Fréttablaðið - 08.03.2011, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 08.03.2011, Blaðsíða 20
„Tauþrykk opnar ýmsa möguleika í hönnun. Hægt er að þrykkja mynst- ur eða texta á gluggatjöld, dúka, húsgagnaáklæði eða fataefni og eins er gaman að skreyta full- saumaðar flíkur með því,“ segir Soffía Margrét Magnúsdóttir þegar hún er spurð út í nytsemi tauþrykks. Hún er skólastjóri Heimilis- iðnaðarskólans og heldur þar námskeið í þessari grein sem hún finnur vaxandi áhuga á í sam- félaginu. „Listaháskólinn er farinn að sinna tauþrykki mun meira en áður og í textíldeild FB erum nem- endur að fást við það líka,“ lýsir hún. Tauþrykk getur verið tvenns konar að sögn Soffíu Margrétar; með útskornum stimplum eða svokallað silki- þrykk, sem er meiri kúnst. Þar nýtast tölvurnar til að útfæra svart/ hvít mynstur sem síðan eru prent- uð út og sett á glærur. Glær- urnar eru lagðar á ramma með silkiefni eða polýester sem framköllunar- vökva hefur verið smurt á. Háfjallaljósa- perur eru lagðar að glærunni í þrjár mínútur og þar sem svarta mynstrið var á henni fer ljós- ið ekki í gegn en annað skolast í burtu undir krananum. Þar verður greið leið fyrir litinn sem borinn er á rammann og sérstök áhöld eru notuð til að þrýsta í gegn. En þarf ekki mikið pláss til að fást við þessa iðju? „Nei, nei. Það er hægt að vinna við tauþrykk á eldhúsborðinu heima ef vilji er fyrir hendi,“ segir Soffía Margrét. - gun Vefslóðin www.garnstudio.com hefur að geyma eitt stærsta prjónaupp- skriftasafn sem fyrir finnst á netinu. Uppskriftirnar, sem allar tilheyra DROPS Design, eru meðal annars á norsku, sænsku og dönsku og aðgengilegar öllum. Þær eru fyrir alla aldurshópa. Soffía Margrét Magnúsdóttir og tauþrykk sem hún fæst við. Hér hefur Soffía Margrét notað sama rammann aftur og aftur og útkoman er þessi flotti löber. Áhugi á tauþrykki eykst Kúnstin að þrykkja lit á efni svo úr verði listaverk eða nytjahlutur vefst ekki fyrir Soffíu Margréti Magnúsdóttur, skólastjóra Heimilisiðnaðarskólans. Hér segir hún frá aðferðunum í stuttu máli. Soffía Margrét lærði textílhönnun við Seminariet for kunst og håndværk í Danmörku. Hér er hún með áhöld sem notuð eru við silkiþrykk. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Vettlingar með útlínum Íslands njóta vinsælda sem gjafir til Ís- lendinga erlendis. „Ég er búin að prjóna helling af svona vettlingum og þeir hafa rokið út,“ segir Guðrún Gunn- arsdóttir, grunnskólakennari á Fáskrúðsfirði, um lopavett- linga með Íslandskorti sem hún hannar og selur. Guðrún hikar þegar hún er spurð hvort hún sé prjóna- hönnuður en viður- kennir þó að hafa líka hannað peysur og segir sýnis- h or n a f þeirri iðju í nýjasta Ála- fossbækl- ingnum þar sem hún eigi eina peysu með hrein- dýramynstri. Landakortsvettlingana selur Guðrún í Snæfellsstofu í Fljótsdal og á tveimur stöðum á Fáskrúðs- firði, í Kaffi Sumarlínu og hand- verkshúsinu. Hún segir þá vera vinsæla minjagripi fyrir ferða- menn og margir kaupi þá sem gjafir handa Íslendingum í útlöndum, til að minna þá á landið sitt og magna upp í þeim ættjarðarástina. - gun Verma og magna upp ættjarðarást www.nora.is Dalve opið: má-fö. 11-18, laugard. 11-16 Opið: má-fö. 12:30-18, lau. lokað Dalvegi 16a, Rauðu múrsteinshúsunum Kóp. 201 - S: 517 7727 www.nora.is facebook.com/noraisland Fyrir bústaðinn og heimilið Fallegu handprjónuðu peysurnar þurfa varlega meðhöndlun í þvotti. Storkurinn selur nú SOAK sem hefur slegið í gegn vestan hafs. SOAK er mildur þvottalögur fyrir handþvott eins og ull og silki. Hann freyðir lítið og þarf jafnvel ekki að skola úr og aðeins teskeið í balann dugir. Mismunandi ilmir í boði eða ilmefnalaus og þrjár stærðir. Sjá nánar á www.storkurinn.is Páskaörnámskeið FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI FRÓÐLEIKUR Meiri Vísir. Í Palestínu fyrr á tímum var kross- saumur talinn grunnkunnátta sem allar stúlkur áttu að búa yfir. Þar sem formleg menntun stóð stúlk- um í þorpunum ekki til boða fyrr en upp úr 1940, var útsaum- ur meðal þess sem þær gátu sýnt kunnáttu sína í. Mæður kenndu dætrum sínum að sauma út, venjulega þegar þær voru 10-12 ára. Útsaumur var mjög félagsleg iðja, konur gátu blandað geði meðan þær voru að störfum. Eins og títt er um flest mikil- væg tákn, er útsaumslistin mjög mikilvæg fyrir sjálfsmynd palest- ínskra kvenna. Hvert svæði hefur sína sérstöku hönnun og mynstur. Reyndar er hægt að segja til um hvar kona býr, aðeins út frá litum og mynstrum á búningi hennar. Allar konur áttu að kunna krosssaum Palestínskar konur nota útsauminn til að sýna hvaðan þær koma. Vettlingar með marg- þætt gildi. FRÉTTABLAÐIÐ/GUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.