanofi aventis og Novartis. Þetta er nýtt verkefni sem er að fara í gang og styrkja þessi fyrirtæki Jónu Ingibjörgu í 20% stöðu á Landspítalanum í tvö ár. „Starfs- fólk sem vinnur með krabbameins- greinda fer árlega á ráðstefnu og í fyrra var þar mikil umfjöllun um málefnið „sexuality and cancer“, sem við eigum reyndar ekkert hugtak yfir á íslenskunni. Það er komin fram sú hugmynd að kalla þetta kynverund, sem sagt allt sem snýr að því að vera kynvera, ekki bara kynlífið sjálft,“ segir Jóna Ingibjörg. „Starfsfólkið sem sótti ráðstefnuna varð uppnumið af því að fá staðfestingu á því, sem það reyndar vissi, að bæði grein- ing krabbameins og meðferð þess hafa mikil áhrif á fólk sem kynver- ur. Fimmtíu til sjötíu prósent fólks sem greinist með krabbamein fær einhvers konar kynlífsvandamál sem rekja má til sjúkdómsins og meðferðar við honum. Starfsfólk- ið velti fyrir sér hvernig best væri að koma til móts við sjúklinga með þetta vandamál og þar komu lyfja- fyrirtækin tvö til hjálpar.“ Jóna Ingibjörg hóf störf á Land- spítalanum í janúar og segir starf- ið vera margþætt. „Í fyrsta lagi hefur verið opnaður vefur sem heitir kynlífogkrabbamein.is þar sem smátt og smátt verður sett inn efni um framgang verkefnisins og hvernig þetta gengur og þótt verk- efnið leggist kannski af eftir þessi tvö ár lifir vefurinn áfram og sú stefna að kynheilbrigði fólks verði gert hærra undir höfði. Það hafa orðið svo miklar framfarir í með- ferð krabbameins að fólk hefur mun betri lífslíkur en fyrr, þann- ig að þetta er ekki lengur spurning um að bæta árum við lífið heldur bæta lífi við árin. Verkefnið sjálft er tvíþætt, í fyrsta lagi að þjálfa starfsfólk í að opna á þessi mál og veita sjúkling- unum meiri fræðslu, og í öðru lagi að veita sjúklingum ráðgjöf. Ég er þegar með fólk í viðtölum, þótt verkefnið sé í raun enn í mótun.“ Jóna Ingibjörg segir sjúklingana sem sækja ráðgjöfina vera mis- langt komna, sumir séu í krabba- meinsmeðferð en aðrir hafi lokið henni. „En allir eiga það sam- merkt að þessi lífsreynsla, að hafa greinst með krabbamein og farið í alls konar meðferðir, hefur sett sín spor á kynlíf þeirra og þar með náin sambönd. Þetta hangir allt saman. Og svo getur þetta undið upp á sig ef fólk lokar sig af með vandamálin.“ fridrikab@frettabladid.is Kynlíf í skugga krabbameins Opnuð hefur verið kynlífsráðgjöf fyrir krabbameinssjúklinga á Land- spítalanum sem Jóna Ingibjörg Jónsdóttir kynfræðingur sér um. „Fimmtíu til sjötíu prósent fólks sem greinist með krabbamein fær einhvers konar kynlífsvandamál,“ segir Jóna Ingi- björg Jónsdóttir, kynfræðingur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÍSLENSKT HUNDANAMMI Fæst í Bónus, Samkaup, 10-11, Fjarðarkaup og Inspired Keflavíkurflugvelli gott í þjálfun og í leik VINSÆLVARA hefur verið starfrækt í 3 ár í Skipholtinu þriðjudaginn 8. mars Í tilefni af afmælinu erum við með 20% afslátt af yfirhöfnum dagana 8. mars–19. mars. Skipholti 29b • S. 551 0770 Ungbarnanuddnámskeið fyrir foreldra 1-10 mánaða Nýtt námskeið hefst föstudaginn 11. mars. Skoðaðu Heilsusetur.is eða hringdu í síma 552 1850 eða 896 9653 E n g i f e r e h f – D i g r a n e s v e g i 1 0 K ó p a v o g i S í m i 5 2 7 2 7 7 7 w w w. m y s e c r e t . i s – i n f o @ m y s e c r e t . i s Nú færð þú hinn frábæra hreinsunardrykk „Beat the body with goji” á 2 fyrir 1 Frábærar reynslusögur viðskiptavina okkar hafa nú þegar sannað góð áhrif drykkjarins. Innihaldsefni: engifer, gojiber, rauðrófur, cayenne pipar og bláber hafa mjög góð áhrif á hreinsun líkamanns. Verð 1990,- 2x2 lítar! Fæst einungis á Digranesvegi 10 á meðan birgðir endast. Sendum á landsbyggðina. Göngur um fjarlægar slóðir hljóta að teljast góðar fyrir heilsuna bæði til að liðka líkamann og auðga andann. Margar spennandi gönguferðir eru framundan á þessu ári hjá fyrir- tækinu Göngu-Hrólfi í samstarfi við Vita-sport. Þær verða kynntar í kvöld þriðjudaginn 8. mars kl. 20 í Heilsuborg í Faxafeni 14. Göngur um grísku eyjuna Korfu eru fyrirhugaðar hjá Göngu-Hrólfi, einnig um Dóló- mítana á Norður-Ítalíu, fjalllendi Slóvakíu og Vestur-Lýkíu á suður- strönd Tyrklands. Þá verður sagt frá áætlaðri ferð um þjóðgarða í nágrenni Seattle. Á fundinum mun Heilsuborg líka kynna starfsemi sína og bjóða góð kjör fyrir þá sem vilja taka á fyrir gönguferðirnar. - gun Frískandi og fræðandi Haldið upp brattann í fjallendi Slóvakíu, hægt og bítandi milli klettaborga.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.